Björgunarhringnum kastað Árni Steinn Viggósson skrifar 6. október 2020 08:02 Ég er einn af fjölmörgum Íslendingum sem rekur lítinn veitingastað og leita nú allra leiða til að halda staðnum í rekstri og borga starfsfólki mínu laun. Þegar allt lokaði í vor aðlagaði ég reksturinn að aðstæðunum eftir fremsta megni, eins og fleiri í geiranum. Þannig fór ég m.a. að bjóða upp á heimsendingu og gekk hún vel framan af. Á litla veitingastaðnum mínum sel ég bæði mat og drykk. Þeir sem mæta á staðinn mega, eðli málsins samkvæmt, kaupa allan matinn og alla drykkina sem ég hef upp á bjóða. Þeir sem panta heimsendingu á netinu mega hins vegar bara panta mat og takmarkaðan hluta drykkjanna. Þannig má ég, lögum samkvæmt, ekki leyfa viðskiptavinum mínum að panta sér vel valinn bjór eða vín með matnum sem þeir panta á netinu. Næstu vikur mun aðsókn á staðinn minn fyrirsjáanlega minnka gríðarlega. Þess vegna þarf ég að reiða mig á netpantanir og heimsendingu, ef ég ætla yfir höfuð að halda áfram rekstri og hafa fólk í vinnu. Eins og algengt er í þessum rekstri stendur sala á bjór og léttvíni, sem fólk neytir í hófi með matnum, undir meira en fimmtungi tekna staðarins. Það er því gríðarlegt högg að á sama tíma og meirihluti gesta á staðnum hverfur, sé mér bannað að selja vörur sem standa alla jafna undir stórum hluta teknanna á netinu ásamt matnum. Með því að breyta reglunum hvað þetta varðar mætti líklega bjarga fjölmörgum stöðum eins og mínum, og starfsfólki þeirra, í gegnum stærstu öldurnar. Nýlega kastaði dómsmálaráðherra út kærkomnum björgunarhring til veitingageirans þegar hún lagði til jafnræði í netverslun með áfengi. Með því að heimila íslenska netverslun, eins og lagt er til, gæti velta margra staða aukist nægilega til að þeir geti að minnsta kosti haldið baráttunni áfram næstu mánuði og haldið fólki í vinnu. Veitingarekstur gerir fáa að milljónamæringum. Hins vegar dregur geirinn að sér skapandi fólk úr öllum áttum, auðgar menningu landsins, veitir fólki gleði og býr til ótal störf. Þegar ég opnaði staðinn minn fyrir tæpu ári síðan var mér efst í huga að skapa eitthvað nýtt og þjóna fólki sem átti ekki úr mörgum stöðum við sitt hæfi að velja. Ég vona að ég geti haldið því áfram. Ég vona því að þingmenn og almenningur taki tillögunum fagnandi. Þannig getum við gripið björgunarhringinn og haldið áfram að gera það sem við elskum. Það er nefnilega ekki bara minn staður og mitt starfsfólk undir, heldur allur veitingageirinn. Höfundur rekur lítinn veitingastað í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Veitingastaðir Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Ég er einn af fjölmörgum Íslendingum sem rekur lítinn veitingastað og leita nú allra leiða til að halda staðnum í rekstri og borga starfsfólki mínu laun. Þegar allt lokaði í vor aðlagaði ég reksturinn að aðstæðunum eftir fremsta megni, eins og fleiri í geiranum. Þannig fór ég m.a. að bjóða upp á heimsendingu og gekk hún vel framan af. Á litla veitingastaðnum mínum sel ég bæði mat og drykk. Þeir sem mæta á staðinn mega, eðli málsins samkvæmt, kaupa allan matinn og alla drykkina sem ég hef upp á bjóða. Þeir sem panta heimsendingu á netinu mega hins vegar bara panta mat og takmarkaðan hluta drykkjanna. Þannig má ég, lögum samkvæmt, ekki leyfa viðskiptavinum mínum að panta sér vel valinn bjór eða vín með matnum sem þeir panta á netinu. Næstu vikur mun aðsókn á staðinn minn fyrirsjáanlega minnka gríðarlega. Þess vegna þarf ég að reiða mig á netpantanir og heimsendingu, ef ég ætla yfir höfuð að halda áfram rekstri og hafa fólk í vinnu. Eins og algengt er í þessum rekstri stendur sala á bjór og léttvíni, sem fólk neytir í hófi með matnum, undir meira en fimmtungi tekna staðarins. Það er því gríðarlegt högg að á sama tíma og meirihluti gesta á staðnum hverfur, sé mér bannað að selja vörur sem standa alla jafna undir stórum hluta teknanna á netinu ásamt matnum. Með því að breyta reglunum hvað þetta varðar mætti líklega bjarga fjölmörgum stöðum eins og mínum, og starfsfólki þeirra, í gegnum stærstu öldurnar. Nýlega kastaði dómsmálaráðherra út kærkomnum björgunarhring til veitingageirans þegar hún lagði til jafnræði í netverslun með áfengi. Með því að heimila íslenska netverslun, eins og lagt er til, gæti velta margra staða aukist nægilega til að þeir geti að minnsta kosti haldið baráttunni áfram næstu mánuði og haldið fólki í vinnu. Veitingarekstur gerir fáa að milljónamæringum. Hins vegar dregur geirinn að sér skapandi fólk úr öllum áttum, auðgar menningu landsins, veitir fólki gleði og býr til ótal störf. Þegar ég opnaði staðinn minn fyrir tæpu ári síðan var mér efst í huga að skapa eitthvað nýtt og þjóna fólki sem átti ekki úr mörgum stöðum við sitt hæfi að velja. Ég vona að ég geti haldið því áfram. Ég vona því að þingmenn og almenningur taki tillögunum fagnandi. Þannig getum við gripið björgunarhringinn og haldið áfram að gera það sem við elskum. Það er nefnilega ekki bara minn staður og mitt starfsfólk undir, heldur allur veitingageirinn. Höfundur rekur lítinn veitingastað í Reykjavík.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun