Jólasveinninn er dáinn Arna Pálsdóttir skrifar 8. október 2020 08:01 „Jólasveinninn er dáinn, covid drap hann,“ sagði 4 ára dóttir mín upp úr þurru og starði djúpt í augun á mér. Mér varð fljótt ljóst að hún var ekki að tala um veikindi jólasveinsins sem er við völd í Bandaríkjunum, heldur hinn raunverulega jólasvein, son Grýlu og Leppalúða. Ég fann strax að niðurstaðan um mögulegt andlát jólasveinsins myndi ráðast af mínu næsta skrefi. Bein í baki og kokhraust horfði ég beint í augun á henni og sagði „Nei elskan, jólasveinninn er ekki dáinn“. Þegar hún innti mig eftir staðfestingu á því var svarið auðvelt. „Hann sagði mér það sjálfur, ég þekki hann!“ Mín kona varð alsæl, enginn efi, enginn vafi – Jólasveinninn lifir. Hún gekk róleg til annarra verka og skildi mig eftir með hugsunum mínum. Ég upplifði einhvern mátt sem lyfti mér á hærra plan. Ég bjargaði lífi jólasveinsins með einni (kannski tveimur) einföldum setningum! Höldum áfram. Ég er mjög jákvæð og bjartsýn manneskja að eðlisfari. Hins vegar hef ég aldrei sérstaklega fílað hana Pollýönnu. Kannski er það af því að ég er lögfræðingur og mér finnst hún alltaf eitthvað órökrétt. Ég meina, hver er alltaf jákvæður? Hún segir bara eitthvað næs án þess að gera nokkurt grein fyrir orðum sínum eða sjálfri sér við allar aðstæður. Hún er örugglega fín, við myndum bara aldrei hanga mikið saman. Og bara í þessum þrönga lokaða þá er ég nokkuð viss um að hún sé á einhverjum lyfjum. Allavega. Ég rek mína jákvæðni til þeirrar miklu trúar sem ég hef á fólki. Ég hef óbyljandi trú á fólki. Þeir sem mig þekkja vita að áhugi minn á mannlegu eðli og atgervi er á einhverjum blætismörkum. Hvað viljum við? Hvað þurfum við? Af hverju viljum við það sem við viljum? Af hverju gerum við það sem við gerum? Osfrv. Eitt af því sem ég hef rekist á í mínum mjög svo óformlegu rannsóknum í gegnum árin er að það sem við viljum er oftast mjög einfalt. Við viljum t.d. treysta því og trúa sem við okkur er sagt. Það gerir okkur örugg. Við viljum vera 4 ára og heyra mömmu okkar segja að jólasveinn er ekki dáinn, þrátt fyrir þráðlátan orðróm um annað úr innstu röðum á leikskólanum. Við treystum mömmu – enda myndi hún aldrei segja okkur ósátt. Hún sagði að jólasveinninn væri ekki dáinn, þá er hann ekki dáinn. Svo verðum við fullorðin og þróum (vonandi) með okkur gagnrýna hugsun. Þetta jólasveinadæmi er auðvita ekki að ganga upp. Það er ekki lengur nóg að segja eitthvað við okkur til þess að við trúum því. Við þurfum að treysta viðkomandi upplýsingagjafa og upplýsingunum sjálfum. Það eru hins vegar setningar sem við viljum heyra og þurfum að heyra – sem þó verða ekki sannreyndar með vísindalegum hætti. Það sem skiptir mestu máli hér er að við treystum þeim sem segja þær við okkur. Þetta eru setningar eins og: „Ég sakna þess að hitta þig“, „Þú stendur þig vel“, „Ég skil hvernig þér líður“ og ein af mínum allra mest uppáhalds „Þetta verður allt í lagi“. Þegar manneskja sem við treystum segir þessi orð við okkur þá höfum við tilhneigingu til að trúa henni. Það að trúa henni lætur okkur líða betur, þó ekki nema í þetta litla augnablik. Við lifum á furðulegum tímum, þó ekki lengur fordæmalausum. Við þurfum á hughreystingu að halda. Ekki vanmeta hvað ein lítil setning getur haft mikil áhrif á næsta mann. Láttu samstarfsfélaga þinn vita að þú saknir þess að hitta hann, hughreystu vin og segðu að hann sé að standa sig vel. Sýndu samkennd og segðu við þann sem á því þarf að halda að þú skiljir hann. Og síðast en ekki síst, segðu öllum sem þú hittir að þetta verður allt saman allt í lagi. Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Sjá meira
„Jólasveinninn er dáinn, covid drap hann,“ sagði 4 ára dóttir mín upp úr þurru og starði djúpt í augun á mér. Mér varð fljótt ljóst að hún var ekki að tala um veikindi jólasveinsins sem er við völd í Bandaríkjunum, heldur hinn raunverulega jólasvein, son Grýlu og Leppalúða. Ég fann strax að niðurstaðan um mögulegt andlát jólasveinsins myndi ráðast af mínu næsta skrefi. Bein í baki og kokhraust horfði ég beint í augun á henni og sagði „Nei elskan, jólasveinninn er ekki dáinn“. Þegar hún innti mig eftir staðfestingu á því var svarið auðvelt. „Hann sagði mér það sjálfur, ég þekki hann!“ Mín kona varð alsæl, enginn efi, enginn vafi – Jólasveinninn lifir. Hún gekk róleg til annarra verka og skildi mig eftir með hugsunum mínum. Ég upplifði einhvern mátt sem lyfti mér á hærra plan. Ég bjargaði lífi jólasveinsins með einni (kannski tveimur) einföldum setningum! Höldum áfram. Ég er mjög jákvæð og bjartsýn manneskja að eðlisfari. Hins vegar hef ég aldrei sérstaklega fílað hana Pollýönnu. Kannski er það af því að ég er lögfræðingur og mér finnst hún alltaf eitthvað órökrétt. Ég meina, hver er alltaf jákvæður? Hún segir bara eitthvað næs án þess að gera nokkurt grein fyrir orðum sínum eða sjálfri sér við allar aðstæður. Hún er örugglega fín, við myndum bara aldrei hanga mikið saman. Og bara í þessum þrönga lokaða þá er ég nokkuð viss um að hún sé á einhverjum lyfjum. Allavega. Ég rek mína jákvæðni til þeirrar miklu trúar sem ég hef á fólki. Ég hef óbyljandi trú á fólki. Þeir sem mig þekkja vita að áhugi minn á mannlegu eðli og atgervi er á einhverjum blætismörkum. Hvað viljum við? Hvað þurfum við? Af hverju viljum við það sem við viljum? Af hverju gerum við það sem við gerum? Osfrv. Eitt af því sem ég hef rekist á í mínum mjög svo óformlegu rannsóknum í gegnum árin er að það sem við viljum er oftast mjög einfalt. Við viljum t.d. treysta því og trúa sem við okkur er sagt. Það gerir okkur örugg. Við viljum vera 4 ára og heyra mömmu okkar segja að jólasveinn er ekki dáinn, þrátt fyrir þráðlátan orðróm um annað úr innstu röðum á leikskólanum. Við treystum mömmu – enda myndi hún aldrei segja okkur ósátt. Hún sagði að jólasveinninn væri ekki dáinn, þá er hann ekki dáinn. Svo verðum við fullorðin og þróum (vonandi) með okkur gagnrýna hugsun. Þetta jólasveinadæmi er auðvita ekki að ganga upp. Það er ekki lengur nóg að segja eitthvað við okkur til þess að við trúum því. Við þurfum að treysta viðkomandi upplýsingagjafa og upplýsingunum sjálfum. Það eru hins vegar setningar sem við viljum heyra og þurfum að heyra – sem þó verða ekki sannreyndar með vísindalegum hætti. Það sem skiptir mestu máli hér er að við treystum þeim sem segja þær við okkur. Þetta eru setningar eins og: „Ég sakna þess að hitta þig“, „Þú stendur þig vel“, „Ég skil hvernig þér líður“ og ein af mínum allra mest uppáhalds „Þetta verður allt í lagi“. Þegar manneskja sem við treystum segir þessi orð við okkur þá höfum við tilhneigingu til að trúa henni. Það að trúa henni lætur okkur líða betur, þó ekki nema í þetta litla augnablik. Við lifum á furðulegum tímum, þó ekki lengur fordæmalausum. Við þurfum á hughreystingu að halda. Ekki vanmeta hvað ein lítil setning getur haft mikil áhrif á næsta mann. Láttu samstarfsfélaga þinn vita að þú saknir þess að hitta hann, hughreystu vin og segðu að hann sé að standa sig vel. Sýndu samkennd og segðu við þann sem á því þarf að halda að þú skiljir hann. Og síðast en ekki síst, segðu öllum sem þú hittir að þetta verður allt saman allt í lagi. Höfundur er lögfræðingur.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun