Þórólfur segir börn ekki sýkjast frekar nú Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. október 2020 11:20 Sóttvarnalæknir merkir ekki aukningu í nýgengi smitaðra á meðal barna. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir það ekki eiga við rök að styðjast að fleiri börn og ungmenni séu að sýkjast nú en áður. Þetta kom fram í máli hans á upplýsingafundi Almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra og Embætti landlæknis í morgun. Þórólfur segir aldursdreifingu fólks sem hefur greinst með Covid-19 undanfarnar vikur vera svipaða og hún var í vor. Tíðni og nýgengi hjá börnum yngri en sautján ára sé svipuð. Þá nefndi Þórólfur að smit á milli barna í skólum væri mjög fátítt. Það væri frekar að smitin bærust inn í skólana með fullorðnum. Þórólfur telur að þetta beri að hafa í huga. Þá nefndi Þórólfur að hann hefði orðið var við þá umræðu af hverjum leik- og grunnskólum væri ekki lokað núna. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hefur meðal annars látið hafa eftir sér að hann hefði gripið til þeirra aðgerða ef hann væri sóttvarnalæknir. Þórólfur sagði að sama nálgun væri notuð nú varðandi leik- og grunnskóla og hafi gefið góða raun í vetur. Smit sé ekki útbreiddara á leik- og grunnskólum nú en þá. Því sé engin þörf til að beita harðari aðgerðum. Það sé líka í samræmi við alþjóðlegar leiðbeiningar. Að neðan má sjá Þórólf ræða þessi mál á fundinum í morgun. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Skotárás á Times Square Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir það ekki eiga við rök að styðjast að fleiri börn og ungmenni séu að sýkjast nú en áður. Þetta kom fram í máli hans á upplýsingafundi Almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra og Embætti landlæknis í morgun. Þórólfur segir aldursdreifingu fólks sem hefur greinst með Covid-19 undanfarnar vikur vera svipaða og hún var í vor. Tíðni og nýgengi hjá börnum yngri en sautján ára sé svipuð. Þá nefndi Þórólfur að smit á milli barna í skólum væri mjög fátítt. Það væri frekar að smitin bærust inn í skólana með fullorðnum. Þórólfur telur að þetta beri að hafa í huga. Þá nefndi Þórólfur að hann hefði orðið var við þá umræðu af hverjum leik- og grunnskólum væri ekki lokað núna. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hefur meðal annars látið hafa eftir sér að hann hefði gripið til þeirra aðgerða ef hann væri sóttvarnalæknir. Þórólfur sagði að sama nálgun væri notuð nú varðandi leik- og grunnskóla og hafi gefið góða raun í vetur. Smit sé ekki útbreiddara á leik- og grunnskólum nú en þá. Því sé engin þörf til að beita harðari aðgerðum. Það sé líka í samræmi við alþjóðlegar leiðbeiningar. Að neðan má sjá Þórólf ræða þessi mál á fundinum í morgun.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Skotárás á Times Square Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira