Nýi leikmaður Manchester United sagður þurfa að fara í tveggja vikna sóttkví Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. október 2020 10:30 Edinson Cavani með verðlaun sem hann fékk fyrir að skora sitt tvöhundruðasta mark fyrir Paris Saint-Germain liðið. Getty/Aurelien Meunier Það er eitthvað í það að Úrúgvæmaðurinn Edinson Cavani spili sinn fyrsta leik með liði Manchester United. Edinson Cavani samdi við Manchester United rétt fyrir lok leikmannagluggans en hann kemur til enska úrvalsdeildarliðsins á frjálsri sölu þar sem samningur hans við Paris Saint-Germain var runninn út. Edinson Cavani hefur verið berskjaldaður fyrir kórónuveirunni þar sem hann hefur ekki verið innan sóttvarnarbubblu íþróttaliðs síðan hann yfirgaf herbúðir Paris Saint-Germain í júní. Manchester United may be waiting for Edinson Cavani for a little longer...His debut is likely to be delayed by Covid-19 regulations.More: https://t.co/eAtYt3Cyxd pic.twitter.com/jQ7pJiVza6— BBC Sport (@BBCSport) October 7, 2020 Þetta þýðir að þegar Edinson Cavani lendir í Manchester á sunnudaginn þá bíður hans væntanlega fjórtán daga sóttkví. Manchester United mun þó leita eftir nánari útskýringa um hvernig þessu verður háttað en þeir gætu bent á íslensku leiðina og sent hann í tvö kórónuveirupróf með fimm daga millibili. Manchester United spilar sinn fyrsta leik eftir landsleikjahlé á móti Newcastle 17. október næstkomandi. United hefði þegið það að geta notað Edinson Cavani í þeim leik þar sem Anthony Martial tekur út leikbann í þessum leik á St James' Park. Edinson Cavani má auðvitað ekki æfa með nýju liðsfélögunum sínum á meðan hann klárar sóttkví og missir væntanlega líka af Meistaradeildarleik á móti sínu gamla félagi Paris Saint-Germain sem verður spilaður 20. október. Edinson Cavani has become Man United's new No. 7.They've had some pretty special ones in the past pic.twitter.com/iWCGwREfBT— ESPN UK (@ESPNUK) October 6, 2020 Cavani verður ekki fyrsti fótboltamaðurinn til að fara í svona sóttkví. Enski landsliðsfyrirliðinn Harry Kane þurfti að fara í fjórtán daga sóttkví í ágúst eftir að hafa komið heim úr fríi frá Barbados. Það verður fróðlegt að sjá hvernig Edinson Cavani spjarar sig hjá Manchester United en þessi 33 ára gamli framherji skoraði 200 mörk í 301 leik í öllum keppnum með Paris Saint-Germain frá 2013 til 2020 og þar áður 104 mörk í 138 leikjum á þremur árum með Napoli. Enski boltinn Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Sjá meira
Það er eitthvað í það að Úrúgvæmaðurinn Edinson Cavani spili sinn fyrsta leik með liði Manchester United. Edinson Cavani samdi við Manchester United rétt fyrir lok leikmannagluggans en hann kemur til enska úrvalsdeildarliðsins á frjálsri sölu þar sem samningur hans við Paris Saint-Germain var runninn út. Edinson Cavani hefur verið berskjaldaður fyrir kórónuveirunni þar sem hann hefur ekki verið innan sóttvarnarbubblu íþróttaliðs síðan hann yfirgaf herbúðir Paris Saint-Germain í júní. Manchester United may be waiting for Edinson Cavani for a little longer...His debut is likely to be delayed by Covid-19 regulations.More: https://t.co/eAtYt3Cyxd pic.twitter.com/jQ7pJiVza6— BBC Sport (@BBCSport) October 7, 2020 Þetta þýðir að þegar Edinson Cavani lendir í Manchester á sunnudaginn þá bíður hans væntanlega fjórtán daga sóttkví. Manchester United mun þó leita eftir nánari útskýringa um hvernig þessu verður háttað en þeir gætu bent á íslensku leiðina og sent hann í tvö kórónuveirupróf með fimm daga millibili. Manchester United spilar sinn fyrsta leik eftir landsleikjahlé á móti Newcastle 17. október næstkomandi. United hefði þegið það að geta notað Edinson Cavani í þeim leik þar sem Anthony Martial tekur út leikbann í þessum leik á St James' Park. Edinson Cavani má auðvitað ekki æfa með nýju liðsfélögunum sínum á meðan hann klárar sóttkví og missir væntanlega líka af Meistaradeildarleik á móti sínu gamla félagi Paris Saint-Germain sem verður spilaður 20. október. Edinson Cavani has become Man United's new No. 7.They've had some pretty special ones in the past pic.twitter.com/iWCGwREfBT— ESPN UK (@ESPNUK) October 6, 2020 Cavani verður ekki fyrsti fótboltamaðurinn til að fara í svona sóttkví. Enski landsliðsfyrirliðinn Harry Kane þurfti að fara í fjórtán daga sóttkví í ágúst eftir að hafa komið heim úr fríi frá Barbados. Það verður fróðlegt að sjá hvernig Edinson Cavani spjarar sig hjá Manchester United en þessi 33 ára gamli framherji skoraði 200 mörk í 301 leik í öllum keppnum með Paris Saint-Germain frá 2013 til 2020 og þar áður 104 mörk í 138 leikjum á þremur árum með Napoli.
Enski boltinn Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Sjá meira