Arnar nýtur sín í skemmtilegu umhverfi hjá KA en vill betri aðstöðu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. október 2020 15:01 Arnar Grétarsson gerði ekkert endilega fyrir því að vera áfram með KA en snerist svo hugur. vísir/getty Arnar Grétarsson kveðst ánægður með að halda áfram sem þjálfari KA en í dag var greint frá því að hann hefði skrifað undir tveggja ára samning við félagið. Hann hefur kunnað vel sig þá mánuði sem hann hefur starfað hjá KA en gerði ekki endilega ráð fyrir því að gera áframhaldandi samning við félagið. „Þetta er bara nýskeð. Eins og ég hef alltaf sagt ætluðum við að setjast niður þegar við værum komnir á öruggan stað í deildinni og athuga hvort það væri ekki grundvöllur fyrir áframhaldi. Við byrjuðum að ræða saman í byrjun vikunnar. Þetta tók ekki langan tíma því ég held að báðir aðilar hafi verið sáttir við samstarfið,“ sagði Arnar í samtali við Vísi í dag. Arnar tók við KA af Óla Stefáni Flóventssyni í júlí. Hann hefur stýrt KA í þrettán leikjum í Pepsi Max-deildinni; þrír þeirra hafa unnist, níu endað með jafntefli og aðeins einn tapast. KA er í 7. sæti deildarinnar. Vinnur með skemmtilegu fólki „Ég held að ég hafi sagt það í byrjun, að þegar ég kom hingað og skrifaði undir, átti ég ekki von á því að vera lengur en þennan þrjá og hálfa mánuð. En svo breytast hlutirnir þegar þú kynnist fólki. Fyrir mig skiptir miklu máli að vinna með skemmtilegu fólki og í skemmtilegu umhverfi og það er þannig hjá KA. Og það gerði það að verkum að ég ákvað að vera áfram. Það er fyrst og fremst vegna fólksins sem ég er að vinna með,“ sagði Arnar. „Ég hef haft mjög gaman að þessum tíma þótt það sé ekki auðvelt að vera ekki með fjölskylduna með sér. Maður þekkir það eftir að hafa verið erlendis en núna ertu nær og það er hægt að skjótast á milli þótt það sé aldrei eins.“ Eina leiðin að fá gervigrasvöll Arnar segir að aðstöðuleysi hái KA og vonast til að liðið geti fengið heimavöll með gervigrasi sem allra fyrst. „Aðstöðuleysi KA kom mér töluvert á óvart. Ég veit að það er verið að vinna í því á fullu bak við tjöldin að reyna að koma þeim hlutum í lag. Að mínu viti er eina leiðin fyrir lið á Akureyri að fá gervigrasvöll sem hægt er að nota allt árið um kring. Að vera með venjulegan völl er of erfitt og eiginlega ekki hægt. Maður krossleggur fingur að við gætum verið komnir með völl á næsta ári,“ sagði Arnar. Spennandi ungir strákar í KA Hann segir KA-menn séu ekki farnir að hugsa mikið út í næsta tímabil, en þó eitthvað. „Markmiðið er að styrkja hópinn og fá leikmenn inn. Við höfum aðeins farið í gegnum það og það verða eflaust einhverjar breytingar. Það eru mjög margir spennandi ungir strákar í KA og verið að setja upp skemmtilegt umhverfi fyrir þá, þar sem þeir geta æft eins og atvinnumenn. Markmiðið er að styrkja hópinn og gera betur en í ár,“ sagði Arnar. „En þetta mót er ekki einu sinni búið og það er svolítið í það næsta. Þetta eru skrítnir tímar. Maður veit ekkert hvenær, eða hvort, þessir síðustu fjórir leikir fara fram.“ Vill bæta sóknarleikinn Eins og áður sagði hefur KA gengið vel undir stjórn Arnars. Liðið hefur spilað sterkan varnarleik og sóknin hefur orðið betri eftir því sem liðið hefur á tímabilið. „Ég er sáttur með mjög margt en það eru hlutir sem við þurfum að vinna í, að skapa enn fleiri færi og nýta færin betur. Við erum mjög sáttir með vinnusemina í liðinu og holninguna á því í nánast öllum leikjum. Við erum líka alltaf að verða betri í umskiptum, þegar þú vinnur boltann eða tapar honum,“ sagði Arnar að endingu. Pepsi Max-deild karla KA Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Fótbolti Fleiri fréttir Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Sjá meira
