Gott gengi Færeyja heldur áfram | Lærisveinar Helga náðu aðeins jafntefli Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. október 2020 21:35 Færeyjar halda áfram að gera gott mót í Þjóðadeildinni. Gaston Szerman/Getty Images Alls fóru sjö leikir fram í Þjóðadeildinni í knattspyrnu í kvöld. Fyrir utan leikina í A-deild þá ber helst að nefna sigur Færeyja á Andorra og markalaust jafntefli lærisveina Helga Kolviðssonar. Leikirnir í riðli 4 í A-deild voru eðlilega þeir sem augu flestra voru á. Lesa má nánar um 3-3 jafntefli Þýskalands og Sviss ásamt óvæntum sigri Úkraínu á Spáni í Kænugarði hér. Í riðli 1 í C-deild fóru tveir leikir fram, lauk þeim báðum með jafntefli. Aserbaídsjan og Kýpur gerðu markalaust jafntefli. Heldur meiri dramatík var í hinum leik riðilsins. Lúxemborg vann þá 2-1 útisigur á Svartfjallalandi. Sigurmarkið kom þegar fjórar mínútur voru til leiksloka og í uppbótartíma fengu þrír leikmenn reisupassann. Igor Ivanovic kom heimamönnum yfir þegar rúmur hálftími var liðinn af leiknum. Edvin Muratovic jafnaði fyrir gestina skömmu áður en flautað var til hálfleiks Það var svo Daniel Sinani sem tryggði gestunum stigin þrjú með marki undir lok leiks. Í uppbótartíma sauð svo upp úr og fékk Marko Jankovic beint rautt spjald hjá Svartfellingum og sömu sögu er að segja af Oliver Thill í liði Lúxemborgar. Marko Simic fékk svo sitt annað gula spjald fyrir að rífast við dómarann og því enduðu Svartfellingar níu inn á vellinum á móti tíu leikmönnum Lúxemborgar. Í riðli 1 í D-deild unnu Færeyjar 2-0 heimasigur á Andorra þökk sé tvennu Klaemint Olsen í fyrri hálfleik. Hallur Hansson fékk gullið tækifæri til að tryggja Færeyjum sigurinn á 36. mínútu en hann brenndi þá af vítaspyrnu. Það kom ekki að sök og öruggur sigur Færeyja staðreynd. Í hinum leik riðilsins vann Malta 1-0 útisigur í Lettlandi. Færeyjar tróna á toppi riðilsins með 10 stig eftir fjóra leiki. Þar á eftir kemur Malta með fimm, Lettland þrjú og að lokum Andorra með tvö stig. Að lokum gerðu lærisveinar Helga Kolviðssonar í Liechtenstein markalaust jafntefi við San Marino. Liechtenstein hefur nú unnið einn, tapað einum og gert eitt jafntefli en Gíbraltar er þriðja liðið í riðli 2 í D-deild. Fótbolti Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Markasúpa er Þjóðverjar og Sviss skildu jöfn | Óvæntur sigur Úkraínu Aftur náði Sviss í stig gegn grönnum sínum frá Þýskalandi. Liðin skyldu jöfn í sannkallaðri markaveislu í kvöld, 3-3 lokatölur. Þá vann Úkraína 1-0 heimasigur á Spánverjum. 13. október 2020 20:50 Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Körfubolti „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Sport Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Sjá meira
Alls fóru sjö leikir fram í Þjóðadeildinni í knattspyrnu í kvöld. Fyrir utan leikina í A-deild þá ber helst að nefna sigur Færeyja á Andorra og markalaust jafntefli lærisveina Helga Kolviðssonar. Leikirnir í riðli 4 í A-deild voru eðlilega þeir sem augu flestra voru á. Lesa má nánar um 3-3 jafntefli Þýskalands og Sviss ásamt óvæntum sigri Úkraínu á Spáni í Kænugarði hér. Í riðli 1 í C-deild fóru tveir leikir fram, lauk þeim báðum með jafntefli. Aserbaídsjan og Kýpur gerðu markalaust jafntefli. Heldur meiri dramatík var í hinum leik riðilsins. Lúxemborg vann þá 2-1 útisigur á Svartfjallalandi. Sigurmarkið kom þegar fjórar mínútur voru til leiksloka og í uppbótartíma fengu þrír leikmenn reisupassann. Igor Ivanovic kom heimamönnum yfir þegar rúmur hálftími var liðinn af leiknum. Edvin Muratovic jafnaði fyrir gestina skömmu áður en flautað var til hálfleiks Það var svo Daniel Sinani sem tryggði gestunum stigin þrjú með marki undir lok leiks. Í uppbótartíma sauð svo upp úr og fékk Marko Jankovic beint rautt spjald hjá Svartfellingum og sömu sögu er að segja af Oliver Thill í liði Lúxemborgar. Marko Simic fékk svo sitt annað gula spjald fyrir að rífast við dómarann og því enduðu Svartfellingar níu inn á vellinum á móti tíu leikmönnum Lúxemborgar. Í riðli 1 í D-deild unnu Færeyjar 2-0 heimasigur á Andorra þökk sé tvennu Klaemint Olsen í fyrri hálfleik. Hallur Hansson fékk gullið tækifæri til að tryggja Færeyjum sigurinn á 36. mínútu en hann brenndi þá af vítaspyrnu. Það kom ekki að sök og öruggur sigur Færeyja staðreynd. Í hinum leik riðilsins vann Malta 1-0 útisigur í Lettlandi. Færeyjar tróna á toppi riðilsins með 10 stig eftir fjóra leiki. Þar á eftir kemur Malta með fimm, Lettland þrjú og að lokum Andorra með tvö stig. Að lokum gerðu lærisveinar Helga Kolviðssonar í Liechtenstein markalaust jafntefi við San Marino. Liechtenstein hefur nú unnið einn, tapað einum og gert eitt jafntefli en Gíbraltar er þriðja liðið í riðli 2 í D-deild.
Fótbolti Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Markasúpa er Þjóðverjar og Sviss skildu jöfn | Óvæntur sigur Úkraínu Aftur náði Sviss í stig gegn grönnum sínum frá Þýskalandi. Liðin skyldu jöfn í sannkallaðri markaveislu í kvöld, 3-3 lokatölur. Þá vann Úkraína 1-0 heimasigur á Spánverjum. 13. október 2020 20:50 Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Körfubolti „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Sport Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Sjá meira
Markasúpa er Þjóðverjar og Sviss skildu jöfn | Óvæntur sigur Úkraínu Aftur náði Sviss í stig gegn grönnum sínum frá Þýskalandi. Liðin skyldu jöfn í sannkallaðri markaveislu í kvöld, 3-3 lokatölur. Þá vann Úkraína 1-0 heimasigur á Spánverjum. 13. október 2020 20:50