Líkur á því að þurfi að herða ólina Sylvía Hall skrifar 2. október 2020 20:00 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Almannavarnir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir viðbúið að sveiflur séu á milli daga hvað varðar fjölda kórónuveirusmita. Það sé þó áhyggjuefni hversu margir séu að greinast utan sóttkvíar, enda bendi það til þess að samfélagslegt smit sé þónokkuð. 37 greindust með kórónuveirusmit síðasta sólarhringinn og voru aðeins ellefu í sóttkví við greiningu. 605 eru nú í einangrun, smitaðir af veirunni, og þrettán liggja á sjúkrahúsi. Þrír eru á gjörgæslu vegna kórónuveirusmits. „Við höfum alltaf verið varkár í að túlka einstaka sveiflur. Þetta er klárlega í öfuga átt við það sem við hefðum viljað sjá,“ sagði Þórólfur í viðtali við Reykjavík síðdegis í dag. Hann, ásamt öðrum meðlimum þríeykisins, fundaði í dag með ríkisstjórninni. Þar lagði Þórólfur til að ekki yrði ráðist í breytingar á fyrirkomulaginu sem er nú í gildi á landamærunum, en helgin myndi ráða úrslitum um hvort gripið yrði til frekari aðgerða innanlands. „Þetta er ekki að ganga mjög mikið niður“ Þórólfur segir þær aðgerðir sem nú eru í gildi duga til þess að koma í veg fyrir að faraldurinn sé í veldisvexti. Vöxturinn sé nokkuð línulegur enn sem komið er, en það geti þó leitt til þess að fleiri gætu veikst. „Það bætast þá við í hópinn stöðugur fjöldi veikra einstaklinga. Það leiðir þá með tímanum til þess að við gætum verið að fá fleiri alvarlega veika.“ Hann segir það ekkert launungamál að hann sé alvarlega að íhuga hertar aðgerðir innanlands. Það sé í skoðun og hann þurfi að ræða það frekar við sína ráðgjafa og ráðamenn. Allar tillögur þurfi að undirbúa vel og vandlega. „Mér finnst þróunin ekki alveg nógu hagstæð fyrir okkur, bæði hvað varðar fjölda tilfella sem eru að greinast og svo eins er að fjölga í hópnum sem þarf að leggjast inn á spítala og eru alvarlega veikir. Það er ekki ánægjulegt að sjá það.“ Hann segir þetta tvennt ráða úrslitum um hvort gripið verði til hertari aðgerða. Smitin dreifðari en í upphafi bylgjunnar Að sögn Þórólfs er uppruni smitanna ekki jafn ljós og áður. Nú sé veiran að greinast utan höfuðborgarsvæðisins og í öllum landshlutum, en þó yfirleitt bundið við fjölskyldur eða ákveðna hópa. Þar má nefna vinnustaði eða staði þar sem fólk stundar líkamsrækt. „Það er náttúrulega vitað að þetta byrjar kannski á einum eða tveimur afmörkuðum stöðum og svo nær þetta að dreifa sér út um allt. Þá verður orsökin eða uppruninn ógreinanlegri,“ segir Þórólfur. „Við höfum verið að biðla til fólks um að passa sig og gæta að þessum einstaklingsbundnum sýkingavörnum, það er það sem skiptir öllu máli. Við höfum líka biðlað til atvinnurekenda að láta fólk vera að vinna heima og nota grímur þar sem ekki er hægt að viðhafa eins metra regluna og svo framvegis.“ Grímuskylda í staðnámi hefur verið tekin upp í mörgum menntaskólum.Vísir/Vilhelm Skilvirkasta leiðin að takmarka samgang Vonir voru bundnar við að núverandi samkomutakmarkanir myndu skila þeim árangri að kúrvan færi niður. Þórólfur segir það gerast hægt og bendir það til þess að aðgerðirnar dugi ekki til, eða þá að fólk sé einfaldlega ekki að fara eftir þeim. Hann segir ekkert annað úrræði vera fyrir hendi en að herða samfélagslegar takmarkanir ef þróunin heldur áfram í sömu átt. Aðferðafræðin sé ekki flókin, enda snúist þetta allt saman um að takmarka samgang fólks. „Þá er ekki annað úrræði í stöðunni í mínum huga en að herða þessar samfélagslegu takmarkanir sem við þurftum að beita síðastliðinn vetur. Það er neyðarúrræði í mínum huga að gera það,“ segir Þórólfur og vísar til þeirra aðgerða sem gripið var til í fyrstu bylgju faraldursins. „Þetta er ekkert flókið hvað við gerðum síðastliðinn vetur. Við fórum í fjöldatakmarkanir varðandi hverjir mættu koma saman, það var ákveðnum stöðum lokað og settar takmarkanir á starfsemi annarra. Það er eina leiðin sem við höfum til þess að minnka þennan samgang milli einstaklinga, sem er forsenda fyrir því að veiran smitist og dreifi sér.“ Hann segir mögulega þurfa að „herða ólína“ og ítrekar mikilvægi þess að fólk haldi sig heima ef það er veikt. „Við höfum ekki alveg náð því fullkomlega með þessum tilmælum og aðgerðum sem við höfum verið að koma með undanfarið, og þá þarf kannski að herða ólina enn þá frekar til þess að ná því.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Reykjavík síðdegis Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir viðbúið að sveiflur séu á milli daga hvað varðar fjölda kórónuveirusmita. Það sé þó áhyggjuefni hversu margir séu að greinast utan sóttkvíar, enda bendi það til þess að samfélagslegt smit sé þónokkuð. 37 greindust með kórónuveirusmit síðasta sólarhringinn og voru aðeins ellefu í sóttkví við greiningu. 605 eru nú í einangrun, smitaðir af veirunni, og þrettán liggja á sjúkrahúsi. Þrír eru á gjörgæslu vegna kórónuveirusmits. „Við höfum alltaf verið varkár í að túlka einstaka sveiflur. Þetta er klárlega í öfuga átt við það sem við hefðum viljað sjá,“ sagði Þórólfur í viðtali við Reykjavík síðdegis í dag. Hann, ásamt öðrum meðlimum þríeykisins, fundaði í dag með ríkisstjórninni. Þar lagði Þórólfur til að ekki yrði ráðist í breytingar á fyrirkomulaginu sem er nú í gildi á landamærunum, en helgin myndi ráða úrslitum um hvort gripið yrði til frekari aðgerða innanlands. „Þetta er ekki að ganga mjög mikið niður“ Þórólfur segir þær aðgerðir sem nú eru í gildi duga til þess að koma í veg fyrir að faraldurinn sé í veldisvexti. Vöxturinn sé nokkuð línulegur enn sem komið er, en það geti þó leitt til þess að fleiri gætu veikst. „Það bætast þá við í hópinn stöðugur fjöldi veikra einstaklinga. Það leiðir þá með tímanum til þess að við gætum verið að fá fleiri alvarlega veika.“ Hann segir það ekkert launungamál að hann sé alvarlega að íhuga hertar aðgerðir innanlands. Það sé í skoðun og hann þurfi að ræða það frekar við sína ráðgjafa og ráðamenn. Allar tillögur þurfi að undirbúa vel og vandlega. „Mér finnst þróunin ekki alveg nógu hagstæð fyrir okkur, bæði hvað varðar fjölda tilfella sem eru að greinast og svo eins er að fjölga í hópnum sem þarf að leggjast inn á spítala og eru alvarlega veikir. Það er ekki ánægjulegt að sjá það.“ Hann segir þetta tvennt ráða úrslitum um hvort gripið verði til hertari aðgerða. Smitin dreifðari en í upphafi bylgjunnar Að sögn Þórólfs er uppruni smitanna ekki jafn ljós og áður. Nú sé veiran að greinast utan höfuðborgarsvæðisins og í öllum landshlutum, en þó yfirleitt bundið við fjölskyldur eða ákveðna hópa. Þar má nefna vinnustaði eða staði þar sem fólk stundar líkamsrækt. „Það er náttúrulega vitað að þetta byrjar kannski á einum eða tveimur afmörkuðum stöðum og svo nær þetta að dreifa sér út um allt. Þá verður orsökin eða uppruninn ógreinanlegri,“ segir Þórólfur. „Við höfum verið að biðla til fólks um að passa sig og gæta að þessum einstaklingsbundnum sýkingavörnum, það er það sem skiptir öllu máli. Við höfum líka biðlað til atvinnurekenda að láta fólk vera að vinna heima og nota grímur þar sem ekki er hægt að viðhafa eins metra regluna og svo framvegis.“ Grímuskylda í staðnámi hefur verið tekin upp í mörgum menntaskólum.Vísir/Vilhelm Skilvirkasta leiðin að takmarka samgang Vonir voru bundnar við að núverandi samkomutakmarkanir myndu skila þeim árangri að kúrvan færi niður. Þórólfur segir það gerast hægt og bendir það til þess að aðgerðirnar dugi ekki til, eða þá að fólk sé einfaldlega ekki að fara eftir þeim. Hann segir ekkert annað úrræði vera fyrir hendi en að herða samfélagslegar takmarkanir ef þróunin heldur áfram í sömu átt. Aðferðafræðin sé ekki flókin, enda snúist þetta allt saman um að takmarka samgang fólks. „Þá er ekki annað úrræði í stöðunni í mínum huga en að herða þessar samfélagslegu takmarkanir sem við þurftum að beita síðastliðinn vetur. Það er neyðarúrræði í mínum huga að gera það,“ segir Þórólfur og vísar til þeirra aðgerða sem gripið var til í fyrstu bylgju faraldursins. „Þetta er ekkert flókið hvað við gerðum síðastliðinn vetur. Við fórum í fjöldatakmarkanir varðandi hverjir mættu koma saman, það var ákveðnum stöðum lokað og settar takmarkanir á starfsemi annarra. Það er eina leiðin sem við höfum til þess að minnka þennan samgang milli einstaklinga, sem er forsenda fyrir því að veiran smitist og dreifi sér.“ Hann segir mögulega þurfa að „herða ólína“ og ítrekar mikilvægi þess að fólk haldi sig heima ef það er veikt. „Við höfum ekki alveg náð því fullkomlega með þessum tilmælum og aðgerðum sem við höfum verið að koma með undanfarið, og þá þarf kannski að herða ólina enn þá frekar til þess að ná því.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Reykjavík síðdegis Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Sjá meira