Kielsen rétt slapp undan vantrausti vegna grásleppu Kristján Már Unnarsson skrifar 9. október 2020 06:45 Kim Kielsen í viðtali við Stöð 2 á fundi forsætisráðherra Norðurlandanna í Hörpu í Reykjavík í fyrra. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Vantrauststillögu gegn Kim Kielsen forsætisráðherra var vísað frá með aðeins eins atkvæðis mun á grænlenska þinginu í Nuuk á ellefta tímanum í gærkvöldi eftir sex stunda snarpar umræður. Kielsen heldur því áfram stöðu sinni sem leiðtogi Grænlands en stjórnarandstaðan hafði lagt fram tillögu um vantraust á Kim vegna svokallaðs grásleppumáls. 14 þingmenn samþykktu frávísunartillöguna, sem Aleqa Hammond, fyrrverandi forsætisráðherra, lagði fram fyrir hönd stjórnarmeirihlutans, en 13 þingmenn greiddu atkvæði gegn henni, samkvæmt frétt Sermitsiaq. Athygli vakti að tveir stjórnarþingmenn Siumut, flokksbræður Kims Kielsens, sátu hjá. Vantrauststillagan sjálf kom því ekki til atkvæða. Kim Kielsen tók á móti Guðna Th. Jóhannessyni í fyrrahaust í heimsókn forseta Íslands til Grænlands. Kim fór þá með Guðna í siglingu um Nuukfjörð.Mynd/Forsetaskrifstofan. Grásleppumálið hefur verið eitt heitasta deilumál grænlenskra stjórnmála eftir að það kom upp í vor. Stjórnvöld ákváðu þá að flytja 204 tonn af óveiddum grásleppukvóta ársins 2019 til ársins 2020. Kim Kielsen átti sjálfur fiskibát sem hann leigði sjómanni til grásleppuveiða. Sjálfstæð lögmannsstofa í Nuuk var fyrst fengin til að rannsaka málið eftir að stjórnarandstaðan krafðist þess að upplýst yrði um þátt Kielsens í ákvörðun um grásleppukvótann en vitað var að hann hefði setið fund um málið. Endurskoðunarnefnd fjallaði einnig um málið og í skýrslu hennar frá 7. september er þáttur Kielsens sagður afar gagnrýnisverður, af því er fram kemur í umfjöllun KNR. Athugasemd: Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar var danska orðið „stenbider " ranglega þýtt sem steinbítur en fiskaheitið steinbider er í dönsku notað yfir grásleppu eða hrognkelsi. Danir nota hins vegar orðið „havkat“ um steinbít. Kim Kielsen í sal grænlenska þingsins í Nuuk.Vísir/EPA. Þrír flokkar mynda bandalag um landsstjórn Grænlands, Siumut, Demokraatit og Nunatta Qitornai, og hafa þeir alls 17 þingmenn. Stjórnarandstaða fjögurra flokka er með 14 þingmenn. Kim Kielsen leiddi áður minnihlutastjórn, sem breyttist í meirihlutastjórn í vor, og nánar má lesa um hér: Grænland Norðurslóðir Danmörk Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent Fleiri fréttir Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Sjá meira
Vantrauststillögu gegn Kim Kielsen forsætisráðherra var vísað frá með aðeins eins atkvæðis mun á grænlenska þinginu í Nuuk á ellefta tímanum í gærkvöldi eftir sex stunda snarpar umræður. Kielsen heldur því áfram stöðu sinni sem leiðtogi Grænlands en stjórnarandstaðan hafði lagt fram tillögu um vantraust á Kim vegna svokallaðs grásleppumáls. 14 þingmenn samþykktu frávísunartillöguna, sem Aleqa Hammond, fyrrverandi forsætisráðherra, lagði fram fyrir hönd stjórnarmeirihlutans, en 13 þingmenn greiddu atkvæði gegn henni, samkvæmt frétt Sermitsiaq. Athygli vakti að tveir stjórnarþingmenn Siumut, flokksbræður Kims Kielsens, sátu hjá. Vantrauststillagan sjálf kom því ekki til atkvæða. Kim Kielsen tók á móti Guðna Th. Jóhannessyni í fyrrahaust í heimsókn forseta Íslands til Grænlands. Kim fór þá með Guðna í siglingu um Nuukfjörð.Mynd/Forsetaskrifstofan. Grásleppumálið hefur verið eitt heitasta deilumál grænlenskra stjórnmála eftir að það kom upp í vor. Stjórnvöld ákváðu þá að flytja 204 tonn af óveiddum grásleppukvóta ársins 2019 til ársins 2020. Kim Kielsen átti sjálfur fiskibát sem hann leigði sjómanni til grásleppuveiða. Sjálfstæð lögmannsstofa í Nuuk var fyrst fengin til að rannsaka málið eftir að stjórnarandstaðan krafðist þess að upplýst yrði um þátt Kielsens í ákvörðun um grásleppukvótann en vitað var að hann hefði setið fund um málið. Endurskoðunarnefnd fjallaði einnig um málið og í skýrslu hennar frá 7. september er þáttur Kielsens sagður afar gagnrýnisverður, af því er fram kemur í umfjöllun KNR. Athugasemd: Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar var danska orðið „stenbider " ranglega þýtt sem steinbítur en fiskaheitið steinbider er í dönsku notað yfir grásleppu eða hrognkelsi. Danir nota hins vegar orðið „havkat“ um steinbít. Kim Kielsen í sal grænlenska þingsins í Nuuk.Vísir/EPA. Þrír flokkar mynda bandalag um landsstjórn Grænlands, Siumut, Demokraatit og Nunatta Qitornai, og hafa þeir alls 17 þingmenn. Stjórnarandstaða fjögurra flokka er með 14 þingmenn. Kim Kielsen leiddi áður minnihlutastjórn, sem breyttist í meirihlutastjórn í vor, og nánar má lesa um hér:
Grænland Norðurslóðir Danmörk Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent Fleiri fréttir Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Sjá meira