Stór hópur hjá U21 | Leikmenn sem spila á Íslandi ekki í seinni leiknum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. október 2020 17:45 Íslenska U21 árs landsliðið lagði Svía í síðasta leik sem það spilaði. Á myndinni eru Hörður Ingi (t.v.), Willum Þór (f. miðju) og Róbert Orri (t.h.) Daniel Thor Arnar Þór Viðarsson – þjálfari U21 árs landsliðs Íslands í knattspyrnu - hefur valið hópinn fyrir komandi verkefni en liðið mætir Ítalíu og Lúxemborg í undankeppni EM 2021 í þessum mánuði. Stærð hópsins vekur athygli en eðlilegar skýringar eru á því. Næstkomandi föstudag, þann 9. október, fer leikur Íslands og Ítalíu fram á Víkingsvelli. Hefst leikurinn klukkan 15.30 og er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. Fjórum dögum síðar, þriðjudaginn 13. október, fer fram leikur Lúxemborgar og Íslands fram ytra. Í síðari leiknum verða aðeins leikmenn sem spila erlendis til taks. „Hópurinn sem við erum að velja í þetta verkefni er augljóslega töluvert stærri en venjulega. Ástæðan fyrir þessu er einfaldlega sú að þeir leikmenn sem spila með liðum á Íslandi munu ekki ferðast með liðinu til Lúxemborgar í seinni leikinn vegna sóttvarnareglna á landamærum Íslands, því þeir þyrftu að fara í 5-6 daga sóttkví við heimkomuna með tilheyrandi áhrifum á mótahaldið innanlands,“ sagði Arnar Þór á vef KSÍ um valið. Hópur U21 karla fyrir leiki gegn Ítalíu og Lúxemborg - Knattspyrnusamband Íslands https://t.co/xO0Q5bZb47— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) October 2, 2020 Athygli vekur að þrír leikmenn hópsins eru aðeins 17 ára að aldri. Ísak Bergmann Jóhannesson – sem hefur gert frábæra hluti með Norrköping í Svíþjóð, ásamt Danijel Dejan Djuric [Midtjylland í Danmörku] og Hákoni Arnari Haraldssyni [FC Kaupmannahöfn]. „Þeir leikmenn sem koma inn í hópinn fyrir seinni leikinn eru allt strákar sem við erum mjög spenntir fyrir að fá að vinna með og við treystum þeim 100 prósent fyrir því að klára verkefnið með sóma. Þetta eru leikmenn sem annað hvort hafa verið í hóp hjá okkur áður, verið mjög nálægt því að komast í hóp, eða þá aðeins yngri leikmenn sem hafa staðið sig vel með U17 og U19 ára liðunum okkar. Við búum einfaldlega við þann lúxus að geta valið marga mjög góða leikmenn í þetta U21 lið,“ sagði Arnar að lokum. Athugið að leikmenn eru stjörnumerktir eftir því í hvaða leik eða leikjum þeir taka þátt. * bara leikur gegn Ítalíu. ** leikir gegn Ítalíu og Lúxemborg. *** bara leikur gegn Lúxemborg. Hópurinn Markverðir Patrik Sigurður Gunnarsson ** | Viborg FF Elías Rafn Ólafsson ** | Fredericia Hákon Rafn Valdimarsson * | Grótta Útileikmenn Jón Dagur Þorsteinsson * | AGF Alex Þór Hauksson * | Stjarnan Hörður Ingi Gunnarsson * | FH Stefán Teitur Þórðarson * | ÍA Brynjólfur Andersen Willumsson * | Breiðablik Arnór Sigurðsson * | CSKA Moscow Þórir Jóhann Helgason * | FH Finnur Tómas Pálmason * | KR Róbert Orri Þorkelsson * | Breiðablik Valgeir Lunddal Friðriksson * | Valur Alfons Sampsted ** | Bodö Glimt Ari Leifsson ** | Strömgodset Willum Þór Willumsson ** | BATE Kolbeinn Birgir Finnsson ** | Dortmund Sveinn Aron Guðjohnsen ** | OB Ísak Óli Ólafsson ** | Sonderjyske Valdimar Þór Ingimundarson ** | Strömgodset Kolbeinn Þórðarson ** | Lommel Ísak Bergmann Jóhannesson ** | IFK Norrköping Andri Fannar Baldursson ** | Bologna Axel Óskar Andrésson *** | Viking Kristófer Ingi Kristinsson *** | PSV Eindhoven Birkir Valur Jónsson *** | Spartak Trnava Bjarki Steinn Bjarkason *** | Venezia Danijel Dejan Djuric *** | FC Midtjylland Hákon Arnar Haraldsson *** | FC Köbenhavn Mikael Egill Ellertsson *** | SPAL Fótbolti KSÍ Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Pallborðið: Rýnt í möguleika Íslands á EM Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti Fleiri fréttir Glasner hættir með Cryctal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Sjá meira
Arnar Þór Viðarsson – þjálfari U21 árs landsliðs Íslands í knattspyrnu - hefur valið hópinn fyrir komandi verkefni en liðið mætir Ítalíu og Lúxemborg í undankeppni EM 2021 í þessum mánuði. Stærð hópsins vekur athygli en eðlilegar skýringar eru á því. Næstkomandi föstudag, þann 9. október, fer leikur Íslands og Ítalíu fram á Víkingsvelli. Hefst leikurinn klukkan 15.30 og er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. Fjórum dögum síðar, þriðjudaginn 13. október, fer fram leikur Lúxemborgar og Íslands fram ytra. Í síðari leiknum verða aðeins leikmenn sem spila erlendis til taks. „Hópurinn sem við erum að velja í þetta verkefni er augljóslega töluvert stærri en venjulega. Ástæðan fyrir þessu er einfaldlega sú að þeir leikmenn sem spila með liðum á Íslandi munu ekki ferðast með liðinu til Lúxemborgar í seinni leikinn vegna sóttvarnareglna á landamærum Íslands, því þeir þyrftu að fara í 5-6 daga sóttkví við heimkomuna með tilheyrandi áhrifum á mótahaldið innanlands,“ sagði Arnar Þór á vef KSÍ um valið. Hópur U21 karla fyrir leiki gegn Ítalíu og Lúxemborg - Knattspyrnusamband Íslands https://t.co/xO0Q5bZb47— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) October 2, 2020 Athygli vekur að þrír leikmenn hópsins eru aðeins 17 ára að aldri. Ísak Bergmann Jóhannesson – sem hefur gert frábæra hluti með Norrköping í Svíþjóð, ásamt Danijel Dejan Djuric [Midtjylland í Danmörku] og Hákoni Arnari Haraldssyni [FC Kaupmannahöfn]. „Þeir leikmenn sem koma inn í hópinn fyrir seinni leikinn eru allt strákar sem við erum mjög spenntir fyrir að fá að vinna með og við treystum þeim 100 prósent fyrir því að klára verkefnið með sóma. Þetta eru leikmenn sem annað hvort hafa verið í hóp hjá okkur áður, verið mjög nálægt því að komast í hóp, eða þá aðeins yngri leikmenn sem hafa staðið sig vel með U17 og U19 ára liðunum okkar. Við búum einfaldlega við þann lúxus að geta valið marga mjög góða leikmenn í þetta U21 lið,“ sagði Arnar að lokum. Athugið að leikmenn eru stjörnumerktir eftir því í hvaða leik eða leikjum þeir taka þátt. * bara leikur gegn Ítalíu. ** leikir gegn Ítalíu og Lúxemborg. *** bara leikur gegn Lúxemborg. Hópurinn Markverðir Patrik Sigurður Gunnarsson ** | Viborg FF Elías Rafn Ólafsson ** | Fredericia Hákon Rafn Valdimarsson * | Grótta Útileikmenn Jón Dagur Þorsteinsson * | AGF Alex Þór Hauksson * | Stjarnan Hörður Ingi Gunnarsson * | FH Stefán Teitur Þórðarson * | ÍA Brynjólfur Andersen Willumsson * | Breiðablik Arnór Sigurðsson * | CSKA Moscow Þórir Jóhann Helgason * | FH Finnur Tómas Pálmason * | KR Róbert Orri Þorkelsson * | Breiðablik Valgeir Lunddal Friðriksson * | Valur Alfons Sampsted ** | Bodö Glimt Ari Leifsson ** | Strömgodset Willum Þór Willumsson ** | BATE Kolbeinn Birgir Finnsson ** | Dortmund Sveinn Aron Guðjohnsen ** | OB Ísak Óli Ólafsson ** | Sonderjyske Valdimar Þór Ingimundarson ** | Strömgodset Kolbeinn Þórðarson ** | Lommel Ísak Bergmann Jóhannesson ** | IFK Norrköping Andri Fannar Baldursson ** | Bologna Axel Óskar Andrésson *** | Viking Kristófer Ingi Kristinsson *** | PSV Eindhoven Birkir Valur Jónsson *** | Spartak Trnava Bjarki Steinn Bjarkason *** | Venezia Danijel Dejan Djuric *** | FC Midtjylland Hákon Arnar Haraldsson *** | FC Köbenhavn Mikael Egill Ellertsson *** | SPAL
Markverðir Patrik Sigurður Gunnarsson ** | Viborg FF Elías Rafn Ólafsson ** | Fredericia Hákon Rafn Valdimarsson * | Grótta Útileikmenn Jón Dagur Þorsteinsson * | AGF Alex Þór Hauksson * | Stjarnan Hörður Ingi Gunnarsson * | FH Stefán Teitur Þórðarson * | ÍA Brynjólfur Andersen Willumsson * | Breiðablik Arnór Sigurðsson * | CSKA Moscow Þórir Jóhann Helgason * | FH Finnur Tómas Pálmason * | KR Róbert Orri Þorkelsson * | Breiðablik Valgeir Lunddal Friðriksson * | Valur Alfons Sampsted ** | Bodö Glimt Ari Leifsson ** | Strömgodset Willum Þór Willumsson ** | BATE Kolbeinn Birgir Finnsson ** | Dortmund Sveinn Aron Guðjohnsen ** | OB Ísak Óli Ólafsson ** | Sonderjyske Valdimar Þór Ingimundarson ** | Strömgodset Kolbeinn Þórðarson ** | Lommel Ísak Bergmann Jóhannesson ** | IFK Norrköping Andri Fannar Baldursson ** | Bologna Axel Óskar Andrésson *** | Viking Kristófer Ingi Kristinsson *** | PSV Eindhoven Birkir Valur Jónsson *** | Spartak Trnava Bjarki Steinn Bjarkason *** | Venezia Danijel Dejan Djuric *** | FC Midtjylland Hákon Arnar Haraldsson *** | FC Köbenhavn Mikael Egill Ellertsson *** | SPAL
Fótbolti KSÍ Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Pallborðið: Rýnt í möguleika Íslands á EM Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti Fleiri fréttir Glasner hættir með Cryctal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Sjá meira