Í síðasta þætti af Kviss mættust KR og KA í 16-liða úrslitunum.
Í liði KR voru þau Hrefna Sætran og Ari Eldjárn. Í liði norðanmanna voru þau Sigurður Gunnarsson og Karen Björg Þorsteinsdóttir og úr varð hörku viðureign.
Ari Eldjárn fór á kostum í þættinum og svaraði ótal spurningum rétt. Ein slík spurning var þannig að myndir af fjórum einstaklingum birtust á skjánum og spurt var hvað þeir ættu sameiginlegt?
Ari var ekki lengi að ýta á bjölluna og svaraði fljótlega. Og svarið var rétt eins og sjá má hér að neðan.