Verst þegar fólk leitar að blóraböggli Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. október 2020 20:02 Rúnar Svavarsson er formaður Hnefaleikafélags Kópavogs. Á sjötta tug kórónuveirusmita hafa verið rekin til félagsins. Samsett Formaður Hnefaleikafélags Kópavogs segir að félagið hafi gert, og geri enn, allt sem í sínu valdi standi til að koma í veg fyrir fleiri kórónuveirusmit. Lögð hafi verið áhersla á góð samskipti við iðkendur og almannavarnir. Þá þykir formanninum miður þegar fólk leitar logandi ljósi að „blóraböggli“. „Við tókum af skarið og lokuðum strax. Manni finnst þetta samfélagsleg ábyrgð að gera það þegar svona kemur upp,“ segir Rúnar Svavarsson, formaður Hnefaleikafélags Kópavogs, í samtali við Vísi. Iðkandi hjá félaginu greindist með kórónuveiruna á fimmtudag eftir að hafa verið við æfingar helgina á undan. Nú eru smit tengd félaginu orðin á sjötta tug. Um er að ræða eina stærstu hópsýkingu sem komið hefur upp hér á landi síðan faraldurinn hófst. Almannavarnir hafa hrósað félaginu fyrir að hafa tekið vel á málum og létt smitrakningarteyminu róðurinn. „Við vildum gera allt til að koma í veg fyrir fleiri smit,“ segir Rúnar. „Það voru sendir tölvupóstar á alla og haft samband við alla sem voru í húsinu. Það eru það mikil tengsl á milli iðkenda og þetta var fljótt að fréttast á milli. Flestir voru búnir að fara í skimun áður en haft var samband við þá. Þó það sé alltaf leiðinlegt þegar kemur upp sýking eða hópsmit þá er gott að vera skrefinu á undan fyrirmælum sóttvarnalæknis.“ Hann segir félagið hafa viðhaft góðar sóttvarnir, gólf hafi verið sótthreinsuð í lok hvers dags, og þá var strax ákveðið að loka húsnæði félagsins þegar smitið kom upp. Rúnar bendir á að veiran sé fljót að dreifast komi hún upp innan íþróttar eins og hnefaleika, sem í eðli sínu fela í sér mikla snertingu iðkenda. „Það versta við þetta, þegar kemur upp svona hópsýking, þá leita menn að einhverjum blóraböggli. Það er það sem manni hefur fundist svolítið slæmt í þessu. Þetta er að dreifast út um allt. Það voru hundrað smit í dag. Og er það þá hópsýkingunni frá Hnefaleikafélaginu að kenna?“ spyr Rúnar. „Við erum bara að díla við heimsfaraldur. Fólk verður bara að takast á við þetta.“ Allir hraustir enn Rúnar veit ekki til þess að neinn af iðkendum félagsins sem hafa greinst með veiruna hafi fengið alvarleg einkenni. „Þetta eru íþróttamenn þannig að þeir eru í hörkuformi. Menn eru bara æfandi inni á hótelherbergi held ég,“ segir Rúnar. Það mikilvægasta sé að sjálfsögðu að vernda alla tengda iðkendunum sem kunni að vera viðkvæmir fyrir veirunni. „Það fóru einhverjir á hótel í ljósi þess að foreldrar eða einhverjir tengdir eru í áhættuhóp. Það er allt gert til að forða fleiri smitum.“ Jóhann K. Jóhannsson upplýsingastjóri almannavarna sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að allir sem hafa stundað hnefaleikastöð félagsins tiltekna daga hafi verið boðaðir í skimun fyrir veirunni. Hluti iðkenda var skimaður í dag og afgangurinn á morgun. Þeir sem hefðu smitast væru ýmist sjálfir iðkendur eða fólk tengt þeim. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Box Kópavogur Líkamsræktarstöðvar Tengdar fréttir Smitin tengjast nánast öllu mögulegu Kórónuveirusmitin tengjast öllu mögulegu; vinnustöðum, fjölskyldum, gönguhópum, hlaupahópum og fleiru, að sögn Víðis Reynissonar. 6. október 2020 15:54 Smitaðir tengdir Hnefaleikafélaginu orðnir á fjórða tug Kórónuveirusmit sem rekja má til Hnefaleikafélags Kópavogs eru nú orðin á fjórða tug og hefur því fjölgað ört í dag. 5. október 2020 16:21 Um tuttugu smitaðir eftir æfingar hjá Hnefaleikafélagi Kópavogs Iðkandi í Hnefaleikafélagi Kópavogs greindist með kórónuveiruna á fimmtudag. 5. október 2020 12:23 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Fleiri fréttir Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Fjögur hundruð án nettengingar í Norðlingaholti Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Sjá meira
