Verkfall í Noregi gæti stöðvað fjórðung olíuframleiðslu Kjartan Kjartansson skrifar 8. október 2020 14:34 Ef fram fer sem horfir gæti þurft að stöðva framleiðslu á John Sverdrup-olíuborpallinum, þeim stærsta í Norðursjó í næstu viku. Þar er hátt í hálf milljón tunna af hráolíu framleidd á dag. Vísir/EPA Framleiðsla á olíu og gasi gæti dregist saman um allt að fjórðung vegna verkfalls starfsmanna í olíuiðnaði í Noregi. Heimsmarkaðsverð á olíu gæti hækkað fyrir vikið. Norska ríkisstjórnin ætlar ekki að grípa inn í verkfallið eins og sakir standa. Viðræður verkalýðsfélags olíuverkamanna og Norska olíu- og gassambandsins fóru út um þúfur 30. september. Sex olíu- og gasborpöllum var lokað vegna verkfallsaðgerða á mánudag. Framleiðslan dróst þá saman um 8% eða um 330.000 tunnur af olíu á dag. Tillögur gengu á milli deiluaðila í gær og stóð til að ræða þær á fundum í dag. Audun Ingvartsen, leiðtogi verkalýðsfélagsins Lederne, segir enn mögulega að ná annað hvort skammtíma- eða langtímalausn. „Ef enginn samningur næst herðum við verkfallsaðgerðirnar auðvitað,“ segir hann við Reuters-fréttastofuna. Norska ríkisstjórnin hefur sagt verkfallsaðgerðirnar lögmætar en að hún fylgist grannt með þróun mála. Verkfall olíustarfsmanna var stöðvað með lagasetningu árið 2012. Þá hafði verkfall staðið í sextán daga og útlit var fyrir að öll olíu- og gasframleiðsla stöðvaðist. Olíuverkamennirnir krefjast þess að starfsmenn í stjórnstöðum á landi fái sömu laun og vinnuaðstæður og þeir sem starfa á olíuborpöllum á hafi úti. Þá krefjast þeir meiri launahækkana en olíufyrirtækin eru tilbúin að bjóða. Útlit er nú fyrir að fleiri olíu- og gasborpöllum verði lokað vegna verkfallsins í dag og í næstu viku. Alls gæti framleiðslan þá dregist saman um hátt í milljón tunnur á dag. Noregur Bensín og olía Loftslagsmál Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Framleiðsla á olíu og gasi gæti dregist saman um allt að fjórðung vegna verkfalls starfsmanna í olíuiðnaði í Noregi. Heimsmarkaðsverð á olíu gæti hækkað fyrir vikið. Norska ríkisstjórnin ætlar ekki að grípa inn í verkfallið eins og sakir standa. Viðræður verkalýðsfélags olíuverkamanna og Norska olíu- og gassambandsins fóru út um þúfur 30. september. Sex olíu- og gasborpöllum var lokað vegna verkfallsaðgerða á mánudag. Framleiðslan dróst þá saman um 8% eða um 330.000 tunnur af olíu á dag. Tillögur gengu á milli deiluaðila í gær og stóð til að ræða þær á fundum í dag. Audun Ingvartsen, leiðtogi verkalýðsfélagsins Lederne, segir enn mögulega að ná annað hvort skammtíma- eða langtímalausn. „Ef enginn samningur næst herðum við verkfallsaðgerðirnar auðvitað,“ segir hann við Reuters-fréttastofuna. Norska ríkisstjórnin hefur sagt verkfallsaðgerðirnar lögmætar en að hún fylgist grannt með þróun mála. Verkfall olíustarfsmanna var stöðvað með lagasetningu árið 2012. Þá hafði verkfall staðið í sextán daga og útlit var fyrir að öll olíu- og gasframleiðsla stöðvaðist. Olíuverkamennirnir krefjast þess að starfsmenn í stjórnstöðum á landi fái sömu laun og vinnuaðstæður og þeir sem starfa á olíuborpöllum á hafi úti. Þá krefjast þeir meiri launahækkana en olíufyrirtækin eru tilbúin að bjóða. Útlit er nú fyrir að fleiri olíu- og gasborpöllum verði lokað vegna verkfallsins í dag og í næstu viku. Alls gæti framleiðslan þá dregist saman um hátt í milljón tunnur á dag.
Noregur Bensín og olía Loftslagsmál Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira