Veitingahúsaeigendur hafa áhyggjur af jólavertíðinni Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 9. október 2020 19:31 „Það yrði hræðilegt ef það yrðu fleiri uppsagnir í þessum geira,” segir Hrefna Rósa Sætran. Vísir/Vilhelm Veitingahúsaeigendur hafa áhyggjur af komandi vetri og jólavertíðinni. Þeir segja óvissuna erfiða og kalla eftir frekari aðgerðum frá stjórnvöldum. Kórónuveirufaraldurinn hefur eðlilega haft mikil áhrif á rekstrarumhverfi veitingahúsa, en flestar samkomutakmarkanir tengjast þeim með einum eða öðrum hætti. Núna mega aðeins tuttugu koma saman og opnunartími hefur verið styttur til klukkan 21. „Flestar aðgerðir stjórnvalda virðast miða að því að tekjumissirinn sé 75 prósent eða meira. En það gleymist svolítið að horfa til þess að enginn veitingastaður í íslensku rekstrarumhverfi getur þolað 20 til 30 prósent tekjumissi til langs tíma. Þannig að ég myndi segja að við þurfum að hugsa nýjar aðgerðir og sú aðgerð sem hefur nýst veitingastöðum best er hlutabótaleiðin og nú er hún háð mun strangari skilyrðum en hún var í vor,” segir Jakob Einar Jakobsson, eigandi Jómfrúarinnar. „Enginn veitingastaður í íslensku rekstrarumhverfi getur þolað 20 til 30 prósent tekjumissi til langs tíma,“ segir Jakob Einar á Jómfrúnni. Hrefna Rósa Sætran, eigandi Fiskmarkaðarins, Grillmarkaðarins og Skúla craft bar, tekur undir. „Þetta er mikil óvissa fyrir alla og rosa tekjufall hjá okkur, eins og öllum öðrum veitingastöðum.” Þau benda bæði á að reksturinn sé að miklu leyti háður heimsendingum. Heimsendingarnar hafi gengið nokkuð vel, en að fólk sæki minna í þær nú en á fyrri stigum faraldursins. „Ég finn að fólk er meira að spara við sig núna og kannski er aðeins minni peningur hjá fólki núna,” segir Hrefna. Þau hafa áhyggjur af jólunum. „Við eigum rosa mikið undir og að jólin nái að vera eins og þau eiga að vera. Við erum nú þegar búin að bóka yfir sex þúsund manns hjá okkur í jólaborð og vonandi náum við að keyra á það,” segir Jakob. „Mér finnst gott að þetta sé í gangi núna og þá kannski náum við að hafa gleðileg jól,” segir Hrefna. Aðgerða sé þörf. „Ég myndi segja að það þyrfti að gera eitthvað aðeins meira núna. Allavega halda áfram aðstoð til fyrirtækja því allir veitingastaðir eru með margt fólk í vinnu og það yrði hræðilegt ef það yrðu fleiri uppsagnir í þessum geira,” segir Hrefna. „Ef stjórnvöld fari kannski að horfa á allavega hluta af veitingahúsamarkaðnum á Íslandi og sérstaklega í Reykjavík með sömu augum og menn horfa á ríkisstuðning við listir og menning,” segir Jakob. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Veitingastaðir Jól Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Gjaldþrot olíuleitarfélags upp á 12 milljarða Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Fleiri fréttir Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Sjá meira
Veitingahúsaeigendur hafa áhyggjur af komandi vetri og jólavertíðinni. Þeir segja óvissuna erfiða og kalla eftir frekari aðgerðum frá stjórnvöldum. Kórónuveirufaraldurinn hefur eðlilega haft mikil áhrif á rekstrarumhverfi veitingahúsa, en flestar samkomutakmarkanir tengjast þeim með einum eða öðrum hætti. Núna mega aðeins tuttugu koma saman og opnunartími hefur verið styttur til klukkan 21. „Flestar aðgerðir stjórnvalda virðast miða að því að tekjumissirinn sé 75 prósent eða meira. En það gleymist svolítið að horfa til þess að enginn veitingastaður í íslensku rekstrarumhverfi getur þolað 20 til 30 prósent tekjumissi til langs tíma. Þannig að ég myndi segja að við þurfum að hugsa nýjar aðgerðir og sú aðgerð sem hefur nýst veitingastöðum best er hlutabótaleiðin og nú er hún háð mun strangari skilyrðum en hún var í vor,” segir Jakob Einar Jakobsson, eigandi Jómfrúarinnar. „Enginn veitingastaður í íslensku rekstrarumhverfi getur þolað 20 til 30 prósent tekjumissi til langs tíma,“ segir Jakob Einar á Jómfrúnni. Hrefna Rósa Sætran, eigandi Fiskmarkaðarins, Grillmarkaðarins og Skúla craft bar, tekur undir. „Þetta er mikil óvissa fyrir alla og rosa tekjufall hjá okkur, eins og öllum öðrum veitingastöðum.” Þau benda bæði á að reksturinn sé að miklu leyti háður heimsendingum. Heimsendingarnar hafi gengið nokkuð vel, en að fólk sæki minna í þær nú en á fyrri stigum faraldursins. „Ég finn að fólk er meira að spara við sig núna og kannski er aðeins minni peningur hjá fólki núna,” segir Hrefna. Þau hafa áhyggjur af jólunum. „Við eigum rosa mikið undir og að jólin nái að vera eins og þau eiga að vera. Við erum nú þegar búin að bóka yfir sex þúsund manns hjá okkur í jólaborð og vonandi náum við að keyra á það,” segir Jakob. „Mér finnst gott að þetta sé í gangi núna og þá kannski náum við að hafa gleðileg jól,” segir Hrefna. Aðgerða sé þörf. „Ég myndi segja að það þyrfti að gera eitthvað aðeins meira núna. Allavega halda áfram aðstoð til fyrirtækja því allir veitingastaðir eru með margt fólk í vinnu og það yrði hræðilegt ef það yrðu fleiri uppsagnir í þessum geira,” segir Hrefna. „Ef stjórnvöld fari kannski að horfa á allavega hluta af veitingahúsamarkaðnum á Íslandi og sérstaklega í Reykjavík með sömu augum og menn horfa á ríkisstuðning við listir og menning,” segir Jakob.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Veitingastaðir Jól Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Gjaldþrot olíuleitarfélags upp á 12 milljarða Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Fleiri fréttir Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Sjá meira