Arnar Grétarsson kveðst ánægður með að halda áfram sem þjálfari KA en í dag var greint frá því að hann hefði skrifað undir tveggja ára samning við félagið. Hann hefur kunnað vel sig þá mánuði sem hann hefur starfað hjá KA en gerði ekki endilega ráð fyrir því að gera áframhaldandi samning við félagið. „Þetta er bara nýskeð. Eins og ég hef alltaf sagt ætluðum við að setjast niður þegar við værum komnir á öruggan stað í deildinni og athuga hvort það væri ekki grundvöllur fyrir áframhaldi. Við byrjuðum að ræða saman í byrjun vikunnar. Þetta tók ekki langan tíma því ég held að báðir aðilar hafi verið sáttir við samstarfið,“ sagði Arnar í samtali við Vísi í dag. Arnar tók við KA af Óla Stefáni Flóventssyni í júlí. Hann hefur stýrt KA í þrettán leikjum í Pepsi Max-deildinni; þrír þeirra hafa unnist, níu endað með jafntefli og aðeins einn tapast. KA er í 7. sæti deildarinnar. Vinnur með skemmtilegu fólki „Ég held að ég hafi sagt það í byrjun, að þegar ég kom hingað og skrifaði undir, átti ég ekki von á því að vera lengur en þennan þrjá og hálfa mánuð. En svo breytast hlutirnir þegar þú kynnist fólki. Fyrir mig skiptir miklu máli að vinna með skemmtilegu fólki og í skemmtilegu umhverfi og það er þannig hjá KA. Og það gerði það að verkum að ég ákvað að vera áfram. Það er fyrst og fremst vegna fólksins sem ég er að vinna með,“ sagði Arnar. „Ég hef haft mjög gaman að þessum tíma þótt það sé ekki auðvelt að vera ekki með fjölskylduna með sér. Maður þekkir það eftir að hafa verið erlendis en núna ertu nær og það er hægt að skjótast á milli þótt það sé aldrei eins.“ Eina leiðin að fá gervigrasvöll Arnar segir að aðstöðuleysi hái KA og vonast til að liðið geti fengið heimavöll með gervigrasi sem allra fyrst. „Aðstöðuleysi KA kom mér töluvert á óvart. Ég veit að það er verið að vinna í því á fullu bak við tjöldin að reyna að koma þeim hlutum í lag. Að mínu viti er eina leiðin fyrir lið á Akureyri að fá gervigrasvöll sem hægt er að nota allt árið um kring. Að vera með venjulegan völl er of erfitt og eiginlega ekki hægt. Maður krossleggur fingur að við gætum verið komnir með völl á næsta ári,“ sagði Arnar. Spennandi ungir strákar í KA Hann segir KA-menn séu ekki farnir að hugsa mikið út í næsta tímabil, en þó eitthvað. „Markmiðið er að styrkja hópinn og fá leikmenn inn. Við höfum aðeins farið í gegnum það og það verða eflaust einhverjar breytingar. Það eru mjög margir spennandi ungir strákar í KA og verið að setja upp skemmtilegt umhverfi fyrir þá, þar sem þeir geta æft eins og atvinnumenn. Markmiðið er að styrkja hópinn og gera betur en í ár,“ sagði Arnar. „En þetta mót er ekki einu sinni búið og það er svolítið í það næsta. Þetta eru skrítnir tímar. Maður veit ekkert hvenær, eða hvort, þessir síðustu fjórir leikir fara fram.“ Vill bæta sóknarleikinn Eins og áður sagði hefur KA gengið vel undir stjórn Arnars. Liðið hefur spilað sterkan varnarleik og sóknin hefur orðið betri eftir því sem liðið hefur á tímabilið. „Ég er sáttur með mjög margt en það eru hlutir sem við þurfum að vinna í, að skapa enn fleiri færi og nýta færin betur. Við erum mjög sáttir með vinnusemina í liðinu og holninguna á því í nánast öllum leikjum. Við erum líka alltaf að verða betri í umskiptum, þegar þú vinnur boltann eða tapar honum,“ sagði Arnar að endingu.
Pepsi Max-deild karla KA Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Fótbolti Fleiri fréttir Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Sjá meira