Þorsteinn: Þetta er ekki komið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. október 2020 20:26 Þorsteinn Halldórsson, lengst til hægri, fagnar í leikslok. vísir/hulda margrét „Auðvitað hefðum við sæst á jafntefli á endanum en við ætluðum að vinna þennan leik. Við spiluðum ekki upp á jafntefli eins og sást í fyrri hálfleik. Við spiluðum bara okkar leik og mér fannst við spila fyrri hálfleikinn virkilega vel,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Breiðabliks, í samtali við Helenu Ólafsdóttur eftir sigur á Val, 0-1, í dag. „Við héldum boltanum ekki nógu vel í seinni hálfleik og náðum ekki að spila í gegnum pressuna hjá þeim sem við gerðum vel í fyrri hálfleik. Við vorum í meiri vandræðum í seinni hálfleik. En þegar þú spilar gegn góðu liði þarftu að verjast og vera tilbúinn til þess. Og ef þú gerir það vel áttu möguleika á að vinna.“ Þorsteinn segist ekki hafa breytt neitt út af vananum í aðdraganda leiksins þrátt fyrir mikilvægi hans. „Þetta var hefðbundið og ekkert flókið. Þetta var eins og þetta hefur verið. Þetta eru engin geimvísindi,“ sagði Þorsteinn. Breiðablik er með tveggja stiga forskot á Val á toppi Pepsi Max-deildarinnar, á leik til góða og er með miklu betri markatölu. Þorsteinn segir þó að enn sé ekkert í hendi. „Þetta er ekki komið. Auðvitað lítur þetta vel út en við þurfum að vinna leiki til að klára þetta. Við njótum sigursins í dag og svo þurfum við að koma okkur niður á jörðina og undirbúa næsta leik,“ sagði Þorsteinn en Breiðablik tekur á móti Fylki á sunnudaginn eftir viku. Blikar misstu markahrókinn Berglindi Björgu Þorvaldsdóttur til Le Havre í Frakklandi fyrir nokkrum vikum. Sveindís Jane Jónsdóttir tók stöðu hennar í fremstu víglínu Blika og hefur skilað henni vel. „Þótt það hafi gengið mjög vel hjá okkur er leikurinn okkar öðruvísi eftir að Sveindís fór upp á topp. Það voru ákveðnir hlutir sem Berglind gerði mjög vel sem Sveindís sem gerir ekki og öfugt. Takturinn í leik okkar er aðeins öðruvísi,“ sagði Þorsteinn að lokum. Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik Tengdar fréttir Pétur Péturs: Mjög líklegt að Blikarnir taki titilinn í ár Pétur Pétursson, þjálfari Íslandsmeistara Vals, var eðlilega ósáttur með 0-1 tap Vals á heimavelli gegn Breiðabliki í leik sem hefur verið kallaður „úrslitaleikur Íslandsmótsins.“ 3. október 2020 20:10 Markaskorari Blika vildi ekki gangast við því að titillinn væri í höfn Agla María Albertsdóttir skoraði sigurmark Breiðabliks er liðið vann Val í óopinberum úrslitaleik Pepsi Max deildar kvenna að Hlíðarenda í dag. 3. október 2020 19:47 Hallbera: Held að Blikarnir séu orðnir Íslandsmeistarar Fyrirliði Vals segir að Breiðablik muni væntanlega enda á toppi Pepsi Max-deildar kvenna. 3. október 2020 19:32 Umfjöllun: Valur - Breiðablik 0-1 | Blikar komnir með níu fingur á bikarinn Agla María Albertsdóttir fór langt með að tryggja Breiðabliki Íslandsmeistaratitilinn þegar hún skoraði eina mark liðsins gegn Val á Origo-vellinum í dag. 3. október 2020 19:50 Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Sjá meira
„Auðvitað hefðum við sæst á jafntefli á endanum en við ætluðum að vinna þennan leik. Við spiluðum ekki upp á jafntefli eins og sást í fyrri hálfleik. Við spiluðum bara okkar leik og mér fannst við spila fyrri hálfleikinn virkilega vel,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Breiðabliks, í samtali við Helenu Ólafsdóttur eftir sigur á Val, 0-1, í dag. „Við héldum boltanum ekki nógu vel í seinni hálfleik og náðum ekki að spila í gegnum pressuna hjá þeim sem við gerðum vel í fyrri hálfleik. Við vorum í meiri vandræðum í seinni hálfleik. En þegar þú spilar gegn góðu liði þarftu að verjast og vera tilbúinn til þess. Og ef þú gerir það vel áttu möguleika á að vinna.“ Þorsteinn segist ekki hafa breytt neitt út af vananum í aðdraganda leiksins þrátt fyrir mikilvægi hans. „Þetta var hefðbundið og ekkert flókið. Þetta var eins og þetta hefur verið. Þetta eru engin geimvísindi,“ sagði Þorsteinn. Breiðablik er með tveggja stiga forskot á Val á toppi Pepsi Max-deildarinnar, á leik til góða og er með miklu betri markatölu. Þorsteinn segir þó að enn sé ekkert í hendi. „Þetta er ekki komið. Auðvitað lítur þetta vel út en við þurfum að vinna leiki til að klára þetta. Við njótum sigursins í dag og svo þurfum við að koma okkur niður á jörðina og undirbúa næsta leik,“ sagði Þorsteinn en Breiðablik tekur á móti Fylki á sunnudaginn eftir viku. Blikar misstu markahrókinn Berglindi Björgu Þorvaldsdóttur til Le Havre í Frakklandi fyrir nokkrum vikum. Sveindís Jane Jónsdóttir tók stöðu hennar í fremstu víglínu Blika og hefur skilað henni vel. „Þótt það hafi gengið mjög vel hjá okkur er leikurinn okkar öðruvísi eftir að Sveindís fór upp á topp. Það voru ákveðnir hlutir sem Berglind gerði mjög vel sem Sveindís sem gerir ekki og öfugt. Takturinn í leik okkar er aðeins öðruvísi,“ sagði Þorsteinn að lokum.
Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik Tengdar fréttir Pétur Péturs: Mjög líklegt að Blikarnir taki titilinn í ár Pétur Pétursson, þjálfari Íslandsmeistara Vals, var eðlilega ósáttur með 0-1 tap Vals á heimavelli gegn Breiðabliki í leik sem hefur verið kallaður „úrslitaleikur Íslandsmótsins.“ 3. október 2020 20:10 Markaskorari Blika vildi ekki gangast við því að titillinn væri í höfn Agla María Albertsdóttir skoraði sigurmark Breiðabliks er liðið vann Val í óopinberum úrslitaleik Pepsi Max deildar kvenna að Hlíðarenda í dag. 3. október 2020 19:47 Hallbera: Held að Blikarnir séu orðnir Íslandsmeistarar Fyrirliði Vals segir að Breiðablik muni væntanlega enda á toppi Pepsi Max-deildar kvenna. 3. október 2020 19:32 Umfjöllun: Valur - Breiðablik 0-1 | Blikar komnir með níu fingur á bikarinn Agla María Albertsdóttir fór langt með að tryggja Breiðabliki Íslandsmeistaratitilinn þegar hún skoraði eina mark liðsins gegn Val á Origo-vellinum í dag. 3. október 2020 19:50 Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Sjá meira
Pétur Péturs: Mjög líklegt að Blikarnir taki titilinn í ár Pétur Pétursson, þjálfari Íslandsmeistara Vals, var eðlilega ósáttur með 0-1 tap Vals á heimavelli gegn Breiðabliki í leik sem hefur verið kallaður „úrslitaleikur Íslandsmótsins.“ 3. október 2020 20:10
Markaskorari Blika vildi ekki gangast við því að titillinn væri í höfn Agla María Albertsdóttir skoraði sigurmark Breiðabliks er liðið vann Val í óopinberum úrslitaleik Pepsi Max deildar kvenna að Hlíðarenda í dag. 3. október 2020 19:47
Hallbera: Held að Blikarnir séu orðnir Íslandsmeistarar Fyrirliði Vals segir að Breiðablik muni væntanlega enda á toppi Pepsi Max-deildar kvenna. 3. október 2020 19:32
Umfjöllun: Valur - Breiðablik 0-1 | Blikar komnir með níu fingur á bikarinn Agla María Albertsdóttir fór langt með að tryggja Breiðabliki Íslandsmeistaratitilinn þegar hún skoraði eina mark liðsins gegn Val á Origo-vellinum í dag. 3. október 2020 19:50