Segir hugmyndir um að segja upp tollasamningi ESB afleitar Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 10. október 2020 12:39 Til vinstri er Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Til hægri er Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu og sveitarstjórnarráðherra. Vísir Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir að uppsögn tollasamninga myndi færa matvörumarkaðinn áratugi aftur í tímann. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra fjallaði um landbúnað í grein sem birtist í Morgunblaðinu í morgun. Tekur hann tollasamninga ESB sérstaklega fyrir og segir það sína skoðun og til skoðunar innan ríkisstjórnarinnar að það eigi að segja þessum ESB tollasamningi upp. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir að með þessu virðist ráðherrann ætla að snúa klukkunni til baka um nokkra áratugi hvað varðar viðskiptafrelsi og samkeppni á matvörumarkaði. Minnir á að Sigurður Ingi gerði tollasamninginn „Það er líka mjög merkilegt að maðurinn sem gerði sjálfur tollasamninginn við Evrópusambandið og lét hafa eftir sér að það væri mikið hagsmunamál bæði fyrir íslenska neytendur og íslenskan landbúnað, að hann sé búinn að snúa blaðinu rækilega við og sé farinn að reyna að yfirbjóða Miðflokkinn í afturhaldi og verndarstefnu,“ sagði Ólafur Stephensen. Slæmar fréttir fyrir neytendur Verði tollasamningnum sagt upp geti Íslendingar kvatt gott úrval af evrópskum vörum á hagstæðu verði. „Það gríðarlega mikla úrval af t.d. evrópskum ostum sem við höfum séð í búðum undanfarin ár á hagstæðu verði. Það væntanlega hverfur eða verður að minnsta kosti miklu dýrara og fólk hefur síður efni á að kaupa þær vörur.“ Þá segir hann að innflutt kjöt sem hefur verið fáanlegt í búðum á hagstæðu verði, hverfi. „Væntanlega hækkar líka um leið verð á innlendu framleiðslunni af því það er bara viðurkennt hagfræðilögmál að þegar tekið er fyrir erlenda samkeppni með verndarstefnu þá geta innlendir framleiðendur óáreittir hækka verðið og það virðist vera það sem fyrir ráðherranum vakir,“ sagði Ólafur. Þá segist hann ekki vera viss um að samkeppnisyfirvöld leggi blessun sína yfir þessar hugmyndir. „Ég á alveg eftir að sjá að samkeppnisyfirvöld taki vel í þessar hugmyndir og ég á líka eftir að sjá að samstarfsflokkarnir í ríkisstjórn, að minnsta kosti þeir sem tala um samkeppni og viðskiptafrelsi taki vel í þetta,“ sagði Ólafur. „Þetta eru eldgamlar hugmyndir sem myndu færa viðskiptaumhveri í kringum matvörumarkaðinn áratugi aftur í tímann.“ „Íslenskt best í heimi?“ „Salmonellusýkingar hér á landi eru mun fleiri en t.d. í Danmörku þar sem lang mest af innflutnum kjúklingi kemur. Menn geta ekki lengur leyft sér að segja að allt sem íslenskt er sé svo ofsalega gott en allt sem útlenskt er sé svo vont. Þetta er áratuga gamall málflutningur sem ég held að allir hljóti að sjá í gegnum og gengur þvert á almannahagsmuni,“ sagði Ólafur. Þá þurfi að muna að stutt er í kosningar. „Það er alveg augljóst að Framsóknarflokkurinn er þarna að reyna að krækja í eitthvað af fylgi Miðflokksins. Ég get ekki séð annan tilgang með þessu útspili,“ sagði Ólafur. Neytendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Matvælaframleiðsla Mest lesið „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Sjá meira
Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir að uppsögn tollasamninga myndi færa matvörumarkaðinn áratugi aftur í tímann. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra fjallaði um landbúnað í grein sem birtist í Morgunblaðinu í morgun. Tekur hann tollasamninga ESB sérstaklega fyrir og segir það sína skoðun og til skoðunar innan ríkisstjórnarinnar að það eigi að segja þessum ESB tollasamningi upp. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir að með þessu virðist ráðherrann ætla að snúa klukkunni til baka um nokkra áratugi hvað varðar viðskiptafrelsi og samkeppni á matvörumarkaði. Minnir á að Sigurður Ingi gerði tollasamninginn „Það er líka mjög merkilegt að maðurinn sem gerði sjálfur tollasamninginn við Evrópusambandið og lét hafa eftir sér að það væri mikið hagsmunamál bæði fyrir íslenska neytendur og íslenskan landbúnað, að hann sé búinn að snúa blaðinu rækilega við og sé farinn að reyna að yfirbjóða Miðflokkinn í afturhaldi og verndarstefnu,“ sagði Ólafur Stephensen. Slæmar fréttir fyrir neytendur Verði tollasamningnum sagt upp geti Íslendingar kvatt gott úrval af evrópskum vörum á hagstæðu verði. „Það gríðarlega mikla úrval af t.d. evrópskum ostum sem við höfum séð í búðum undanfarin ár á hagstæðu verði. Það væntanlega hverfur eða verður að minnsta kosti miklu dýrara og fólk hefur síður efni á að kaupa þær vörur.“ Þá segir hann að innflutt kjöt sem hefur verið fáanlegt í búðum á hagstæðu verði, hverfi. „Væntanlega hækkar líka um leið verð á innlendu framleiðslunni af því það er bara viðurkennt hagfræðilögmál að þegar tekið er fyrir erlenda samkeppni með verndarstefnu þá geta innlendir framleiðendur óáreittir hækka verðið og það virðist vera það sem fyrir ráðherranum vakir,“ sagði Ólafur. Þá segist hann ekki vera viss um að samkeppnisyfirvöld leggi blessun sína yfir þessar hugmyndir. „Ég á alveg eftir að sjá að samkeppnisyfirvöld taki vel í þessar hugmyndir og ég á líka eftir að sjá að samstarfsflokkarnir í ríkisstjórn, að minnsta kosti þeir sem tala um samkeppni og viðskiptafrelsi taki vel í þetta,“ sagði Ólafur. „Þetta eru eldgamlar hugmyndir sem myndu færa viðskiptaumhveri í kringum matvörumarkaðinn áratugi aftur í tímann.“ „Íslenskt best í heimi?“ „Salmonellusýkingar hér á landi eru mun fleiri en t.d. í Danmörku þar sem lang mest af innflutnum kjúklingi kemur. Menn geta ekki lengur leyft sér að segja að allt sem íslenskt er sé svo ofsalega gott en allt sem útlenskt er sé svo vont. Þetta er áratuga gamall málflutningur sem ég held að allir hljóti að sjá í gegnum og gengur þvert á almannahagsmuni,“ sagði Ólafur. Þá þurfi að muna að stutt er í kosningar. „Það er alveg augljóst að Framsóknarflokkurinn er þarna að reyna að krækja í eitthvað af fylgi Miðflokksins. Ég get ekki séð annan tilgang með þessu útspili,“ sagði Ólafur.
Neytendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Matvælaframleiðsla Mest lesið „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Sjá meira