Sjallar eru og verða sjallar Guðmundur Andri Thorsson skrifar 7. október 2020 10:30 Auðvitað er þetta ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. En stundum birtist hún okkur þannig að við veigrum okkur við að kenna aðfarir ráðherra Sjálfstæðisflokksins við þá mætu konu. Þegar við sjáum blika á niðurskurðarhníf gagnvart nauðsynlegri þjónustu; þegar við sjáum ríghaldið í skerðingar sem halda fólki í fátæktargildrum; þegar sveitarfélög eru svelt svo að nærþjónustan er í hættu; þegar stuðningur við einkarekna fjölmiðla er klæðskerasniðinn að Mogganum; þegar staðinn er vörður um gjafakvóta á auðlindanot; þegar átt er í illvígum deilum við fjölmennar umönnunarstéttir; þegar viðraðar eru af dómsmálaráðherra hugmyndir um sérstakar flóttamannabúðir svo að börnin sem hingað leita komist örugglega ekki í skóla og kynnist engum ... Þannig má lengi telja. Mér er minnisstætt ágætt mál sem kom frá ríkisstjórninni í fyrra og verkalýðshreyfingin (og raunar SA líka) hafði troðið upp á hana í lífskjarasamningunum. Það snerist um kennitöluflakk og löngu tímabærar aðgerðir til að taka á þeirri þjóðarskömm. Ég sat í þeirri þingnefndsem vann málið og það var nánast sama hver kom fyrir nefndina: allir aðilar vinnumarkaðarins luku upp einum munni um það hversu brýnt og ágætt málið væri. Það voru aðeins einhverjir lögfræðingar og fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sem reyndust andvígir málinu. Sem dugði til þess að þrátt fyrir nægan tíma komst það aldrei út úr nefndinni vegna andstöðu Sjálfstæðisflokksins. Já auðvitað: þetta er ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttir. En ríkisstjórn hennar er ekki einhver önnur ríkisstjórn en stjórnin sem Sjallar sitja í. Sjallar hætta ekkert að vera Sjallar. Og Sjallar hætta ekki að hugsa um sína.Og hætta ekki að standa vörð um það sem þeir álíta gamlar og góðar hefðir í íslensku viðskiptalífi. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Alþingi Mest lesið Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Sjá meira
Auðvitað er þetta ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. En stundum birtist hún okkur þannig að við veigrum okkur við að kenna aðfarir ráðherra Sjálfstæðisflokksins við þá mætu konu. Þegar við sjáum blika á niðurskurðarhníf gagnvart nauðsynlegri þjónustu; þegar við sjáum ríghaldið í skerðingar sem halda fólki í fátæktargildrum; þegar sveitarfélög eru svelt svo að nærþjónustan er í hættu; þegar stuðningur við einkarekna fjölmiðla er klæðskerasniðinn að Mogganum; þegar staðinn er vörður um gjafakvóta á auðlindanot; þegar átt er í illvígum deilum við fjölmennar umönnunarstéttir; þegar viðraðar eru af dómsmálaráðherra hugmyndir um sérstakar flóttamannabúðir svo að börnin sem hingað leita komist örugglega ekki í skóla og kynnist engum ... Þannig má lengi telja. Mér er minnisstætt ágætt mál sem kom frá ríkisstjórninni í fyrra og verkalýðshreyfingin (og raunar SA líka) hafði troðið upp á hana í lífskjarasamningunum. Það snerist um kennitöluflakk og löngu tímabærar aðgerðir til að taka á þeirri þjóðarskömm. Ég sat í þeirri þingnefndsem vann málið og það var nánast sama hver kom fyrir nefndina: allir aðilar vinnumarkaðarins luku upp einum munni um það hversu brýnt og ágætt málið væri. Það voru aðeins einhverjir lögfræðingar og fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sem reyndust andvígir málinu. Sem dugði til þess að þrátt fyrir nægan tíma komst það aldrei út úr nefndinni vegna andstöðu Sjálfstæðisflokksins. Já auðvitað: þetta er ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttir. En ríkisstjórn hennar er ekki einhver önnur ríkisstjórn en stjórnin sem Sjallar sitja í. Sjallar hætta ekkert að vera Sjallar. Og Sjallar hætta ekki að hugsa um sína.Og hætta ekki að standa vörð um það sem þeir álíta gamlar og góðar hefðir í íslensku viðskiptalífi. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun