Vika í lífi ríkisstjórnar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 10. október 2020 15:00 Það er eins og ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur sé að missa fókus. Og það á versta tíma í þriðju bylgju heimsfaraldurs. Á sunnudag og mánudag fór allur fókus VG á að ráðast að Samfylkingunni vegna ummæla Ágústs Ólafs Ágústssonar um að í raun væri þetta ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar vegna skýrra fingrafara Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn. Þrömmuðu VG-liðar fram og töldu að í þessu fælist gróf kvenfyrirlitning, því þetta væri jú svo sannarlega ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Og að þessi ríkisstjórn væri frábær. Algerlega hreint. Á mánudag svaraði dómsmálaráðherra fyrirspurn Þorsteins Sæmundssonar frá Miðflokki um brottvísanir einstaklinga sem hingað leita hælis. Viðraði ráðherra þá hugmynd að vista fólk á afmörkuðu svæði eftir að ákveðið hefur verið að vísa því úr landi. Eðlilega spurði fjöldi fólks í kjölfarið hvort þessi ómannúðlega og ógeðfellda nálgun væri virkilega í boði ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur, hinnar sömu og var búið að margundirstrika að væri hennar og ekki neins annars. Nei, þá var annað hljóð komið í strokkinn. Allur fókus VG á mánudag og þriðjudag fór síðan í að sverja dómsmálaráðherra og hennar ummæli af sér. Þarna væri talsmaður annarrar ríkisstjórnar en Katrínar Jakobsdóttur á ferð, annarra afla. Á þriðjudagskvöld átti ég síðan í orðaskiptum við sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra þar sem ég spurði hann hvernig hann hygðist bæta kjör bænda, auka frelsi og tækifæri til nýsköpunar. Hann svaraði frekar klaufalega og setti fram orðið lífsstíll til að réttlæta slök kjör sauðfjárbænda og uppskar eðlilega mikla reiði og vantraustyfirlýsingar úr mörgum áttum. Þótt eflaust hafi meining ráðherra verið önnur. Og þar með fór fókus Framsóknarmanna á að sverja landbúnaðarráðherra af sér, meðal annars með vantrausti Ungra Framsóknarmanna á ráðherra og opinberum stöðufærslum Framsóknarþingmanna um að þetta væri ekki á vetur setjandi. Á fimmtudag voru svo fjölmiðlar fullir af Sjálfstæðismönnum, bæði þingmönnum og ráðherrum, sem eiga víst að vera efasemdarmenn um ágæti sóttvarnaaðgerða eigin ríkisstjórnar. Allur fókus þeirra fór í að grafa undan þeirra eigin ákvörðunum og þar með samstöðu þjóðar. Þar fyrir utan var enn eitt aflátsbréfið skrifað af þingmanni Sjálfstæðisflokksins í vikunni í Morgunblaðið og þar hnýtt í heilbrigðisráðherra um að forsjárhyggja og biðlistastefna ríkisstjórnarinnar væri ekki á þeirra vegum. Þrátt fyrir að það sé stefna ríkisstjórnarinnar og hún hafi ríkt allt kjörtímabilið. Og þeir ítrekað greitt atkvæði með henni. Fókuslausir eða ekki. Nokkuð seint í rassinn gripið þar. Á föstudegi varð menntamálaráðherra Framsóknarflokksins síðan fyrir ólund þingmanna Sjálfstæðisflokksins sem brigsla ráðherra um svik vegna fjölmiðlamála. Hún hafi ekki staðið við sitt í samkomulagi á milli flokkanna. Og óþreyju gætir eðlilega hjá stjórnarliðum um að marglofaðar aðgerðir í þágu fólks í listum- og menningu hafi ekki enn verið kynntar. Nú á laugardegi er mér spurn hvar ríkisstjórnarflokkarnir og fótgönguliðar þeirra eru staddir. Samtímis og landsmönnum er sagt að samstaðan sé besta sóttvörnin eru stjórnarflokkarnir þrír uppteknir við að hnýta hver í annan, jafnvel sparka. Þannig molnar undan samstöðunni á ríkisstjórnarheimilinu á sama tíma og málin halda áfram að hrúgast upp. Þúsundir einyrkja, fyrirtækjaeigenda, einstaklinga í lista- og menningageiranum, þjónustugreinum, hótelum, veitinga- og öldurhúsum bíða enn eftir því að fá skýr svör um það hvernig þau eiga að komast í gegnum mánuðinn, hvernig á að verja störf, borga reikninga og laun næstu vikna og hvert langtímaplan ríkisstjórnarinnar er. Samstöðuleysi hennar mun ekki leysa þann vanda. Og afleiðingarnar af því geta orðið dýrkeyptar. Verkefnin framundan eru sannarlega ærin, og krefjast þess að stjórnin taki skýrari og stærri skref. Ég vona því að við þurfum ekki að horfa upp á aðra eins óeiningu í lífi ríkisstjórnar í næstu viku, og þeim sem á eftir koma. Því við þurfum stjórnvöld með fókus. Höfundur er formaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Sjá meira
Það er eins og ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur sé að missa fókus. Og það á versta tíma í þriðju bylgju heimsfaraldurs. Á sunnudag og mánudag fór allur fókus VG á að ráðast að Samfylkingunni vegna ummæla Ágústs Ólafs Ágústssonar um að í raun væri þetta ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar vegna skýrra fingrafara Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn. Þrömmuðu VG-liðar fram og töldu að í þessu fælist gróf kvenfyrirlitning, því þetta væri jú svo sannarlega ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Og að þessi ríkisstjórn væri frábær. Algerlega hreint. Á mánudag svaraði dómsmálaráðherra fyrirspurn Þorsteins Sæmundssonar frá Miðflokki um brottvísanir einstaklinga sem hingað leita hælis. Viðraði ráðherra þá hugmynd að vista fólk á afmörkuðu svæði eftir að ákveðið hefur verið að vísa því úr landi. Eðlilega spurði fjöldi fólks í kjölfarið hvort þessi ómannúðlega og ógeðfellda nálgun væri virkilega í boði ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur, hinnar sömu og var búið að margundirstrika að væri hennar og ekki neins annars. Nei, þá var annað hljóð komið í strokkinn. Allur fókus VG á mánudag og þriðjudag fór síðan í að sverja dómsmálaráðherra og hennar ummæli af sér. Þarna væri talsmaður annarrar ríkisstjórnar en Katrínar Jakobsdóttur á ferð, annarra afla. Á þriðjudagskvöld átti ég síðan í orðaskiptum við sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra þar sem ég spurði hann hvernig hann hygðist bæta kjör bænda, auka frelsi og tækifæri til nýsköpunar. Hann svaraði frekar klaufalega og setti fram orðið lífsstíll til að réttlæta slök kjör sauðfjárbænda og uppskar eðlilega mikla reiði og vantraustyfirlýsingar úr mörgum áttum. Þótt eflaust hafi meining ráðherra verið önnur. Og þar með fór fókus Framsóknarmanna á að sverja landbúnaðarráðherra af sér, meðal annars með vantrausti Ungra Framsóknarmanna á ráðherra og opinberum stöðufærslum Framsóknarþingmanna um að þetta væri ekki á vetur setjandi. Á fimmtudag voru svo fjölmiðlar fullir af Sjálfstæðismönnum, bæði þingmönnum og ráðherrum, sem eiga víst að vera efasemdarmenn um ágæti sóttvarnaaðgerða eigin ríkisstjórnar. Allur fókus þeirra fór í að grafa undan þeirra eigin ákvörðunum og þar með samstöðu þjóðar. Þar fyrir utan var enn eitt aflátsbréfið skrifað af þingmanni Sjálfstæðisflokksins í vikunni í Morgunblaðið og þar hnýtt í heilbrigðisráðherra um að forsjárhyggja og biðlistastefna ríkisstjórnarinnar væri ekki á þeirra vegum. Þrátt fyrir að það sé stefna ríkisstjórnarinnar og hún hafi ríkt allt kjörtímabilið. Og þeir ítrekað greitt atkvæði með henni. Fókuslausir eða ekki. Nokkuð seint í rassinn gripið þar. Á föstudegi varð menntamálaráðherra Framsóknarflokksins síðan fyrir ólund þingmanna Sjálfstæðisflokksins sem brigsla ráðherra um svik vegna fjölmiðlamála. Hún hafi ekki staðið við sitt í samkomulagi á milli flokkanna. Og óþreyju gætir eðlilega hjá stjórnarliðum um að marglofaðar aðgerðir í þágu fólks í listum- og menningu hafi ekki enn verið kynntar. Nú á laugardegi er mér spurn hvar ríkisstjórnarflokkarnir og fótgönguliðar þeirra eru staddir. Samtímis og landsmönnum er sagt að samstaðan sé besta sóttvörnin eru stjórnarflokkarnir þrír uppteknir við að hnýta hver í annan, jafnvel sparka. Þannig molnar undan samstöðunni á ríkisstjórnarheimilinu á sama tíma og málin halda áfram að hrúgast upp. Þúsundir einyrkja, fyrirtækjaeigenda, einstaklinga í lista- og menningageiranum, þjónustugreinum, hótelum, veitinga- og öldurhúsum bíða enn eftir því að fá skýr svör um það hvernig þau eiga að komast í gegnum mánuðinn, hvernig á að verja störf, borga reikninga og laun næstu vikna og hvert langtímaplan ríkisstjórnarinnar er. Samstöðuleysi hennar mun ekki leysa þann vanda. Og afleiðingarnar af því geta orðið dýrkeyptar. Verkefnin framundan eru sannarlega ærin, og krefjast þess að stjórnin taki skýrari og stærri skref. Ég vona því að við þurfum ekki að horfa upp á aðra eins óeiningu í lífi ríkisstjórnar í næstu viku, og þeim sem á eftir koma. Því við þurfum stjórnvöld með fókus. Höfundur er formaður Viðreisnar.
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun