Geir búinn að taka til upp á Skaga: Deildin skuldar lítið sem ekkert Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. október 2020 11:31 Geir Þorsteinsson er að gera góða hluti upp á Skaga. Vísir/Daníel Þór Geir Þorsteinsson, framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar ÍA, kom inn í erfiða stöðu hjá deildinni í vetur en hefur nú tekist að koma rekstrinum í góð mál á innan við ári. Slæm fjárhagsstaða Knattspyrnudeildar ÍA var til umræðu í byrjun ársins en Geir Þorsteinsson tók við stöðu framkvæmdastjóra Knattspyrnufélags ÍA (KFÍA) af Sigurði Þór Sigursteinssyni í mars. Gríðarlegur taprekstur var á knattspyrnudeild ÍA á leiktíðinni 2019 en það kom meðal annars fram í pistli sem Magnús Guðmundsson, formaður félagsins skrifaði á vef Skagafrétta í febrúar. Þar kom fram að tapið var 61 milljón króna. „Laun og annar rekstrarkostnaður hækkaði einnig umtalsvert milli ára og samanlögð áhrif þessa eru að félagið skilaði um 61 milljóna króna taprekstri á árinu 2019, í stað 47 milljóna króna hagnaðar á árinu 2018,“ skrifaði Magnús. Áætlað var að rekstur Knattspyrnudeildar ÍA myndi skila jákvæðri niðurstöðu um 15 milljónir króna en svo kom kórónuveiran og allt breyttist. Geir Þorsteinsson, framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar ÍA, ræddi reksturinn og leikmannamálin í viðtali við Kristinn Pál Teitsson í Fréttablaðinu í dag. Skagamenn hafa séð á eftir þremur leikmönnum í atvinnumennsku á yfirstandandi keppnistímabili því Bjarki Steinn Bjarkason fór til ítalska B-deildarliðsins Venezia um mitt sumar og um helgina fór Tryggvi Hrafn Haraldsson til norska B-deildarliðsins Lilleström og Stefán Teitur Þórðarson var seldur til danska B-deildarliðsins Silkeborg. „Það er svo ekkert launungarmál að þeir peningar sem við fáum fyrir sölu á borð við félagaskiptin á Stefáni Teiti til Silkeborg, skiptir miklu máli fyrir rekstur okkar, þó svo að íslensk félög séu enn að selja leikmenn fremur ódýrt til erlendra félagsliða,“ sagði Geir Þorsteinsson í viðtalinu við Fréttablaðið. „Þetta ár hefur verið mjög þungt í rekstri okkar, eins og annarra íslenskra félaga vegna kórónuveirunnar og því er kærkomið að geta selt leikmenn og fengið tekjur með þeim hætti. Staðan hvað fjárhaginn varðar er góð hjá knattspyrnudeild ÍA, en við þurftum að taka aðeins til í rekstrinum þegar ég tók við. Deildin skuldar lítið sem ekkert og við eigum öfluga bakhjarla á Akranesi sem sjá til þess að félagið stendur vel,“ sagði Geir ennfremur um stöðu mála hjá knattspyrnufélaginu. Það má lesa allt viðtalið við hann hér. Pepsi Max-deild karla ÍA Akranes Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Fleiri fréttir Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Sjá meira
Geir Þorsteinsson, framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar ÍA, kom inn í erfiða stöðu hjá deildinni í vetur en hefur nú tekist að koma rekstrinum í góð mál á innan við ári. Slæm fjárhagsstaða Knattspyrnudeildar ÍA var til umræðu í byrjun ársins en Geir Þorsteinsson tók við stöðu framkvæmdastjóra Knattspyrnufélags ÍA (KFÍA) af Sigurði Þór Sigursteinssyni í mars. Gríðarlegur taprekstur var á knattspyrnudeild ÍA á leiktíðinni 2019 en það kom meðal annars fram í pistli sem Magnús Guðmundsson, formaður félagsins skrifaði á vef Skagafrétta í febrúar. Þar kom fram að tapið var 61 milljón króna. „Laun og annar rekstrarkostnaður hækkaði einnig umtalsvert milli ára og samanlögð áhrif þessa eru að félagið skilaði um 61 milljóna króna taprekstri á árinu 2019, í stað 47 milljóna króna hagnaðar á árinu 2018,“ skrifaði Magnús. Áætlað var að rekstur Knattspyrnudeildar ÍA myndi skila jákvæðri niðurstöðu um 15 milljónir króna en svo kom kórónuveiran og allt breyttist. Geir Þorsteinsson, framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar ÍA, ræddi reksturinn og leikmannamálin í viðtali við Kristinn Pál Teitsson í Fréttablaðinu í dag. Skagamenn hafa séð á eftir þremur leikmönnum í atvinnumennsku á yfirstandandi keppnistímabili því Bjarki Steinn Bjarkason fór til ítalska B-deildarliðsins Venezia um mitt sumar og um helgina fór Tryggvi Hrafn Haraldsson til norska B-deildarliðsins Lilleström og Stefán Teitur Þórðarson var seldur til danska B-deildarliðsins Silkeborg. „Það er svo ekkert launungarmál að þeir peningar sem við fáum fyrir sölu á borð við félagaskiptin á Stefáni Teiti til Silkeborg, skiptir miklu máli fyrir rekstur okkar, þó svo að íslensk félög séu enn að selja leikmenn fremur ódýrt til erlendra félagsliða,“ sagði Geir Þorsteinsson í viðtalinu við Fréttablaðið. „Þetta ár hefur verið mjög þungt í rekstri okkar, eins og annarra íslenskra félaga vegna kórónuveirunnar og því er kærkomið að geta selt leikmenn og fengið tekjur með þeim hætti. Staðan hvað fjárhaginn varðar er góð hjá knattspyrnudeild ÍA, en við þurftum að taka aðeins til í rekstrinum þegar ég tók við. Deildin skuldar lítið sem ekkert og við eigum öfluga bakhjarla á Akranesi sem sjá til þess að félagið stendur vel,“ sagði Geir ennfremur um stöðu mála hjá knattspyrnufélaginu. Það má lesa allt viðtalið við hann hér.
Pepsi Max-deild karla ÍA Akranes Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Fleiri fréttir Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Sjá meira