Yfirvöld í Ischgl hundsuðu viðvaranir íslenskra yfirvalda Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. október 2020 16:00 Talið er að skíðafólk hafi smitast af kórónuveirunni í austurríska bænum Ischgl þegar í febrúar og borið hana með sér víða um lönd. Vísir/EPA Stjórnvöld í austurríska héraðinu Tíról virðast hafa hundsað viðvaranir um útbreiðslu kórónuveirunnar á skíðasvæðinu Ischgl sem bárust þeim frá íslenskum heilbrigðisyfirvöldum. Talið er að sextán Íslendingar hafi smitast af veirunni í bænum í upphafi faraldursins. Samskipti og fundargerðir eru sagðar gefa til kynna að yfirvöld í Tíról hafi gert lítið úr útbreiðslu veirunnar á svæðinu í þeirri von um að vernda orðspor Ischgl. Þetta kemur fram í frétt AFP sem hefur gögnin undir höndum og mbl.is greinir frá. Þúsundir blaðsíðna af gögnum um útbreiðsluna á svæðinu hafa verið skoðaðar af fréttamönnum AFP og eru þar á meðal tölvupóstsamskipti, skilaboð og fundargögn. Í fundargerð neyðarfundar heilbrigðisyfirvalda í Tíról eftir að smit greindist hjá barþjóni Kitsloch þann 7. mars er vitnað í Anítu Luckner-Hornischer embættismann, sem segir: „Við megum líklega vænta margra smita sem tengjast barnum.“ Í fréttatilkynningu sem yfirvöld í Tíról sendu frá sér nokkrum klukkustundum síðar er allt annað hljóð. Þar segir að ólíklegt þyki, frá læknisfræðilegu sjónarhorni, að gestir barsins hafi smitast, og er þar haft eftir hinum sama embættismanni og taldi líklegt að gestir barsins myndu smitast, henni Luckner-Hornischer. Hlustuðu frekar á íslenska ferðamenn en heilbrigðisyfirvöld Tveir Íslendingar sem dvalið höfðu í Ischgl lýstu því yfir, eftir að þeir greindust með veiruna, að þeir teldu sig mögulega hafa smitast í flugvélinni á leið heim. Fram kemur í gögnum AFP að yfirvöld í Ischgl hafi frekar tekið mark á frásögn íslensku ferðamannanna tveggja en aðvörunum íslenskra heilbrigðisyfirvalda. Gögn sem renna stoðum undir það er tölvupóstur sem sendur var af héraðsstjóranum Markus Maass til embættismanns í Tíról þar sem hann segir mikilvægt að efasemdir ferðamannanna um uppruna smitsins komi fram. Með því væri hægt að koma Ischgl „úr eldlínunni.“ Þá var fréttatilkynning frá Tíról um málið titluð: „Íslenskir gestir í Tíról smituðust líklega af kórónuveirunni í flugi á leið sinni heim.“ Austurríki Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Stefna austurrísku ríkisstjórninni vegna smitanna í Ischgl Neytendasamtök í Austurríki hafa stefnt þarlendum stjórnvöldum fyrir að hafa brugðist of hægt við hópsýkingu kórónuveiru sem kom upp í skíðabænum Ischgl í vetur. 23. september 2020 16:30 Segir mistök að hafa ekki gert eins og Íslendingar Anders Tegnell, sóttvarnalæknir Svíþjóðar, segist hafa gert mistök í upphaflegum viðbrögðum sínum við kórónuveirufaraldrinum í Svíþjóð. 30. maí 2020 20:23 Íslenska viðvörunin gæti spilað lykilhlutverk í hópmálsókn vegna skíðaparadísarinnar Ischgl Bandaríska fréttaveitan Bloomberg birti í morgun ítarlega grein um fyrirhugaða hópmálsókn skíðaiðkenda gegn yfirvöldum í austurísku skíðaparadísinni Ischgl. Viðvörun frá íslenskum yfirvöldum um kórónuveirusmit á svæðinu er miðpunktur greinarinnar 9. maí 2020 08:03 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa leysi ráðherravesen Flokks Fólksins Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Sjá meira
