„Svakalegar drunur“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 6. október 2020 12:20 Stærðarinnar skriða féll fyrir hádegi. Þórólfur Ómar Óskarsson Stærðarinnar aurskriða féll í Eyjafirði á ellefta tímanum í morgun. Skriðan féll sitt hvoru megin við bæinn Gilsá 2 en þar býr þó enginn. Bóndinn á næsta bæ lýsir gífurlegum drunum og hávaða. Veðurstofa Íslands er að senda fólk á svæðið til að meta umfangið. Almannavarnir Birgir H. Arason, bóndi í Gullbrekku, fylgdist með skriðunni falla en botnaði ekkert í látunum í fyrstu. „Ég var nú bara að vinna hérna úti og heyrði svakalegar drunur og hélt það væri að koma bíll heima á hlað en það var nú ekki. Síðan hélt ég að þetta væri flugvél að koma en svo heyrði ég og sá að þetta var aurskriða sem kom hérna úr fjallinu skammt norðan við mig og beint fyrir ofan bæinn Gilsá sem er næsti bær norðan við mig, Akureyrarmegin. Þetta var enginn smávegis hávaði og gríðarlegt magn af aur sem kom hérna niður og þetta hefur staðið yfir í svona fjórar mínútur.“ Bæjarhóll við Gilsá 2 kom í veg fyrir að skriðan næði til hússins. Myndir af aurskriðunni eru sláandi og sýna hvernig aurinn því sem næst faðmar bæinn. „Það býr enginn á Gilsá 2. Einstaklingurinn sem á þetta býr ekki þar en það er ábúð í Gilsá 1 en þau voru að vinna á Akureyri og bæði að heiman. Þetta stoppaði bara á bæjarhól við Gilsá 2 og þar sem gamli bærinn stóð.“ Gilsá er um 35 km sunnan við Akureyri Birgir er afar feginn að ekki fór verr. „Þetta slapp ótrúlega vel en fór svona heim undir húsin. Það er mikill hávaði hérna, ég veit ekki hvað er að gerast. Það er svakalegur skriðuhávaði hérna ennþá“. Almannavarnir Almannavarnir Eyjafjarðarsveit Almannavarnir Veður Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
Stærðarinnar aurskriða féll í Eyjafirði á ellefta tímanum í morgun. Skriðan féll sitt hvoru megin við bæinn Gilsá 2 en þar býr þó enginn. Bóndinn á næsta bæ lýsir gífurlegum drunum og hávaða. Veðurstofa Íslands er að senda fólk á svæðið til að meta umfangið. Almannavarnir Birgir H. Arason, bóndi í Gullbrekku, fylgdist með skriðunni falla en botnaði ekkert í látunum í fyrstu. „Ég var nú bara að vinna hérna úti og heyrði svakalegar drunur og hélt það væri að koma bíll heima á hlað en það var nú ekki. Síðan hélt ég að þetta væri flugvél að koma en svo heyrði ég og sá að þetta var aurskriða sem kom hérna úr fjallinu skammt norðan við mig og beint fyrir ofan bæinn Gilsá sem er næsti bær norðan við mig, Akureyrarmegin. Þetta var enginn smávegis hávaði og gríðarlegt magn af aur sem kom hérna niður og þetta hefur staðið yfir í svona fjórar mínútur.“ Bæjarhóll við Gilsá 2 kom í veg fyrir að skriðan næði til hússins. Myndir af aurskriðunni eru sláandi og sýna hvernig aurinn því sem næst faðmar bæinn. „Það býr enginn á Gilsá 2. Einstaklingurinn sem á þetta býr ekki þar en það er ábúð í Gilsá 1 en þau voru að vinna á Akureyri og bæði að heiman. Þetta stoppaði bara á bæjarhól við Gilsá 2 og þar sem gamli bærinn stóð.“ Gilsá er um 35 km sunnan við Akureyri Birgir er afar feginn að ekki fór verr. „Þetta slapp ótrúlega vel en fór svona heim undir húsin. Það er mikill hávaði hérna, ég veit ekki hvað er að gerast. Það er svakalegur skriðuhávaði hérna ennþá“. Almannavarnir Almannavarnir
Eyjafjarðarsveit Almannavarnir Veður Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira