Störfum í hátæknivöruhúsi fækkar en ný störf verða til Rakel Sveinsdóttir skrifar 13. október 2020 08:08 Jóhanna Þ. Jónsdóttir framkvæmdastjóri aðfangakeðju Innnes. Vísir/Vilhelm „Störfum í vöruhúsi fækkar umtalsvert þar sem talsvert færri starfsmenn þarf til að sinna verkefnum í sjálfvirku vöruhúsi heldur en í hefðbundnu vöruhúsi,“ segir Jóhanna Þ. Jónsdóttir framkvæmdastjóri aðfangakeðju Innnes um nýtt hátæknivöruhús sem Innnes er nú að taka í gagnið. En ný störf verða líka til segir Jóhanna: „Á móti kemur að það hafa skapast ný störf sem felast í því að reka sjálfvirku lausnirnar og hafa starfsmenn í vöruhúsi til dæmis þróast í tæknistörf sem ekki voru til áður.“ Í Atvinnulífinu á Vísi hefur nokkuð verið fjallað um hvernig stafræn þróun leysir ýmiss verkefni og störf að hólmi. Á móti kemur hafa fræðimenn bent á að með umbreytingum fjórðu iðnbyltingarinnar, verða einnig til ný störf. Dæmi um slíka þróun er breytt starfsemi vöruhús Innnes, sem nú er staðsett í Kornagörðum 3. Að sögn Jóhönnu fólst mikil hagræðing í flutningum vöruhússins því áður var það rekið í þremur húsnæðum í Grafarvogi, sem telst ekki beint alfaraleið. Fyrir viðskiptavini hefur dreifileiðin því styst verulega. En í hverju er breytingin helst fólgin þegar hátæknivöruhús er tekið í gagnið í stað hefðbundins vöruhúss? „Í vöruhúsi skiptir hraði í tínslu pantana höfuð máli til þess að koma pöntunum sem fyrst til viðskiptavina og er því mikilvægt að auðvelt sé að ná til vörunnar, ekki sé verið að sækja vörur í 3ju og jafnvæl 4 hæð sem tefur gríðarlega fyrir. Takmarkandi þáttur í tínslu er einnig að einungis er hægt að tína á eitt til tvö vörubretti í hverri ferð og leiðir það þess að sífellt er verið að leggja af stað til að hefja nýja tínslu. Þetta leiðir til þess að hver staðsetning í vöruhúsi er mögulega heimsótt mörgum sinnum á dag til þess að tína vörur í pantanir,“ segir Jóhanna. Í hátæknivöruhúsi breytist þetta hins vegar verulega, hraði eykst og ekki þarf lengi að keyra fram og til baka um húsnæðið. Þá skiptir hæð ekki eins miklu máli áður, en í hefðbundnum vöruhúsum er oftast miðað við 10-12 metra lofthæð þannig að lyftari geti með góðu móti sótt bretti úr rekkum. Sjálfvirk vöruhús eru hins vegar mannfærri en hefðbundin vöruhús og leysa róbótar og færibanda kerfi erfiðustu verkefnin. Við vörumóttöku er bretti skannað og sett á færiband sem flytur brettið til geymslu í 35 metra hátt rekkakerfi þar sem róbótar taka við því og sjá um að flytja þau til geymsluhólf. Þar er brettið geymt þar til eftirspurn verður eftir því,“ segir Jóhanna. Róbótar taka við ýmsum verkefnum í hátækni vöruhúsi og afkastageta eykst. Störfum fækkar en ný störf verða líka til segir Jóhanna.Vísir/Vilhelm Betri aðstaða fyrir starfsfólk og ný störf Afköst aukast því nú er vöruhúsið ekki lengur háð getu starfsfólks á vöktum, heldur reglubundnu viðhaldi búnaðarins. Ný störf skapist til að mynda við þetta viðhald á búnaði. Að sögn Jóhönnu er hátækni vöruhúsið hannað með vinnuvistfræði í huga. Það þýði að hönnun reynir að tryggja rétta líkamsbeitingu starfsmanna við vinnu. Þá segir hún tæknina draga úr líkum á mannlegum mistökum við skráningu og rýrnun vara minnkar. En fleira telst til sem kemur starfsfólki til góða. Að auki er reynslan erlendis að minna er um vinnuslys og heilsufarsleg vandamál við öruggari vinnuaðstæður fyrir vöruhúsastarfsfólkið,“ segir Jóhanna. Jóhanna er bjartsýn á þær hagræðingar sem nýja hátæknivöruhúsið mun skila. Hún segir hins vegar að smæð Íslands hafi kallað á að þau hafi þurft að púsla svolítið saman ólíkum sjálfvirkum lausnum því markaðurinn hér heima er bæði smærri og öðruvísi en víðast hvar erlendis. Hér heima séu vöruhús oft að þjóna bæði í brettavís og í stykkjatali. Erlendis séu markaðir stærri og vöruhús því oft sérhönnuð til að þjóna annað hvort stærri eða smærri aðilum. Tækni Nýsköpun Stjórnun Tengdar fréttir Listi með 175 störfum: Munu róbótar taka yfir starfið þitt? Sum störf munu hverfa. Öðrum fækkar verulega. Enn önnur störf munu breytast og sum störf munu nýta sér tækniframfarir án þess að störfin sjálf teljist mjög næm fyrir tölvuvæðingunni. 5. febrúar 2020 08:00 Sjálfvirknivæðingin: Það verður vont í smá tíma en síðan skapast ný tækifæri Ólafur Andri Ragnarson tölvunarfræðingur og aðjúnkt í Háskólanum í Reykjavík segir söguna kenna okkur að mörg ný tækifæri skapast í kjölfar tækniframfara. 5. febrúar 2020 10:00 Sjálfvirknivæðingin: Mælir með því að starfsfólk sé með í ráðum Fyrirtæki þurfa að undirbúa starfsfólk undir breytta tíma því hraðinn í sjálfvirknivæðingu er meiri en nokkru sinni. Erlendis hefur verið farin sú leið að auka á þekkingu starfsmanna á stafrænni þróun með skapandi hætti. 5. febrúar 2020 13:00 Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
„Störfum í vöruhúsi fækkar umtalsvert þar sem talsvert færri starfsmenn þarf til að sinna verkefnum í sjálfvirku vöruhúsi heldur en í hefðbundnu vöruhúsi,“ segir Jóhanna Þ. Jónsdóttir framkvæmdastjóri aðfangakeðju Innnes um nýtt hátæknivöruhús sem Innnes er nú að taka í gagnið. En ný störf verða líka til segir Jóhanna: „Á móti kemur að það hafa skapast ný störf sem felast í því að reka sjálfvirku lausnirnar og hafa starfsmenn í vöruhúsi til dæmis þróast í tæknistörf sem ekki voru til áður.“ Í Atvinnulífinu á Vísi hefur nokkuð verið fjallað um hvernig stafræn þróun leysir ýmiss verkefni og störf að hólmi. Á móti kemur hafa fræðimenn bent á að með umbreytingum fjórðu iðnbyltingarinnar, verða einnig til ný störf. Dæmi um slíka þróun er breytt starfsemi vöruhús Innnes, sem nú er staðsett í Kornagörðum 3. Að sögn Jóhönnu fólst mikil hagræðing í flutningum vöruhússins því áður var það rekið í þremur húsnæðum í Grafarvogi, sem telst ekki beint alfaraleið. Fyrir viðskiptavini hefur dreifileiðin því styst verulega. En í hverju er breytingin helst fólgin þegar hátæknivöruhús er tekið í gagnið í stað hefðbundins vöruhúss? „Í vöruhúsi skiptir hraði í tínslu pantana höfuð máli til þess að koma pöntunum sem fyrst til viðskiptavina og er því mikilvægt að auðvelt sé að ná til vörunnar, ekki sé verið að sækja vörur í 3ju og jafnvæl 4 hæð sem tefur gríðarlega fyrir. Takmarkandi þáttur í tínslu er einnig að einungis er hægt að tína á eitt til tvö vörubretti í hverri ferð og leiðir það þess að sífellt er verið að leggja af stað til að hefja nýja tínslu. Þetta leiðir til þess að hver staðsetning í vöruhúsi er mögulega heimsótt mörgum sinnum á dag til þess að tína vörur í pantanir,“ segir Jóhanna. Í hátæknivöruhúsi breytist þetta hins vegar verulega, hraði eykst og ekki þarf lengi að keyra fram og til baka um húsnæðið. Þá skiptir hæð ekki eins miklu máli áður, en í hefðbundnum vöruhúsum er oftast miðað við 10-12 metra lofthæð þannig að lyftari geti með góðu móti sótt bretti úr rekkum. Sjálfvirk vöruhús eru hins vegar mannfærri en hefðbundin vöruhús og leysa róbótar og færibanda kerfi erfiðustu verkefnin. Við vörumóttöku er bretti skannað og sett á færiband sem flytur brettið til geymslu í 35 metra hátt rekkakerfi þar sem róbótar taka við því og sjá um að flytja þau til geymsluhólf. Þar er brettið geymt þar til eftirspurn verður eftir því,“ segir Jóhanna. Róbótar taka við ýmsum verkefnum í hátækni vöruhúsi og afkastageta eykst. Störfum fækkar en ný störf verða líka til segir Jóhanna.Vísir/Vilhelm Betri aðstaða fyrir starfsfólk og ný störf Afköst aukast því nú er vöruhúsið ekki lengur háð getu starfsfólks á vöktum, heldur reglubundnu viðhaldi búnaðarins. Ný störf skapist til að mynda við þetta viðhald á búnaði. Að sögn Jóhönnu er hátækni vöruhúsið hannað með vinnuvistfræði í huga. Það þýði að hönnun reynir að tryggja rétta líkamsbeitingu starfsmanna við vinnu. Þá segir hún tæknina draga úr líkum á mannlegum mistökum við skráningu og rýrnun vara minnkar. En fleira telst til sem kemur starfsfólki til góða. Að auki er reynslan erlendis að minna er um vinnuslys og heilsufarsleg vandamál við öruggari vinnuaðstæður fyrir vöruhúsastarfsfólkið,“ segir Jóhanna. Jóhanna er bjartsýn á þær hagræðingar sem nýja hátæknivöruhúsið mun skila. Hún segir hins vegar að smæð Íslands hafi kallað á að þau hafi þurft að púsla svolítið saman ólíkum sjálfvirkum lausnum því markaðurinn hér heima er bæði smærri og öðruvísi en víðast hvar erlendis. Hér heima séu vöruhús oft að þjóna bæði í brettavís og í stykkjatali. Erlendis séu markaðir stærri og vöruhús því oft sérhönnuð til að þjóna annað hvort stærri eða smærri aðilum.
Tækni Nýsköpun Stjórnun Tengdar fréttir Listi með 175 störfum: Munu róbótar taka yfir starfið þitt? Sum störf munu hverfa. Öðrum fækkar verulega. Enn önnur störf munu breytast og sum störf munu nýta sér tækniframfarir án þess að störfin sjálf teljist mjög næm fyrir tölvuvæðingunni. 5. febrúar 2020 08:00 Sjálfvirknivæðingin: Það verður vont í smá tíma en síðan skapast ný tækifæri Ólafur Andri Ragnarson tölvunarfræðingur og aðjúnkt í Háskólanum í Reykjavík segir söguna kenna okkur að mörg ný tækifæri skapast í kjölfar tækniframfara. 5. febrúar 2020 10:00 Sjálfvirknivæðingin: Mælir með því að starfsfólk sé með í ráðum Fyrirtæki þurfa að undirbúa starfsfólk undir breytta tíma því hraðinn í sjálfvirknivæðingu er meiri en nokkru sinni. Erlendis hefur verið farin sú leið að auka á þekkingu starfsmanna á stafrænni þróun með skapandi hætti. 5. febrúar 2020 13:00 Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Listi með 175 störfum: Munu róbótar taka yfir starfið þitt? Sum störf munu hverfa. Öðrum fækkar verulega. Enn önnur störf munu breytast og sum störf munu nýta sér tækniframfarir án þess að störfin sjálf teljist mjög næm fyrir tölvuvæðingunni. 5. febrúar 2020 08:00
Sjálfvirknivæðingin: Það verður vont í smá tíma en síðan skapast ný tækifæri Ólafur Andri Ragnarson tölvunarfræðingur og aðjúnkt í Háskólanum í Reykjavík segir söguna kenna okkur að mörg ný tækifæri skapast í kjölfar tækniframfara. 5. febrúar 2020 10:00
Sjálfvirknivæðingin: Mælir með því að starfsfólk sé með í ráðum Fyrirtæki þurfa að undirbúa starfsfólk undir breytta tíma því hraðinn í sjálfvirknivæðingu er meiri en nokkru sinni. Erlendis hefur verið farin sú leið að auka á þekkingu starfsmanna á stafrænni þróun með skapandi hætti. 5. febrúar 2020 13:00