Stjórnvöld í austurríska héraðinu Tíról virðast hafa hundsað viðvaranir um útbreiðslu kórónuveirunnar á skíðasvæðinu Ischgl sem bárust þeim frá íslenskum heilbrigðisyfirvöldum. Talið er að sextán Íslendingar hafi smitast af veirunni í bænum í upphafi faraldursins. Samskipti og fundargerðir eru sagðar gefa til kynna að yfirvöld í Tíról hafi gert lítið úr útbreiðslu veirunnar á svæðinu í þeirri von um að vernda orðspor Ischgl. Þetta kemur fram í frétt AFP sem hefur gögnin undir höndum og mbl.is greinir frá. Þúsundir blaðsíðna af gögnum um útbreiðsluna á svæðinu hafa verið skoðaðar af fréttamönnum AFP og eru þar á meðal tölvupóstsamskipti, skilaboð og fundargögn. Í fundargerð neyðarfundar heilbrigðisyfirvalda í Tíról eftir að smit greindist hjá barþjóni Kitsloch þann 7. mars er vitnað í Anítu Luckner-Hornischer embættismann, sem segir: „Við megum líklega vænta margra smita sem tengjast barnum.“ Í fréttatilkynningu sem yfirvöld í Tíról sendu frá sér nokkrum klukkustundum síðar er allt annað hljóð. Þar segir að ólíklegt þyki, frá læknisfræðilegu sjónarhorni, að gestir barsins hafi smitast, og er þar haft eftir hinum sama embættismanni og taldi líklegt að gestir barsins myndu smitast, henni Luckner-Hornischer. Hlustuðu frekar á íslenska ferðamenn en heilbrigðisyfirvöld Tveir Íslendingar sem dvalið höfðu í Ischgl lýstu því yfir, eftir að þeir greindust með veiruna, að þeir teldu sig mögulega hafa smitast í flugvélinni á leið heim. Fram kemur í gögnum AFP að yfirvöld í Ischgl hafi frekar tekið mark á frásögn íslensku ferðamannanna tveggja en aðvörunum íslenskra heilbrigðisyfirvalda. Gögn sem renna stoðum undir það er tölvupóstur sem sendur var af héraðsstjóranum Markus Maass til embættismanns í Tíról þar sem hann segir mikilvægt að efasemdir ferðamannanna um uppruna smitsins komi fram. Með því væri hægt að koma Ischgl „úr eldlínunni.“ Þá var fréttatilkynning frá Tíról um málið titluð: „Íslenskir gestir í Tíról smituðust líklega af kórónuveirunni í flugi á leið sinni heim.“
Austurríki Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Stefna austurrísku ríkisstjórninni vegna smitanna í Ischgl Neytendasamtök í Austurríki hafa stefnt þarlendum stjórnvöldum fyrir að hafa brugðist of hægt við hópsýkingu kórónuveiru sem kom upp í skíðabænum Ischgl í vetur. 23. september 2020 16:30 Segir mistök að hafa ekki gert eins og Íslendingar Anders Tegnell, sóttvarnalæknir Svíþjóðar, segist hafa gert mistök í upphaflegum viðbrögðum sínum við kórónuveirufaraldrinum í Svíþjóð. 30. maí 2020 20:23 Íslenska viðvörunin gæti spilað lykilhlutverk í hópmálsókn vegna skíðaparadísarinnar Ischgl Bandaríska fréttaveitan Bloomberg birti í morgun ítarlega grein um fyrirhugaða hópmálsókn skíðaiðkenda gegn yfirvöldum í austurísku skíðaparadísinni Ischgl. Viðvörun frá íslenskum yfirvöldum um kórónuveirusmit á svæðinu er miðpunktur greinarinnar 9. maí 2020 08:03 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa leysi ráðherravesen Flokks Fólksins Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Sjá meira
Stefna austurrísku ríkisstjórninni vegna smitanna í Ischgl Neytendasamtök í Austurríki hafa stefnt þarlendum stjórnvöldum fyrir að hafa brugðist of hægt við hópsýkingu kórónuveiru sem kom upp í skíðabænum Ischgl í vetur. 23. september 2020 16:30
Segir mistök að hafa ekki gert eins og Íslendingar Anders Tegnell, sóttvarnalæknir Svíþjóðar, segist hafa gert mistök í upphaflegum viðbrögðum sínum við kórónuveirufaraldrinum í Svíþjóð. 30. maí 2020 20:23
Íslenska viðvörunin gæti spilað lykilhlutverk í hópmálsókn vegna skíðaparadísarinnar Ischgl Bandaríska fréttaveitan Bloomberg birti í morgun ítarlega grein um fyrirhugaða hópmálsókn skíðaiðkenda gegn yfirvöldum í austurísku skíðaparadísinni Ischgl. Viðvörun frá íslenskum yfirvöldum um kórónuveirusmit á svæðinu er miðpunktur greinarinnar 9. maí 2020 08:03