Heróínneysla færst í aukana í faraldrinum Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 12. október 2020 20:02 Verkefnið Frú Ragnheiður er á vegum Rauða krossins og byggir á skaðaminnkandi nálgun gagnvart fíknivandamálum. Vísir/Sigurjón Heróínneysla virðist hafa færst í aukana í kórónufaraldrinum. Ástæðan er rakin til minna framboðs af lyfseðilsskyldum lyfjum, eða svokölluðum ópíóðum, eftir að flugsamgöngur fóru úr skorðum. Elísabet Brynjarsdóttir, verkefnastýra Frú Ragnheiðar, segir faraldurinn hafa haft margvísleg áhrif í för með sér. „Við erum að sjá fólk fá bakslag og bakslögin geta verið hættuleg hjá okkar skjólstæðingum út af því að við sjáum oft dauðsföll sem verða vegna bakslags. Ef einstaklingur hefur kannski verið að nota ópíóða, búinn að vera án efna í einhvern tíma og fær svo bakslag, að þá er mikil hætta á ofskömmtun. Það eru dauðsföllin sem við viljum koma í veg fyrir,“ segir Elísabet og bætir við að félagsleg einangrun hafi einnig aukist. „Þetta eru afleiðingar sem við kannski gátum ekki alveg séð fyrir en við erum að sjá þetta núna,“ segir hún. Verðlag á ákveðnum fíkniefnum hefur hækkað í kjölfar minna framboðs og fólk sækir í annars konar efni, sem auðveldara er að nálgast og eru ódýrari, að sögn Elísabetar. Heróín þar með talið en það hefur hingað til ekki náð fótfestu hér á landi. Heróín er eitt skaðlegasta fíkniefni sem fyrir finnst. „Ef heróín er að ryðja sér eitthvað til rúms og að komast í umferð hérna á Íslandi að þá höfum við auðvitað áhyggjur af því. Heróín er óræð skammtastærð. Með lyfseðilsskyldu lyfjunum eru skammtastærðirnar allavega vitaðar og fólk stjórnar því meira. Þess vegna höfum við meiri áhyggjur af því að það fólk taki of stóran skammt þegar það notar heróín.“ Elísabet segir Frú Ragnheiði leggja sérstaka áherslu á ópíóðana, meðal annars til að forða dauðsföllum. „Að koma í veg fyrir dauðsföllin og halda fólki á lífi, það er fyrsta markmið okkar út frá skaðaminnkandi leiðarljósi og við erum svolítið búið að vera að fókusera á ópíóðana. Það eru lyfseðilsskyld lyf og það er hægt að koma í veg fyrir þessi dauðsföll með til dæmis naloxoni. Það er hægt að koma í veg fyrir þetta með skaðaminnkandi viðhaldsmeðferð, með læknisþjónustu og fá einstaklinga í samstarf og þannig koma þessu frá ólöglega markaðnum.“ Þjónusta Frú Ragnheiðar hefur verið óbreytt í faraldrinum og lögð hefur verið sérstök áhersla á fræðslu um sóttvarnir. „Heimilislaus einstaklingur getur ekki haldið sig heima. Þess vegna höfum við í Frú Ragnheiði bara einbeitt okkur að því að halda okkar þjónustu óskertri. Við erum alltaf með heilbrigðisstarfsmann í bílnum sem getur veitt fræðslu, getur náð til þessara einstaklinga og frætt þau um stöðuna og hvað sé hægt að gera til að koma í veg fyrir smit. Við erum búin að vera með þessar covid ráðleggingar á tungumáli notenda þjónustunnar okkar til þess að sinna ákveðnu forvarnvarnastarfi. Við höfum lagt mikla áherslu á að halda okkar þjónustu óskertri til að lágmarka þessar hindranir sem mætir fólki,“ segir Elísabet. Fíkn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Fleiri fréttir Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Sjá meira
Heróínneysla virðist hafa færst í aukana í kórónufaraldrinum. Ástæðan er rakin til minna framboðs af lyfseðilsskyldum lyfjum, eða svokölluðum ópíóðum, eftir að flugsamgöngur fóru úr skorðum. Elísabet Brynjarsdóttir, verkefnastýra Frú Ragnheiðar, segir faraldurinn hafa haft margvísleg áhrif í för með sér. „Við erum að sjá fólk fá bakslag og bakslögin geta verið hættuleg hjá okkar skjólstæðingum út af því að við sjáum oft dauðsföll sem verða vegna bakslags. Ef einstaklingur hefur kannski verið að nota ópíóða, búinn að vera án efna í einhvern tíma og fær svo bakslag, að þá er mikil hætta á ofskömmtun. Það eru dauðsföllin sem við viljum koma í veg fyrir,“ segir Elísabet og bætir við að félagsleg einangrun hafi einnig aukist. „Þetta eru afleiðingar sem við kannski gátum ekki alveg séð fyrir en við erum að sjá þetta núna,“ segir hún. Verðlag á ákveðnum fíkniefnum hefur hækkað í kjölfar minna framboðs og fólk sækir í annars konar efni, sem auðveldara er að nálgast og eru ódýrari, að sögn Elísabetar. Heróín þar með talið en það hefur hingað til ekki náð fótfestu hér á landi. Heróín er eitt skaðlegasta fíkniefni sem fyrir finnst. „Ef heróín er að ryðja sér eitthvað til rúms og að komast í umferð hérna á Íslandi að þá höfum við auðvitað áhyggjur af því. Heróín er óræð skammtastærð. Með lyfseðilsskyldu lyfjunum eru skammtastærðirnar allavega vitaðar og fólk stjórnar því meira. Þess vegna höfum við meiri áhyggjur af því að það fólk taki of stóran skammt þegar það notar heróín.“ Elísabet segir Frú Ragnheiði leggja sérstaka áherslu á ópíóðana, meðal annars til að forða dauðsföllum. „Að koma í veg fyrir dauðsföllin og halda fólki á lífi, það er fyrsta markmið okkar út frá skaðaminnkandi leiðarljósi og við erum svolítið búið að vera að fókusera á ópíóðana. Það eru lyfseðilsskyld lyf og það er hægt að koma í veg fyrir þessi dauðsföll með til dæmis naloxoni. Það er hægt að koma í veg fyrir þetta með skaðaminnkandi viðhaldsmeðferð, með læknisþjónustu og fá einstaklinga í samstarf og þannig koma þessu frá ólöglega markaðnum.“ Þjónusta Frú Ragnheiðar hefur verið óbreytt í faraldrinum og lögð hefur verið sérstök áhersla á fræðslu um sóttvarnir. „Heimilislaus einstaklingur getur ekki haldið sig heima. Þess vegna höfum við í Frú Ragnheiði bara einbeitt okkur að því að halda okkar þjónustu óskertri. Við erum alltaf með heilbrigðisstarfsmann í bílnum sem getur veitt fræðslu, getur náð til þessara einstaklinga og frætt þau um stöðuna og hvað sé hægt að gera til að koma í veg fyrir smit. Við erum búin að vera með þessar covid ráðleggingar á tungumáli notenda þjónustunnar okkar til þess að sinna ákveðnu forvarnvarnastarfi. Við höfum lagt mikla áherslu á að halda okkar þjónustu óskertri til að lágmarka þessar hindranir sem mætir fólki,“ segir Elísabet.
Fíkn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Fleiri fréttir Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Sjá meira