Ísland styður við skrifstofu mannréttindafulltrúa Sameinuðu þjóðanna Heimsljós 7. október 2020 10:19 OHCHR Ísland hefur gert samkomulag við skrifstofu mannréttindafulltrúa Sameinuðu þjóðanna (OHCHR) um stuðning við starf hennar fyrir bættum mannréttindum í heiminum. Um er að ræða kjarnaframlag til skrifstofunnar fyrir árið 2020 og leggur grunn að frekara samstarfi Íslands við skrifstofuna á næstu árum. „OHCHR vinnur gríðarlega mikilvægt starf í þágu mannréttinda víða um heim og framlagið er í samræmi við aukna áherslu á mannréttindi í utanríkisstefnu og alþjóðlegri þróunarsamvinnu Íslands,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra. Haraldur Aspelund fastafulltrúi Íslands í Genf skrifar undir samninginn fyrir Íslands hönd. Framlagið sem nú er samið um styrkir meðal annars neyðarstarf OHCHR en skrifstofan er hluti af snemmtæku viðvörunarkerfi Sameinuðu þjóðanna. Hlutverk hennar er að reyna að fyrirbyggja átök með því að beina kastljósinu að mannréttindabrotum sem oft eru undanfari átaka. Skrifstofan hefur einnig í auknum mæli beint kastljósinu að ofsóknum á grundvelli trúarbragða sem fara vaxandi. Framlagi Íslands er ætlað að styrkja starf skrifstofunnar í þeim efnum. Ísland hefur að undanförnu beitt sér sérstaklega fyrir mannréttindum hinsegin fólks í þeim ríkjum heims þar sem þau eru fótum troðin. Ísland hefur meðal annars áður stutt sérstakt átak OHCHR, Free & Equal sem hefur það að markmiði að auka virðingu fyrir réttindum hinsegin fólks. Íslenska framlagið styður starf skrifstofunnar sérstaklega þar sem kemur að skráningu mannréttindabrota gegn hinsegin fólki með það að augnamiði að safna upplýsingum sem síðan liggja til grundvallar málsvarastarfi Sameinuðu þjóðanna í þá átt að stuðla að breytingum á löggjöf sem og afstöðu almennings í tilteknum ríkjum. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Sjötíu barnungir strandaglópar á flugvellinum í Barselóna Innlent
Ísland hefur gert samkomulag við skrifstofu mannréttindafulltrúa Sameinuðu þjóðanna (OHCHR) um stuðning við starf hennar fyrir bættum mannréttindum í heiminum. Um er að ræða kjarnaframlag til skrifstofunnar fyrir árið 2020 og leggur grunn að frekara samstarfi Íslands við skrifstofuna á næstu árum. „OHCHR vinnur gríðarlega mikilvægt starf í þágu mannréttinda víða um heim og framlagið er í samræmi við aukna áherslu á mannréttindi í utanríkisstefnu og alþjóðlegri þróunarsamvinnu Íslands,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra. Haraldur Aspelund fastafulltrúi Íslands í Genf skrifar undir samninginn fyrir Íslands hönd. Framlagið sem nú er samið um styrkir meðal annars neyðarstarf OHCHR en skrifstofan er hluti af snemmtæku viðvörunarkerfi Sameinuðu þjóðanna. Hlutverk hennar er að reyna að fyrirbyggja átök með því að beina kastljósinu að mannréttindabrotum sem oft eru undanfari átaka. Skrifstofan hefur einnig í auknum mæli beint kastljósinu að ofsóknum á grundvelli trúarbragða sem fara vaxandi. Framlagi Íslands er ætlað að styrkja starf skrifstofunnar í þeim efnum. Ísland hefur að undanförnu beitt sér sérstaklega fyrir mannréttindum hinsegin fólks í þeim ríkjum heims þar sem þau eru fótum troðin. Ísland hefur meðal annars áður stutt sérstakt átak OHCHR, Free & Equal sem hefur það að markmiði að auka virðingu fyrir réttindum hinsegin fólks. Íslenska framlagið styður starf skrifstofunnar sérstaklega þar sem kemur að skráningu mannréttindabrota gegn hinsegin fólki með það að augnamiði að safna upplýsingum sem síðan liggja til grundvallar málsvarastarfi Sameinuðu þjóðanna í þá átt að stuðla að breytingum á löggjöf sem og afstöðu almennings í tilteknum ríkjum. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Sjötíu barnungir strandaglópar á flugvellinum í Barselóna Innlent