Formaður Hnefaleikafélags Kópavogs segir að félagið hafi gert, og geri enn, allt sem í sínu valdi standi til að koma í veg fyrir fleiri kórónuveirusmit. Lögð hafi verið áhersla á góð samskipti við iðkendur og almannavarnir. Þá þykir formanninum miður þegar fólk leitar logandi ljósi að „blóraböggli“. „Við tókum af skarið og lokuðum strax. Manni finnst þetta samfélagsleg ábyrgð að gera það þegar svona kemur upp,“ segir Rúnar Svavarsson, formaður Hnefaleikafélags Kópavogs, í samtali við Vísi. Iðkandi hjá félaginu greindist með kórónuveiruna á fimmtudag eftir að hafa verið við æfingar helgina á undan. Nú eru smit tengd félaginu orðin á sjötta tug. Um er að ræða eina stærstu hópsýkingu sem komið hefur upp hér á landi síðan faraldurinn hófst. Almannavarnir hafa hrósað félaginu fyrir að hafa tekið vel á málum og létt smitrakningarteyminu róðurinn. „Við vildum gera allt til að koma í veg fyrir fleiri smit,“ segir Rúnar. „Það voru sendir tölvupóstar á alla og haft samband við alla sem voru í húsinu. Það eru það mikil tengsl á milli iðkenda og þetta var fljótt að fréttast á milli. Flestir voru búnir að fara í skimun áður en haft var samband við þá. Þó það sé alltaf leiðinlegt þegar kemur upp sýking eða hópsmit þá er gott að vera skrefinu á undan fyrirmælum sóttvarnalæknis.“ Hann segir félagið hafa viðhaft góðar sóttvarnir, gólf hafi verið sótthreinsuð í lok hvers dags, og þá var strax ákveðið að loka húsnæði félagsins þegar smitið kom upp. Rúnar bendir á að veiran sé fljót að dreifast komi hún upp innan íþróttar eins og hnefaleika, sem í eðli sínu fela í sér mikla snertingu iðkenda. „Það versta við þetta, þegar kemur upp svona hópsýking, þá leita menn að einhverjum blóraböggli. Það er það sem manni hefur fundist svolítið slæmt í þessu. Þetta er að dreifast út um allt. Það voru hundrað smit í dag. Og er það þá hópsýkingunni frá Hnefaleikafélaginu að kenna?“ spyr Rúnar. „Við erum bara að díla við heimsfaraldur. Fólk verður bara að takast á við þetta.“ Allir hraustir enn Rúnar veit ekki til þess að neinn af iðkendum félagsins sem hafa greinst með veiruna hafi fengið alvarleg einkenni. „Þetta eru íþróttamenn þannig að þeir eru í hörkuformi. Menn eru bara æfandi inni á hótelherbergi held ég,“ segir Rúnar. Það mikilvægasta sé að sjálfsögðu að vernda alla tengda iðkendunum sem kunni að vera viðkvæmir fyrir veirunni. „Það fóru einhverjir á hótel í ljósi þess að foreldrar eða einhverjir tengdir eru í áhættuhóp. Það er allt gert til að forða fleiri smitum.“ Jóhann K. Jóhannsson upplýsingastjóri almannavarna sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að allir sem hafa stundað hnefaleikastöð félagsins tiltekna daga hafi verið boðaðir í skimun fyrir veirunni. Hluti iðkenda var skimaður í dag og afgangurinn á morgun. Þeir sem hefðu smitast væru ýmist sjálfir iðkendur eða fólk tengt þeim.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Box Kópavogur Líkamsræktarstöðvar Tengdar fréttir Smitin tengjast nánast öllu mögulegu Kórónuveirusmitin tengjast öllu mögulegu; vinnustöðum, fjölskyldum, gönguhópum, hlaupahópum og fleiru, að sögn Víðis Reynissonar. 6. október 2020 15:54 Smitaðir tengdir Hnefaleikafélaginu orðnir á fjórða tug Kórónuveirusmit sem rekja má til Hnefaleikafélags Kópavogs eru nú orðin á fjórða tug og hefur því fjölgað ört í dag. 5. október 2020 16:21 Um tuttugu smitaðir eftir æfingar hjá Hnefaleikafélagi Kópavogs Iðkandi í Hnefaleikafélagi Kópavogs greindist með kórónuveiruna á fimmtudag. 5. október 2020 12:23 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Fleiri fréttir Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Fjögur hundruð án nettengingar í Norðlingaholti Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Sjá meira
Smitin tengjast nánast öllu mögulegu Kórónuveirusmitin tengjast öllu mögulegu; vinnustöðum, fjölskyldum, gönguhópum, hlaupahópum og fleiru, að sögn Víðis Reynissonar. 6. október 2020 15:54
Smitaðir tengdir Hnefaleikafélaginu orðnir á fjórða tug Kórónuveirusmit sem rekja má til Hnefaleikafélags Kópavogs eru nú orðin á fjórða tug og hefur því fjölgað ört í dag. 5. október 2020 16:21
Um tuttugu smitaðir eftir æfingar hjá Hnefaleikafélagi Kópavogs Iðkandi í Hnefaleikafélagi Kópavogs greindist með kórónuveiruna á fimmtudag. 5. október 2020 12:23