Réttað yfir Rússa sem er talinn hafa myrt fyrir rússneska ríkið Kjartan Kjartansson skrifar 7. október 2020 13:05 Frá upphafi réttarhaldanna í dag. Sakborningurinn hefur að mestu þagað um aðild sína að morðinu á fyrrverandi uppreisnarmanni úr Téténíustríðinu. AP/Odd Andersen Réttarhöld yfir rússneskum manni sem er ákærður fyrir að myrða fyrrverandi uppreisnarmann í Téténíu að skipan stjórnvalda í Kreml hófust í Berlín í dag. Málið er sagt reyna enn á samskipti rússneskra og þýskra stjórnvalda sem eru stirð vegna eiturefnaárásarinnar á Alexei Navalní, rússneskan stjórnarandstöðuleiðtoga. Saksóknarar segja að Vadim Krasikov, 55 ára gamall Rússi, hafi komið til Berlínar í ágúst í fyrra með skipanir frá rússnesku ríkisstjórninni um að ráða Zelimkhan Khangoshvili georgískan borgarar af téténskum ættum af dögum. Georgíumaðurinn hafði barist gegn rússneska hernum í Téténíu. Krasikov hjólaði aftan að fórnarlambi sínu og skaut það með skammbyssu með hljóðdeyfi í Dýragarðinum í miðborg Berlínar um hábjartan dag í ágúst í fyrra. Hann skaut manninn svo tveimur skotum í höfuðið þar sem hann lá á jörðinni. Maðurinn var nálægt vettvangi skömmu eftir morðið og hefur verið í haldi lögreglu síðan þá. Hann á yfir höfði sér lífstíðarfangelsi. Þýsk yfirvöld telja að hann hafi framið morðið fyrir hönd rússneska ríkisins. „Ríkisstofnanir miðstjórnar rússneska alríkisins gáfu sakborningnum samning um að myrða georgískan borgara af téténskum uppruna,“ sagði Ronald Georg, saksóknarinn í málinu, við upphaf réttarhaldanna, að sögn AP-fréttastofunnar. Krasikov hafi þegið samninginn, annað hvort fyrir fé eða vegna þess að hann deildi markmiðum þeirra sem vildu myrða pólitískan óvin fyrir aðild hans að stríðinu í Téténíu og öðrum vopnuðum átökum gegn rússneska alríkinu. Tæknimenn þýsku lögreglunnar á vettvangi morðsins í almenningsgarði í miðborg Berlínar 23. ágúst 2019.Vísir/EPA Kannast ekki við að vera Krasikov Sakborningurinn bar því við í morgun að hann kannaðist ekki við að vera Vadim Krasikov sem er nefndur í ákæru. Hann væri Vadim Sokolov. Þýsk yfirvöld segja að það sé dulnefnið sem hann notaði í sendiför sinni. Rússnesk stjórnvöld neita því að hafa komið nálægt morðinu á uppreisnarmanninum fyrrverandi. Tveimur starfsmönnum rússneska sendiráðsins var vikið úr landi í desember vegna morðsins og vísuðu Rússa á móti tveimur þýskum sendiráðsstarfsmönnum úr Rússlandi. Vladímír Pútín Rússlandsforseti lýsti Khangoshvili sem „ribbalda“ og „morðingja“ og sakaði hann um að hafa drepið fjölda fólks í átökum í Kákakusfjöllum þegar Angela Merkel, kanslari Þýskalands, ræddi við hann um morðið á fundi í París í desember. Spenna ríkir í samskiptum Þýskalands og Rússlands eftir að eitrað var fyrir Navalní í Rússlandi í ágúst. Hann var fluttur á sjúkrahús í Berlín til meðferðar og var útskrifaður þaðan fyrir stuttu. Efnavopnastofnunin (OPCW) staðfesti í gær niðurstöður þýskra, franskra og sænskra yfirvalda um að eitrað hafi verið fyrir Navalní með taugaeitrinu novichok sem var þróað í Sovétríkjunum sálugu. Novichok er sama eitrið og var byrlað Sergei Skrípa, rússneskum fyrrverandi njósnara, og dóttur hans í bænum Salisbury á Englandi í mars árið 2018. Bresk stjórnvöld sökuðu stjórn Pútín um að hafa staðið að tilræðinu en því höfnuðu Rússar. Bresk kona lét lífið þegar hún komst í snertingu við leifar eitursins sem rússnesku tilræðismennirnir skildu eftir sig. Í stjórnartíð Pútín hefur fjöldi blaðamanna, stjórnarandstæðinga og pólitískra andstæðinga forsetans látið lífið við voveiflegar aðstæður. Rússland Þýskaland Tengdar fréttir Efnavopnastofnunin staðfestir að Navalní var byrlað taugaeitur Eitrað var fyrir Alexei Navalní, rússneskum stjórnarandstæðingi, með taugaeitrinu novichok samkvæmt niðurstöðum rannsóknar Alþjóðaefnavopnastofnunarinnar (OPCW). Stofnunin staðfestir niðurstöður þýskra og annarra vestrænna stjórnvalda. 6. október 2020 16:26 Segir að eitrað hafi verið fyrir sér vegna þingkosninga Stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní telur að leyniþjónusta Rússlands hafi eitrað fyrir honum, því yfirvöld í Kreml hafi talið hann vera ógn fyrir þingkosningarnar á næsta ári. 6. október 2020 14:30 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Fleiri fréttir Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Sjá meira
Réttarhöld yfir rússneskum manni sem er ákærður fyrir að myrða fyrrverandi uppreisnarmann í Téténíu að skipan stjórnvalda í Kreml hófust í Berlín í dag. Málið er sagt reyna enn á samskipti rússneskra og þýskra stjórnvalda sem eru stirð vegna eiturefnaárásarinnar á Alexei Navalní, rússneskan stjórnarandstöðuleiðtoga. Saksóknarar segja að Vadim Krasikov, 55 ára gamall Rússi, hafi komið til Berlínar í ágúst í fyrra með skipanir frá rússnesku ríkisstjórninni um að ráða Zelimkhan Khangoshvili georgískan borgarar af téténskum ættum af dögum. Georgíumaðurinn hafði barist gegn rússneska hernum í Téténíu. Krasikov hjólaði aftan að fórnarlambi sínu og skaut það með skammbyssu með hljóðdeyfi í Dýragarðinum í miðborg Berlínar um hábjartan dag í ágúst í fyrra. Hann skaut manninn svo tveimur skotum í höfuðið þar sem hann lá á jörðinni. Maðurinn var nálægt vettvangi skömmu eftir morðið og hefur verið í haldi lögreglu síðan þá. Hann á yfir höfði sér lífstíðarfangelsi. Þýsk yfirvöld telja að hann hafi framið morðið fyrir hönd rússneska ríkisins. „Ríkisstofnanir miðstjórnar rússneska alríkisins gáfu sakborningnum samning um að myrða georgískan borgara af téténskum uppruna,“ sagði Ronald Georg, saksóknarinn í málinu, við upphaf réttarhaldanna, að sögn AP-fréttastofunnar. Krasikov hafi þegið samninginn, annað hvort fyrir fé eða vegna þess að hann deildi markmiðum þeirra sem vildu myrða pólitískan óvin fyrir aðild hans að stríðinu í Téténíu og öðrum vopnuðum átökum gegn rússneska alríkinu. Tæknimenn þýsku lögreglunnar á vettvangi morðsins í almenningsgarði í miðborg Berlínar 23. ágúst 2019.Vísir/EPA Kannast ekki við að vera Krasikov Sakborningurinn bar því við í morgun að hann kannaðist ekki við að vera Vadim Krasikov sem er nefndur í ákæru. Hann væri Vadim Sokolov. Þýsk yfirvöld segja að það sé dulnefnið sem hann notaði í sendiför sinni. Rússnesk stjórnvöld neita því að hafa komið nálægt morðinu á uppreisnarmanninum fyrrverandi. Tveimur starfsmönnum rússneska sendiráðsins var vikið úr landi í desember vegna morðsins og vísuðu Rússa á móti tveimur þýskum sendiráðsstarfsmönnum úr Rússlandi. Vladímír Pútín Rússlandsforseti lýsti Khangoshvili sem „ribbalda“ og „morðingja“ og sakaði hann um að hafa drepið fjölda fólks í átökum í Kákakusfjöllum þegar Angela Merkel, kanslari Þýskalands, ræddi við hann um morðið á fundi í París í desember. Spenna ríkir í samskiptum Þýskalands og Rússlands eftir að eitrað var fyrir Navalní í Rússlandi í ágúst. Hann var fluttur á sjúkrahús í Berlín til meðferðar og var útskrifaður þaðan fyrir stuttu. Efnavopnastofnunin (OPCW) staðfesti í gær niðurstöður þýskra, franskra og sænskra yfirvalda um að eitrað hafi verið fyrir Navalní með taugaeitrinu novichok sem var þróað í Sovétríkjunum sálugu. Novichok er sama eitrið og var byrlað Sergei Skrípa, rússneskum fyrrverandi njósnara, og dóttur hans í bænum Salisbury á Englandi í mars árið 2018. Bresk stjórnvöld sökuðu stjórn Pútín um að hafa staðið að tilræðinu en því höfnuðu Rússar. Bresk kona lét lífið þegar hún komst í snertingu við leifar eitursins sem rússnesku tilræðismennirnir skildu eftir sig. Í stjórnartíð Pútín hefur fjöldi blaðamanna, stjórnarandstæðinga og pólitískra andstæðinga forsetans látið lífið við voveiflegar aðstæður.
Rússland Þýskaland Tengdar fréttir Efnavopnastofnunin staðfestir að Navalní var byrlað taugaeitur Eitrað var fyrir Alexei Navalní, rússneskum stjórnarandstæðingi, með taugaeitrinu novichok samkvæmt niðurstöðum rannsóknar Alþjóðaefnavopnastofnunarinnar (OPCW). Stofnunin staðfestir niðurstöður þýskra og annarra vestrænna stjórnvalda. 6. október 2020 16:26 Segir að eitrað hafi verið fyrir sér vegna þingkosninga Stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní telur að leyniþjónusta Rússlands hafi eitrað fyrir honum, því yfirvöld í Kreml hafi talið hann vera ógn fyrir þingkosningarnar á næsta ári. 6. október 2020 14:30 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Fleiri fréttir Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Sjá meira
Efnavopnastofnunin staðfestir að Navalní var byrlað taugaeitur Eitrað var fyrir Alexei Navalní, rússneskum stjórnarandstæðingi, með taugaeitrinu novichok samkvæmt niðurstöðum rannsóknar Alþjóðaefnavopnastofnunarinnar (OPCW). Stofnunin staðfestir niðurstöður þýskra og annarra vestrænna stjórnvalda. 6. október 2020 16:26
Segir að eitrað hafi verið fyrir sér vegna þingkosninga Stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní telur að leyniþjónusta Rússlands hafi eitrað fyrir honum, því yfirvöld í Kreml hafi talið hann vera ógn fyrir þingkosningarnar á næsta ári. 6. október 2020 14:30