Samfylkingin segir hægt að skapa allt að sjö þúsund störf Heimir Már Pétursson skrifar 8. október 2020 19:01 Aðgerðarpakki Samfylkingarinnar er upp á 80 milljarða og færi meðal annars í atvinnuskapandi aðgerðir. Þannig ætti nettó kostnaður ríkissjóðs að verða um 50 milljarðar. Stöð 2/Egill Samfylkingin leggur til viðbótaaðgerðir í tengslum við fjárlög næsta árs sem eiga að fjölga störfum um allt að sjö þúsund. Þá verði fyrirtæki styrkt til að ráða til sín fólk sem er á atvinnuleysisskrá. Samfylkingini kynnti í morgun tillögur í fjölmörgum liðum undir heitinu „Ábyrga leiðin" sem koma ættu til viðbótar við þær aðgerðir sem stjórnvöld hafa gripið til vegna afleiðinga kórónufaraldursins. Aðgerðirnar muni kosta 80 milljarða og skapa fimm til sjö þúsund störf. Samfylkingin vill að fyrirtæki verði styrkt til að ráða til sín fólk af atvinnuleysisskrá. Fimm milljarðar fari í grænan nýsköpunarsjóð.Stöð 2/Egill Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar segir flokkinn leggja til að fyrirtæki verði styrkt til að ráða til sín fólk af atvinnuleysisskrá. Þá fái þau tveggja milljón króna afslátt af tryggingagjaldi á næta ári sem komi smærri fyrirtækjum hlutfallslega best. „Í fjárlögum er gert ráð fyrir að atvinnuleysi lækki um eitt prósentustig á næsta ári. Það er ekki boðlegt,“ segir Logi. Þegar tuttugu til þrjátíu þúsund manns séu án atvinnu. Þá verði aukin áhersla á grænar atvinnulausnir. Eru þær eitthvað meira en fyrirsögnin. Hvað er þar undir? „Þær eru meira en fyrirsögnin. Þar eru fimm milljarðar í grænan fjárfestingasjóð sem getur nýst við nýsköpun. Við að þróa áfram og efla fyrirtæki sem vilja hasla sér völl í grænni verðmætasköpun,“ segir Logi. Oddný G. Harðardóttir segir barnabætur byrja að skerðast undir lágmarkslaunum. Samfylkingin vilji að þær byrji ekki að skerðast fyrr en við meðallaun.Mynd/aðsend Oddný G. Harðardóttir þingflokksformaður segir að draga verði verulega úr skerðingum á elli- og örorkulífeyri vegna atvinnutekna og lífeyrir hækki með almennri launaþróun. Atvinnuleysisbætur og barnabætur verði hækkaðar. Viljið þið afnema skerðingar barnabóta algerlega? „Það væri gott markmið að fara sömu leið og norrænu ríkin. En við setjum okkur hóflegt markmið og miðum við að skerðingar hefjist við meðallaun.“ En þær byrja hvar í dag? „Þær byrja undir lágmarkslaunum,“ segir Oddný. Ágúst Ólafur Ágústsson segir að styrkja verði innviði hins opinbera með því að fjölga þar störfum eins og á almenna vinnumarkaðnum.Mynd/aðsend Ágúst Ólafur Ágústsson þingmaður Samfylkingarinnar segir nauðsynlegt að styrkja innviði samfélagsins með fjölgun opinberra starfsmanna rétt eins og fjölgun starfsmanna á almenna markaðnum. „Við höfum um fjögurhundruð hjúkrunarfræðinga sem vantar í kerfið. Okkur vantar um það bil tvö hundruð lögreglumenn. Okkur vantar félagsráðgjafa, sálfræðinga og svo framvegis. Okkur vantar þessar lykilstéttir sem við erum nú þegar búin að mennta inn í kerfið,“ segir Ágúst Ólafur. Samfylkingin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Tengdar fréttir Samfylkingin leggur til 80 milljarða viðbótaraðgerðir Samfylkingin hefur kynnt fjölþættar aðgerðir upp á áttatíu milljarða meðal annars til að fjölga störfum um fimm til átta þúsund á næsta ári. 8. október 2020 11:35 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Samfylkingin leggur til viðbótaaðgerðir í tengslum við fjárlög næsta árs sem eiga að fjölga störfum um allt að sjö þúsund. Þá verði fyrirtæki styrkt til að ráða til sín fólk sem er á atvinnuleysisskrá. Samfylkingini kynnti í morgun tillögur í fjölmörgum liðum undir heitinu „Ábyrga leiðin" sem koma ættu til viðbótar við þær aðgerðir sem stjórnvöld hafa gripið til vegna afleiðinga kórónufaraldursins. Aðgerðirnar muni kosta 80 milljarða og skapa fimm til sjö þúsund störf. Samfylkingin vill að fyrirtæki verði styrkt til að ráða til sín fólk af atvinnuleysisskrá. Fimm milljarðar fari í grænan nýsköpunarsjóð.Stöð 2/Egill Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar segir flokkinn leggja til að fyrirtæki verði styrkt til að ráða til sín fólk af atvinnuleysisskrá. Þá fái þau tveggja milljón króna afslátt af tryggingagjaldi á næta ári sem komi smærri fyrirtækjum hlutfallslega best. „Í fjárlögum er gert ráð fyrir að atvinnuleysi lækki um eitt prósentustig á næsta ári. Það er ekki boðlegt,“ segir Logi. Þegar tuttugu til þrjátíu þúsund manns séu án atvinnu. Þá verði aukin áhersla á grænar atvinnulausnir. Eru þær eitthvað meira en fyrirsögnin. Hvað er þar undir? „Þær eru meira en fyrirsögnin. Þar eru fimm milljarðar í grænan fjárfestingasjóð sem getur nýst við nýsköpun. Við að þróa áfram og efla fyrirtæki sem vilja hasla sér völl í grænni verðmætasköpun,“ segir Logi. Oddný G. Harðardóttir segir barnabætur byrja að skerðast undir lágmarkslaunum. Samfylkingin vilji að þær byrji ekki að skerðast fyrr en við meðallaun.Mynd/aðsend Oddný G. Harðardóttir þingflokksformaður segir að draga verði verulega úr skerðingum á elli- og örorkulífeyri vegna atvinnutekna og lífeyrir hækki með almennri launaþróun. Atvinnuleysisbætur og barnabætur verði hækkaðar. Viljið þið afnema skerðingar barnabóta algerlega? „Það væri gott markmið að fara sömu leið og norrænu ríkin. En við setjum okkur hóflegt markmið og miðum við að skerðingar hefjist við meðallaun.“ En þær byrja hvar í dag? „Þær byrja undir lágmarkslaunum,“ segir Oddný. Ágúst Ólafur Ágústsson segir að styrkja verði innviði hins opinbera með því að fjölga þar störfum eins og á almenna vinnumarkaðnum.Mynd/aðsend Ágúst Ólafur Ágústsson þingmaður Samfylkingarinnar segir nauðsynlegt að styrkja innviði samfélagsins með fjölgun opinberra starfsmanna rétt eins og fjölgun starfsmanna á almenna markaðnum. „Við höfum um fjögurhundruð hjúkrunarfræðinga sem vantar í kerfið. Okkur vantar um það bil tvö hundruð lögreglumenn. Okkur vantar félagsráðgjafa, sálfræðinga og svo framvegis. Okkur vantar þessar lykilstéttir sem við erum nú þegar búin að mennta inn í kerfið,“ segir Ágúst Ólafur.
Samfylkingin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Tengdar fréttir Samfylkingin leggur til 80 milljarða viðbótaraðgerðir Samfylkingin hefur kynnt fjölþættar aðgerðir upp á áttatíu milljarða meðal annars til að fjölga störfum um fimm til átta þúsund á næsta ári. 8. október 2020 11:35 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Samfylkingin leggur til 80 milljarða viðbótaraðgerðir Samfylkingin hefur kynnt fjölþættar aðgerðir upp á áttatíu milljarða meðal annars til að fjölga störfum um fimm til átta þúsund á næsta ári. 8. október 2020 11:35