Fundu lyfjaleifar við Klettagarða, í Tjörninni og í Kópavogslæk Kjartan Kjartansson skrifar 8. október 2020 12:11 Sænskir vísindamenn við sýnatöku við Klettagarða. Umhverfisstofnun Leifar af ýmsum lyfjum og hormónum fundust í sýnum sem voru tekin úr hafinu við Kletttagarði í Reykjavík, í Tjörninni og í Kópavogslæk. Efnin eru á evrópskum vaktlista yfir efni sem eru talin ógn við vatnaumhverfi. Þrjú efni af sextán sem eru á vaktlista Evrópusambandsins fundust við sýnatökurnar hér. Það voru Ciprofloxacin og Diclofenac sem finnast í sýkla- og bólgueyðandi lyfjum. Þá fannst kvenhormónið estrógen í öllum sýnunum sem voru tekin. Engin skordýra- eða plöntuvarnarefni á listanum fundust hér, að því er segir í tilkynningu Umhverfisstofnunar. Aðalbjörg Birna Guttormsdóttir, verkefnisstjóri vatnaumhverfis hjá Umhverfisstofnun, segir að lyfjaleifarnar berist að öllum líkindum út í yfirborðsvatn úr fráveitu. Við Klettagarða sé aðalfráveituuppsprettan í Reykjavík og leifar sem finnast í Tjörninni og Kópavogslæk benda til þess að gamlar fráveitulagnir leki. „Það eru gamlar lagnir allt þarna í kring. Ég veit að það hefur verið farið í framkvæmdir á lögnum bæði í Kópavogi og í kringum Tjörnina til að koma í veg fyrir leka en það er greinilega ennþá vinna sem þarf að fara þarna fram. Það eru gamlar lagnir sérstaklega í miðbæ Reykjavíkur,“ segir hún. Í flestum tilfellum segir Aðalbjörg að fólk skili lyfjunum út í fráveitukerfið í gegnum þvag en einnig sé mögulegt að einhverjir losi sig við leifar af lyfjum ofan í klósettið. Beinir hún því til fólks að gera það alls ekki og koma öllum afgangslyfjum í apótek sem tryggja að þeim sé fargað á öruggan hátt. Efnin sem fundust við skimunina komu úr alls konar lyfjum, þar á meðal sé mikið af kynhormónum, flogaveikislyfjum, geðlyfjum, sýklalyfjum og bólgueyðandi lyfjum. Aðalbjörg segir að estrógenið sem fannst í öllum sýnunum sé líklega upprunið í getnaðarvarnapillunni. Alls fundust níu efni sem eru á vaktlista sænskra yfirvalda í sýnunum. Þar á meðal voru efni sem er að finna í geðlyfjum, hjarta- og blóðþrýstingslyfjum, sýklalyfjum og lyfjum sem eru tekin við sveppasýkingum og kynsjúkdómum. Getur raskað hegðun dýra Vísbendingar eru um að efnin á vaktlistunum geti haft skaðleg áhrif á lífríki í hafi og vötnum. Tilgangur mælinganna er meðal annars að meta útbreiðslu lyfjaleifa og áhrif þeirra á lífríkið betur. Aðalbjörg segir að nýleg rannsókn í Noregi bendi til þess að ákveðin geðlyf geti raskað hegðun sandsíla. Þau verði svifaseinni og því líklegri til þess að verða öðrum dýrum að bráð. Helsta áhyggjuefni segir Aðalbjörg svonefnd kokteiláhrif, þegar leifar úr ólíkum lyfjum blandast saman í vatni. „Þá er lífríkið útsett fyrir mörgum lyfjum og margvísleg áhrif geta komið fram. Það er bara illa þekkt en það eru vísbendingar um að það sé skaðlegt,“ segir hún. Önnur hætta er að lyfjaónæmar bakteríur berist út í umhverfið samhliða lyfjaleifunum. Vaxandi áhyggjur eru af bakteríum sem hefðbundin lyf eins og sýklalyfið pensilín bíta ekki á. „Ef lyfjaónæmar bakteríur komast aftur til baka til okkar, til dæmis í gegnum fisk sem við neytum og fáum aftur inn í líkamann, getur það valdið lyfjaónæmi hjá mönnum,“ segir hún. Rannsóknir á lyfjaleifum í vatni á Íslandi eru tiltölulega skammt á veg komnar en þetta var aðeins í annað skipti sem sýnataka af þessu tagi fer fram. Árið 2018 voru sýni tekin í sjónum við Klettagarða, í Varmá neðan við Hveragerði og við Reykjahlíð á Mývatni. Þá fundust fjögur efni af sextán á evrópska vaktlistanum og fimmtán af þeim sænska. Umhverfismál Lyf Reykjavík Kópavogur Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Erlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Fleiri fréttir Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Sjá meira
