Eflum þjónustu og stuðning við börn sem sætt hafa ofbeldi Ásmundur Einar Daðason skrifar 9. október 2020 10:00 Erfiðleikar og áföll í samfélögum, líkt og Covid-19 faraldurinn sem við og heimurinn allur höfum glímt við lungann úr þessu ári, auka hættuna á ofbeldi gegn börnum og við höfum því miður séð aukningu í þá átt hér á landi á undanförnum mánuðum. Þó að Covid-19 veiran virðist ekki herja á börn með sama hætti og ýmsa aðra hópa þá stöndum við engu að síður fyrir framan miklum áskorunum af völdum faraldursins á öryggi og velferð barna. Daglegt líf fjölskyldna hefur breyst mikið á undanförnum mánuðum og sóttvarnaraðgerðir hafa, þrátt fyrir mikilvægi sitt, raskað rútínu og öryggi margra barna. Í gær undirrituðum við dómsmálaráðherra styrk til Barnahúss, sem sinnir málefnum barna sem sætt hafa kynferðislegu eða líkamlegu ofbeldi, að upphæð 35 milljónir króna sem nýtist til styttingar biðlista ásamt því að efla starfsemina verulega. Styrkurinn er liður í aðgerðapakka stjórnvalda sem settur var saman til þess að bregðast við afleiðingum Covid-19 faraldursins og er afurð vinnu aðgerðateymis gegn ofbeldi sem skipað var í maí af okkur dómsmálaráðherra. Styrkurinn gerir Barnahúsi kleift að fjölga ráðgjöfum og þannig stytta biðlista, en um fimm mánaða biðlisti er sem stendur eftir þjónustu Barnahúss. Fyrsta greiðsla vegna styrksins var veitt í sumar og hefur nýr ráðgjafi þegar hafið störf. Ásókn í þjónustu Barnahúss hefur aukist undanfarna mánuði, auk þess sem þjónustan hefur verið útvíkkuð til að sinna einnig börnum sem sætt hafa líkamlegu ofbeldi. Þá mun styrkurinn nýtast til að tryggja betur aðgengi að þjónustu óháð staðsetningu skjólstæðinga og starfsmanna, en Covid-19 faraldurinn hefur sýnt fram á nauðsyn þess. Ofbeldi gegn börnum hefur alltaf alvarlegar afleiðingar og það krefst þess að við tryggjum hraða málsmeðferð og fullnægjandi stuðning við þau börn sem orðið hafa fyrir ofbeldi og fjölskyldur þeirra. Með því að styrkja við starfsemi Barnahúss eflum við þjónustu og stuðning við þau börn sem sætt hafa ofbeldi, ásamt því að stytta biðina eftir hjálp sem er gríðarlega mikilvægt. Höfundur er félags- og barnamálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásmundur Einar Daðason Ofbeldi gegn börnum Félagsmál Réttindi barna Mest lesið „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Skoðun Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Sjá meira
Erfiðleikar og áföll í samfélögum, líkt og Covid-19 faraldurinn sem við og heimurinn allur höfum glímt við lungann úr þessu ári, auka hættuna á ofbeldi gegn börnum og við höfum því miður séð aukningu í þá átt hér á landi á undanförnum mánuðum. Þó að Covid-19 veiran virðist ekki herja á börn með sama hætti og ýmsa aðra hópa þá stöndum við engu að síður fyrir framan miklum áskorunum af völdum faraldursins á öryggi og velferð barna. Daglegt líf fjölskyldna hefur breyst mikið á undanförnum mánuðum og sóttvarnaraðgerðir hafa, þrátt fyrir mikilvægi sitt, raskað rútínu og öryggi margra barna. Í gær undirrituðum við dómsmálaráðherra styrk til Barnahúss, sem sinnir málefnum barna sem sætt hafa kynferðislegu eða líkamlegu ofbeldi, að upphæð 35 milljónir króna sem nýtist til styttingar biðlista ásamt því að efla starfsemina verulega. Styrkurinn er liður í aðgerðapakka stjórnvalda sem settur var saman til þess að bregðast við afleiðingum Covid-19 faraldursins og er afurð vinnu aðgerðateymis gegn ofbeldi sem skipað var í maí af okkur dómsmálaráðherra. Styrkurinn gerir Barnahúsi kleift að fjölga ráðgjöfum og þannig stytta biðlista, en um fimm mánaða biðlisti er sem stendur eftir þjónustu Barnahúss. Fyrsta greiðsla vegna styrksins var veitt í sumar og hefur nýr ráðgjafi þegar hafið störf. Ásókn í þjónustu Barnahúss hefur aukist undanfarna mánuði, auk þess sem þjónustan hefur verið útvíkkuð til að sinna einnig börnum sem sætt hafa líkamlegu ofbeldi. Þá mun styrkurinn nýtast til að tryggja betur aðgengi að þjónustu óháð staðsetningu skjólstæðinga og starfsmanna, en Covid-19 faraldurinn hefur sýnt fram á nauðsyn þess. Ofbeldi gegn börnum hefur alltaf alvarlegar afleiðingar og það krefst þess að við tryggjum hraða málsmeðferð og fullnægjandi stuðning við þau börn sem orðið hafa fyrir ofbeldi og fjölskyldur þeirra. Með því að styrkja við starfsemi Barnahúss eflum við þjónustu og stuðning við þau börn sem sætt hafa ofbeldi, ásamt því að stytta biðina eftir hjálp sem er gríðarlega mikilvægt. Höfundur er félags- og barnamálaráðherra.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun