Sex nýjar ákærur á hendur Weinstein Sylvía Hall skrifar 2. október 2020 21:24 Weinstein á leið í réttarhöld fyrr á árinu. vísir/getty Saksóknarinn Jackie Lacey tilkynnti í dag að sex nýjar ákærur yrðu gefnar út á hendur kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein. Þar á meðal eru tvö tilvik sem eru sögð hafa átt sér stað fyrir meira en tíu árum síðan. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Ein ákæran snýr að atviki þar sem Weinstein er sakaður um að hafa nauðgað konu á hóteli í Beverly Hills árin 2004 og 2005 en hitt snýr að meintri nauðgun í nóvember 2009 og 2010. Weinstein var dæmdur í 23 ára fangelsi í mars síðastliðnum fyrir kynferðisbrot gegn tveimur konum. Tugir kvenna hafa stigið fram undanfarin ár og sakað Weinstein um kynferðisofbeldi eða áreitni, margar hverjar ungar konur sem hann lofaði hlutverkum í Hollywood-kvikmyndum. Weinstein var dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn Mimi Haleyi, aðstoðarframleiðanda, í íbúð hans árið 2006. Hann var einnig sakfelldur fyrir að hafa kynferðislegt samneyti með konu án þess að hún gæti gefið samþykki sitt árið 2013. Hann var sýknaður af alvarlegasta ákæruliðnum sem hefði getað þýtt lífstíðarfangelsi yfir honum. Ellefu ákærur gegn framleiðandanum eru nú í ferli í Los Angeles. Weinstein hefur ávallt neitað sök. „Harvey Weinstein hefur alltaf fullyrt að hvert einasta samneyti sem hann hefur átt hefur verið með samþykki. Það hefur ekkert breyst,“ sagði talsmaður hans um ásakanirnar. Hollywood MeToo Bandaríkin Mál Harvey Weinstein Tengdar fréttir Weinstein kennir sér meins eftir fall í fangelsi Nauðgarinn og fyrrum kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein telur sig hafa fengið heilahristing eftir fall í Rikers Island fangelsinu í New York. 9. mars 2020 20:55 Segir Weinstein geta verið „einn versta raðnauðgara sögunnar“ Leikkonan Rose McGowan segir að sakfelling yfir bandaríska nauðgaranum og kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein marki vatnaskil í slíkum málum. 26. febrúar 2020 18:09 Ásakandi Weinstein segist þakklátur fyrir að sér hafi verið trúað Kona sem Harvey Weinstein var sakfelldur fyrir að þvinga til kynferðislegra athafna segir að málið hafi kennt fólki um raunveruleika kynferðisofbeldis og fórnarlamba þess. 25. febrúar 2020 15:59 Bað kviðdóminn að vera óhræddan við að taka „óvinsæla ákvörðun“ Aðalverjandi kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein freistaði þess í lokaræðu sinni í dómsal í New York í dag að sá efasemdafræi í huga kviðdómenda og kasta rýrð á trúverðugleika kvennanna sem báru vitni. 14. febrúar 2020 00:07 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Fleiri fréttir Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Sjá meira
Saksóknarinn Jackie Lacey tilkynnti í dag að sex nýjar ákærur yrðu gefnar út á hendur kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein. Þar á meðal eru tvö tilvik sem eru sögð hafa átt sér stað fyrir meira en tíu árum síðan. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Ein ákæran snýr að atviki þar sem Weinstein er sakaður um að hafa nauðgað konu á hóteli í Beverly Hills árin 2004 og 2005 en hitt snýr að meintri nauðgun í nóvember 2009 og 2010. Weinstein var dæmdur í 23 ára fangelsi í mars síðastliðnum fyrir kynferðisbrot gegn tveimur konum. Tugir kvenna hafa stigið fram undanfarin ár og sakað Weinstein um kynferðisofbeldi eða áreitni, margar hverjar ungar konur sem hann lofaði hlutverkum í Hollywood-kvikmyndum. Weinstein var dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn Mimi Haleyi, aðstoðarframleiðanda, í íbúð hans árið 2006. Hann var einnig sakfelldur fyrir að hafa kynferðislegt samneyti með konu án þess að hún gæti gefið samþykki sitt árið 2013. Hann var sýknaður af alvarlegasta ákæruliðnum sem hefði getað þýtt lífstíðarfangelsi yfir honum. Ellefu ákærur gegn framleiðandanum eru nú í ferli í Los Angeles. Weinstein hefur ávallt neitað sök. „Harvey Weinstein hefur alltaf fullyrt að hvert einasta samneyti sem hann hefur átt hefur verið með samþykki. Það hefur ekkert breyst,“ sagði talsmaður hans um ásakanirnar.
Hollywood MeToo Bandaríkin Mál Harvey Weinstein Tengdar fréttir Weinstein kennir sér meins eftir fall í fangelsi Nauðgarinn og fyrrum kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein telur sig hafa fengið heilahristing eftir fall í Rikers Island fangelsinu í New York. 9. mars 2020 20:55 Segir Weinstein geta verið „einn versta raðnauðgara sögunnar“ Leikkonan Rose McGowan segir að sakfelling yfir bandaríska nauðgaranum og kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein marki vatnaskil í slíkum málum. 26. febrúar 2020 18:09 Ásakandi Weinstein segist þakklátur fyrir að sér hafi verið trúað Kona sem Harvey Weinstein var sakfelldur fyrir að þvinga til kynferðislegra athafna segir að málið hafi kennt fólki um raunveruleika kynferðisofbeldis og fórnarlamba þess. 25. febrúar 2020 15:59 Bað kviðdóminn að vera óhræddan við að taka „óvinsæla ákvörðun“ Aðalverjandi kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein freistaði þess í lokaræðu sinni í dómsal í New York í dag að sá efasemdafræi í huga kviðdómenda og kasta rýrð á trúverðugleika kvennanna sem báru vitni. 14. febrúar 2020 00:07 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Fleiri fréttir Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Sjá meira
Weinstein kennir sér meins eftir fall í fangelsi Nauðgarinn og fyrrum kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein telur sig hafa fengið heilahristing eftir fall í Rikers Island fangelsinu í New York. 9. mars 2020 20:55
Segir Weinstein geta verið „einn versta raðnauðgara sögunnar“ Leikkonan Rose McGowan segir að sakfelling yfir bandaríska nauðgaranum og kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein marki vatnaskil í slíkum málum. 26. febrúar 2020 18:09
Ásakandi Weinstein segist þakklátur fyrir að sér hafi verið trúað Kona sem Harvey Weinstein var sakfelldur fyrir að þvinga til kynferðislegra athafna segir að málið hafi kennt fólki um raunveruleika kynferðisofbeldis og fórnarlamba þess. 25. febrúar 2020 15:59
Bað kviðdóminn að vera óhræddan við að taka „óvinsæla ákvörðun“ Aðalverjandi kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein freistaði þess í lokaræðu sinni í dómsal í New York í dag að sá efasemdafræi í huga kviðdómenda og kasta rýrð á trúverðugleika kvennanna sem báru vitni. 14. febrúar 2020 00:07