Leifar af ýmsum lyfjum og hormónum fundust í sýnum sem voru tekin úr hafinu við Kletttagarði í Reykjavík, í Tjörninni og í Kópavogslæk. Efnin eru á evrópskum vaktlista yfir efni sem eru talin ógn við vatnaumhverfi. Þrjú efni af sextán sem eru á vaktlista Evrópusambandsins fundust við sýnatökurnar hér. Það voru Ciprofloxacin og Diclofenac sem finnast í sýkla- og bólgueyðandi lyfjum. Þá fannst kvenhormónið estrógen í öllum sýnunum sem voru tekin. Engin skordýra- eða plöntuvarnarefni á listanum fundust hér, að því er segir í tilkynningu Umhverfisstofnunar. Aðalbjörg Birna Guttormsdóttir, verkefnisstjóri vatnaumhverfis hjá Umhverfisstofnun, segir að lyfjaleifarnar berist að öllum líkindum út í yfirborðsvatn úr fráveitu. Við Klettagarða sé aðalfráveituuppsprettan í Reykjavík og leifar sem finnast í Tjörninni og Kópavogslæk benda til þess að gamlar fráveitulagnir leki. „Það eru gamlar lagnir allt þarna í kring. Ég veit að það hefur verið farið í framkvæmdir á lögnum bæði í Kópavogi og í kringum Tjörnina til að koma í veg fyrir leka en það er greinilega ennþá vinna sem þarf að fara þarna fram. Það eru gamlar lagnir sérstaklega í miðbæ Reykjavíkur,“ segir hún. Í flestum tilfellum segir Aðalbjörg að fólk skili lyfjunum út í fráveitukerfið í gegnum þvag en einnig sé mögulegt að einhverjir losi sig við leifar af lyfjum ofan í klósettið. Beinir hún því til fólks að gera það alls ekki og koma öllum afgangslyfjum í apótek sem tryggja að þeim sé fargað á öruggan hátt. Efnin sem fundust við skimunina komu úr alls konar lyfjum, þar á meðal sé mikið af kynhormónum, flogaveikislyfjum, geðlyfjum, sýklalyfjum og bólgueyðandi lyfjum. Aðalbjörg segir að estrógenið sem fannst í öllum sýnunum sé líklega upprunið í getnaðarvarnapillunni. Alls fundust níu efni sem eru á vaktlista sænskra yfirvalda í sýnunum. Þar á meðal voru efni sem er að finna í geðlyfjum, hjarta- og blóðþrýstingslyfjum, sýklalyfjum og lyfjum sem eru tekin við sveppasýkingum og kynsjúkdómum. Getur raskað hegðun dýra Vísbendingar eru um að efnin á vaktlistunum geti haft skaðleg áhrif á lífríki í hafi og vötnum. Tilgangur mælinganna er meðal annars að meta útbreiðslu lyfjaleifa og áhrif þeirra á lífríkið betur. Aðalbjörg segir að nýleg rannsókn í Noregi bendi til þess að ákveðin geðlyf geti raskað hegðun sandsíla. Þau verði svifaseinni og því líklegri til þess að verða öðrum dýrum að bráð. Helsta áhyggjuefni segir Aðalbjörg svonefnd kokteiláhrif, þegar leifar úr ólíkum lyfjum blandast saman í vatni. „Þá er lífríkið útsett fyrir mörgum lyfjum og margvísleg áhrif geta komið fram. Það er bara illa þekkt en það eru vísbendingar um að það sé skaðlegt,“ segir hún. Önnur hætta er að lyfjaónæmar bakteríur berist út í umhverfið samhliða lyfjaleifunum. Vaxandi áhyggjur eru af bakteríum sem hefðbundin lyf eins og sýklalyfið pensilín bíta ekki á. „Ef lyfjaónæmar bakteríur komast aftur til baka til okkar, til dæmis í gegnum fisk sem við neytum og fáum aftur inn í líkamann, getur það valdið lyfjaónæmi hjá mönnum,“ segir hún. Rannsóknir á lyfjaleifum í vatni á Íslandi eru tiltölulega skammt á veg komnar en þetta var aðeins í annað skipti sem sýnataka af þessu tagi fer fram. Árið 2018 voru sýni tekin í sjónum við Klettagarða, í Varmá neðan við Hveragerði og við Reykjahlíð á Mývatni. Þá fundust fjögur efni af sextán á evrópska vaktlistanum og fimmtán af þeim sænska.
Umhverfismál Lyf Reykjavík Kópavogur Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Erlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Fleiri fréttir Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Sjá meira