Macron hefur baráttu gegn aðskilnaðaröflum Samúel Karl Ólason skrifar 2. október 2020 14:43 Emmanuel Macron, forseti Frakklands. AP/Ludovic Marin Emmanuel Macron, forseti Frakklands, opinberaði í dag áætlun ríkisstjórnar sinnar varðandi íslömsk öfgaöfl í landinu. Áætlunin beinst sérstaklega gegn „aðskilnaðaröflum“ og er markmið þeirra að verja franska múslima frá „utanaðkomandi áhrifum,“ eins og forsetinn orðaði það í ræðu í dag. Hann sagði einnig að markmiðið væri að verja lýðveldið og gildi þess og loforð um jafnræði og frelsi. Það er einnig að tryggja franska veraldarhyggju og hlutleysi trúarbragða í Frakklandi. „Veraldarhyggja er grunnur sameinaðs Frakklands,“ sagði Macron í ræðu sinni. „Föllum ekki í gildru öfgamanna sem reyna að setja smánarblett á alla múslima.“ Macron viðurkenndi einnig að ríkinu væri að hluta til um að kenna og að stórum hópum múslima hefði verið komið fyrir á sömu svæðunum, nokkurs konar gettóum. Nýlenduárum Frakklands væri sömuleiðis um að kenna og þá sérstaklega aðgerðum Frakka í Alsír. Þær hefðu skilið eftir sig ör sem hefðu oft leitt til erfiðleika við aðlögun innflytjenda frá fyrrverandi nýlendum. „Við höfum ekki losað okkur við fortíð okkar. Við eigum afar og ömmur sem færðu ör sín yfir á börn þeirra.“ Eins og fram kemur í frétt France24 er um það bil sjö mánuðir frá því Macron tilkynnti að ríkisstjórn hans myndi gera breytingar til að sporna gegn erlendum áhrifum á íslamstrú í Frakklandi. Meðal annars stæði til að koma í veg fyrir að önnur ríki sendu bænapresta og kennara til Frakklands. Tilefni þeirra ummæli voru, að hluta til, vegna þeirra fjölmörgu hryðjuverkaárása sem hafa átt sér stað í Frakklandi á undanförnum árum, samhliða auknum fordómum gegn íslam í Frakklandi. Samkvæmt frétt Guardian mun ríkisstjórn Macron veita embættismönnum aukin völd til að berjast gegn öfgum. Auka á eftirlit með moskum og tryggja að bænaprestar fái þjálfun í Frakklandi. Þá verður hægt að slíta samtökum sem talin eru vinna gegn ríkinu. Einnig á að auka fjárveitingar til mennta- og húsnæðismála og Dómsmálaráðuneytisins. Sömuleiðis verður fjármunum veitt í húsnæðis- og félagsmál. Macron sagði verkefnið sem Frakkar stæðu frammi fyrir vera að berjast gegn öfgum og ´þeim sem vilji sundra í nafni trúar og í senn verja þá múslima sem séu ríkisborgarar lýðveldisins að fullu. Frakkland Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Innlent Fleiri fréttir Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Sjá meira
Emmanuel Macron, forseti Frakklands, opinberaði í dag áætlun ríkisstjórnar sinnar varðandi íslömsk öfgaöfl í landinu. Áætlunin beinst sérstaklega gegn „aðskilnaðaröflum“ og er markmið þeirra að verja franska múslima frá „utanaðkomandi áhrifum,“ eins og forsetinn orðaði það í ræðu í dag. Hann sagði einnig að markmiðið væri að verja lýðveldið og gildi þess og loforð um jafnræði og frelsi. Það er einnig að tryggja franska veraldarhyggju og hlutleysi trúarbragða í Frakklandi. „Veraldarhyggja er grunnur sameinaðs Frakklands,“ sagði Macron í ræðu sinni. „Föllum ekki í gildru öfgamanna sem reyna að setja smánarblett á alla múslima.“ Macron viðurkenndi einnig að ríkinu væri að hluta til um að kenna og að stórum hópum múslima hefði verið komið fyrir á sömu svæðunum, nokkurs konar gettóum. Nýlenduárum Frakklands væri sömuleiðis um að kenna og þá sérstaklega aðgerðum Frakka í Alsír. Þær hefðu skilið eftir sig ör sem hefðu oft leitt til erfiðleika við aðlögun innflytjenda frá fyrrverandi nýlendum. „Við höfum ekki losað okkur við fortíð okkar. Við eigum afar og ömmur sem færðu ör sín yfir á börn þeirra.“ Eins og fram kemur í frétt France24 er um það bil sjö mánuðir frá því Macron tilkynnti að ríkisstjórn hans myndi gera breytingar til að sporna gegn erlendum áhrifum á íslamstrú í Frakklandi. Meðal annars stæði til að koma í veg fyrir að önnur ríki sendu bænapresta og kennara til Frakklands. Tilefni þeirra ummæli voru, að hluta til, vegna þeirra fjölmörgu hryðjuverkaárása sem hafa átt sér stað í Frakklandi á undanförnum árum, samhliða auknum fordómum gegn íslam í Frakklandi. Samkvæmt frétt Guardian mun ríkisstjórn Macron veita embættismönnum aukin völd til að berjast gegn öfgum. Auka á eftirlit með moskum og tryggja að bænaprestar fái þjálfun í Frakklandi. Þá verður hægt að slíta samtökum sem talin eru vinna gegn ríkinu. Einnig á að auka fjárveitingar til mennta- og húsnæðismála og Dómsmálaráðuneytisins. Sömuleiðis verður fjármunum veitt í húsnæðis- og félagsmál. Macron sagði verkefnið sem Frakkar stæðu frammi fyrir vera að berjast gegn öfgum og ´þeim sem vilji sundra í nafni trúar og í senn verja þá múslima sem séu ríkisborgarar lýðveldisins að fullu.
Frakkland Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Innlent Fleiri fréttir Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Sjá meira