Vika í lífi ríkisstjórnar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 10. október 2020 15:00 Það er eins og ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur sé að missa fókus. Og það á versta tíma í þriðju bylgju heimsfaraldurs. Á sunnudag og mánudag fór allur fókus VG á að ráðast að Samfylkingunni vegna ummæla Ágústs Ólafs Ágústssonar um að í raun væri þetta ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar vegna skýrra fingrafara Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn. Þrömmuðu VG-liðar fram og töldu að í þessu fælist gróf kvenfyrirlitning, því þetta væri jú svo sannarlega ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Og að þessi ríkisstjórn væri frábær. Algerlega hreint. Á mánudag svaraði dómsmálaráðherra fyrirspurn Þorsteins Sæmundssonar frá Miðflokki um brottvísanir einstaklinga sem hingað leita hælis. Viðraði ráðherra þá hugmynd að vista fólk á afmörkuðu svæði eftir að ákveðið hefur verið að vísa því úr landi. Eðlilega spurði fjöldi fólks í kjölfarið hvort þessi ómannúðlega og ógeðfellda nálgun væri virkilega í boði ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur, hinnar sömu og var búið að margundirstrika að væri hennar og ekki neins annars. Nei, þá var annað hljóð komið í strokkinn. Allur fókus VG á mánudag og þriðjudag fór síðan í að sverja dómsmálaráðherra og hennar ummæli af sér. Þarna væri talsmaður annarrar ríkisstjórnar en Katrínar Jakobsdóttur á ferð, annarra afla. Á þriðjudagskvöld átti ég síðan í orðaskiptum við sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra þar sem ég spurði hann hvernig hann hygðist bæta kjör bænda, auka frelsi og tækifæri til nýsköpunar. Hann svaraði frekar klaufalega og setti fram orðið lífsstíll til að réttlæta slök kjör sauðfjárbænda og uppskar eðlilega mikla reiði og vantraustyfirlýsingar úr mörgum áttum. Þótt eflaust hafi meining ráðherra verið önnur. Og þar með fór fókus Framsóknarmanna á að sverja landbúnaðarráðherra af sér, meðal annars með vantrausti Ungra Framsóknarmanna á ráðherra og opinberum stöðufærslum Framsóknarþingmanna um að þetta væri ekki á vetur setjandi. Á fimmtudag voru svo fjölmiðlar fullir af Sjálfstæðismönnum, bæði þingmönnum og ráðherrum, sem eiga víst að vera efasemdarmenn um ágæti sóttvarnaaðgerða eigin ríkisstjórnar. Allur fókus þeirra fór í að grafa undan þeirra eigin ákvörðunum og þar með samstöðu þjóðar. Þar fyrir utan var enn eitt aflátsbréfið skrifað af þingmanni Sjálfstæðisflokksins í vikunni í Morgunblaðið og þar hnýtt í heilbrigðisráðherra um að forsjárhyggja og biðlistastefna ríkisstjórnarinnar væri ekki á þeirra vegum. Þrátt fyrir að það sé stefna ríkisstjórnarinnar og hún hafi ríkt allt kjörtímabilið. Og þeir ítrekað greitt atkvæði með henni. Fókuslausir eða ekki. Nokkuð seint í rassinn gripið þar. Á föstudegi varð menntamálaráðherra Framsóknarflokksins síðan fyrir ólund þingmanna Sjálfstæðisflokksins sem brigsla ráðherra um svik vegna fjölmiðlamála. Hún hafi ekki staðið við sitt í samkomulagi á milli flokkanna. Og óþreyju gætir eðlilega hjá stjórnarliðum um að marglofaðar aðgerðir í þágu fólks í listum- og menningu hafi ekki enn verið kynntar. Nú á laugardegi er mér spurn hvar ríkisstjórnarflokkarnir og fótgönguliðar þeirra eru staddir. Samtímis og landsmönnum er sagt að samstaðan sé besta sóttvörnin eru stjórnarflokkarnir þrír uppteknir við að hnýta hver í annan, jafnvel sparka. Þannig molnar undan samstöðunni á ríkisstjórnarheimilinu á sama tíma og málin halda áfram að hrúgast upp. Þúsundir einyrkja, fyrirtækjaeigenda, einstaklinga í lista- og menningageiranum, þjónustugreinum, hótelum, veitinga- og öldurhúsum bíða enn eftir því að fá skýr svör um það hvernig þau eiga að komast í gegnum mánuðinn, hvernig á að verja störf, borga reikninga og laun næstu vikna og hvert langtímaplan ríkisstjórnarinnar er. Samstöðuleysi hennar mun ekki leysa þann vanda. Og afleiðingarnar af því geta orðið dýrkeyptar. Verkefnin framundan eru sannarlega ærin, og krefjast þess að stjórnin taki skýrari og stærri skref. Ég vona því að við þurfum ekki að horfa upp á aðra eins óeiningu í lífi ríkisstjórnar í næstu viku, og þeim sem á eftir koma. Því við þurfum stjórnvöld með fókus. Höfundur er formaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Skoðun Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Það er eins og ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur sé að missa fókus. Og það á versta tíma í þriðju bylgju heimsfaraldurs. Á sunnudag og mánudag fór allur fókus VG á að ráðast að Samfylkingunni vegna ummæla Ágústs Ólafs Ágústssonar um að í raun væri þetta ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar vegna skýrra fingrafara Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn. Þrömmuðu VG-liðar fram og töldu að í þessu fælist gróf kvenfyrirlitning, því þetta væri jú svo sannarlega ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Og að þessi ríkisstjórn væri frábær. Algerlega hreint. Á mánudag svaraði dómsmálaráðherra fyrirspurn Þorsteins Sæmundssonar frá Miðflokki um brottvísanir einstaklinga sem hingað leita hælis. Viðraði ráðherra þá hugmynd að vista fólk á afmörkuðu svæði eftir að ákveðið hefur verið að vísa því úr landi. Eðlilega spurði fjöldi fólks í kjölfarið hvort þessi ómannúðlega og ógeðfellda nálgun væri virkilega í boði ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur, hinnar sömu og var búið að margundirstrika að væri hennar og ekki neins annars. Nei, þá var annað hljóð komið í strokkinn. Allur fókus VG á mánudag og þriðjudag fór síðan í að sverja dómsmálaráðherra og hennar ummæli af sér. Þarna væri talsmaður annarrar ríkisstjórnar en Katrínar Jakobsdóttur á ferð, annarra afla. Á þriðjudagskvöld átti ég síðan í orðaskiptum við sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra þar sem ég spurði hann hvernig hann hygðist bæta kjör bænda, auka frelsi og tækifæri til nýsköpunar. Hann svaraði frekar klaufalega og setti fram orðið lífsstíll til að réttlæta slök kjör sauðfjárbænda og uppskar eðlilega mikla reiði og vantraustyfirlýsingar úr mörgum áttum. Þótt eflaust hafi meining ráðherra verið önnur. Og þar með fór fókus Framsóknarmanna á að sverja landbúnaðarráðherra af sér, meðal annars með vantrausti Ungra Framsóknarmanna á ráðherra og opinberum stöðufærslum Framsóknarþingmanna um að þetta væri ekki á vetur setjandi. Á fimmtudag voru svo fjölmiðlar fullir af Sjálfstæðismönnum, bæði þingmönnum og ráðherrum, sem eiga víst að vera efasemdarmenn um ágæti sóttvarnaaðgerða eigin ríkisstjórnar. Allur fókus þeirra fór í að grafa undan þeirra eigin ákvörðunum og þar með samstöðu þjóðar. Þar fyrir utan var enn eitt aflátsbréfið skrifað af þingmanni Sjálfstæðisflokksins í vikunni í Morgunblaðið og þar hnýtt í heilbrigðisráðherra um að forsjárhyggja og biðlistastefna ríkisstjórnarinnar væri ekki á þeirra vegum. Þrátt fyrir að það sé stefna ríkisstjórnarinnar og hún hafi ríkt allt kjörtímabilið. Og þeir ítrekað greitt atkvæði með henni. Fókuslausir eða ekki. Nokkuð seint í rassinn gripið þar. Á föstudegi varð menntamálaráðherra Framsóknarflokksins síðan fyrir ólund þingmanna Sjálfstæðisflokksins sem brigsla ráðherra um svik vegna fjölmiðlamála. Hún hafi ekki staðið við sitt í samkomulagi á milli flokkanna. Og óþreyju gætir eðlilega hjá stjórnarliðum um að marglofaðar aðgerðir í þágu fólks í listum- og menningu hafi ekki enn verið kynntar. Nú á laugardegi er mér spurn hvar ríkisstjórnarflokkarnir og fótgönguliðar þeirra eru staddir. Samtímis og landsmönnum er sagt að samstaðan sé besta sóttvörnin eru stjórnarflokkarnir þrír uppteknir við að hnýta hver í annan, jafnvel sparka. Þannig molnar undan samstöðunni á ríkisstjórnarheimilinu á sama tíma og málin halda áfram að hrúgast upp. Þúsundir einyrkja, fyrirtækjaeigenda, einstaklinga í lista- og menningageiranum, þjónustugreinum, hótelum, veitinga- og öldurhúsum bíða enn eftir því að fá skýr svör um það hvernig þau eiga að komast í gegnum mánuðinn, hvernig á að verja störf, borga reikninga og laun næstu vikna og hvert langtímaplan ríkisstjórnarinnar er. Samstöðuleysi hennar mun ekki leysa þann vanda. Og afleiðingarnar af því geta orðið dýrkeyptar. Verkefnin framundan eru sannarlega ærin, og krefjast þess að stjórnin taki skýrari og stærri skref. Ég vona því að við þurfum ekki að horfa upp á aðra eins óeiningu í lífi ríkisstjórnar í næstu viku, og þeim sem á eftir koma. Því við þurfum stjórnvöld með fókus. Höfundur er formaður Viðreisnar.
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar