Fréttatími Stöðvar 2 verður sendur út klukkan 18 í kvöld, eða hálftíma fyrr en venjulega, vegna landsleiks Íslands og Rúmena í knattspyrnu. Landsleikurinn hefst klukkan 18:45, verður í beinni útsendingu á Stöð 2 í opinni dagskrá.
Vegleg upphitun verður fyrir leikinn á Stöð 2 Sport frá klukkan 17:45 þar sem Kjartan Atli Kjartansson fær til sín sérfræðinga fyrir leikinn mikilvæga. Ríkharð Óskar Guðnason og Hjörvar Hafliðason verða á hlaupabrautinni og spá í spilin.
Þá verður sömuleiðis farið ítarlega yfir leikinn að honum loknum.
Karlandslið Íslands er tveimur leikjum frá því að tryggja sér sæti í lokakeppni stórmóts í þriðja sinn. Liðið sló í gegn á EM í Frakklandi 2016 og komst í lokakeppni HM í Rússlandi 2020. Nú er EM næsta sumar markmiðið.
Þeir sem eiga ekki kost á að horfa á leikinn geta fylgst með gangi mála í textalýsingu hér á Vísi.