Til hamingju með daginn, þroskaþjálfar! Regína Ásvaldsdóttir skrifar 2. október 2020 09:30 Á velferðarsviði Reykjavíkurborgar erum við rík af mannauði en þar starfa fjölmargar fagstéttir svo sem félagsráðgjafar, hjúkrunarfræðingar, iðjuþjálfar, sálfræðingar og síðast en ekki síst þroskaþjálfar, svo fjölmennustu fagstéttirnar séu nefndar. Í dag er einmitt alþjóðadagur þroskaþjálfa og því full ástæða til að minna á hversu mikilvægur hlekkur í velferðarþjónustu þeir eru. Þroskaþjálfar vinna í íbúðakjörnum og sambýlum fyrir fatlað fólk, í hæfingartengdri starfsemi, á skammtímaheimilum fyrir fötluð börn og við ráðgjöf, meðal annars við kennara og foreldra. Ég hef oft furðað mig á því hvað störf þessarar stéttar eru lítið í opinberri umræðu en hún ber uppi afar mikilvæga velferðarþjónustu. Á meðan að á Norðurlöndunum tala ráðamenn alltaf um ,,helse og velferd” í sömu andrá og á Bretlandi ,,health and care” þá hefur hingað til ekki verið hefð fyrir því á Íslandi að tala um heilbrigðis- og velferðarmál sem einn samofinn málaflokk, sem hann svo sannarlega er. Heilsufarsvandamálum fylgir gjarnan félagslegur vandi og viðkvæmir hópar sem búa við skerta færni þurfa á báðum þessum kerfum að halda. Á tímum kórónuveirunnar hefur aldrei sem fyrr reynt á fagfólk sem vinnur við málefni fatlaðs fólks. Þegar hæfingatengd starfsemi var lokuð eða skert í fyrstu bylgju veirunnar í vetur ásamt því að kaffihús, sundlaugar og önnur afþreying var ekki í boði þá kostaði það mikið frumkvæði og seiglu hjá stjórnendum og starfsmönnum á heimilum fyrir fatlað fólk. Auk þess álags sem skapaðist við að íbúar í kjörnunum „misstu“ sín daglegu störf þá þurfti stöðugar endurskipulagningar á vöktum vegna þess hluta starfsmanna sem var í sóttkví auk þeirrar vinnu sem fólst í að viðhalda smitvörnum hjá íbúum. Í yfirstandandi bylgju kórónuveirunnar hefur ungt fólk gjarnan smitast og það er sá hópur sem vinnur meðal annars hlutastörf í íbúðakjörnum fyrir fatlað fólk og þar að leiðandi hefur þessi bylgja bitnað verulega á starfsemi slíkra heimila. Þegar smit kemur upp hjá íbúa þá reynir sem aldrei fyrr á útsjónarsemi og úthald stjórnenda sem í flestum tilvikum eru þroskaþjálfar. Og það er einmitt vegna þessa úthalds, seiglu, fagmennsku og helgun í starfi sem okkur hefur tekist vel sem samfélagi að vernda viðkvæma hópa. Við erum því stolt af þeim fjölmörgu þroskaþjálfum sem starfa á velferðarsviði Reykjavíkurborgar sem hafa staðist með glansi eitt þyngsta álagspróf sem hefur verið lagt á stéttina í tengslum við yfirstandandi kórónuveirufaraldur. Til hamingju með daginn! Höfundur er sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Regína Ásvaldsdóttir Mest lesið Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Sjá meira
Á velferðarsviði Reykjavíkurborgar erum við rík af mannauði en þar starfa fjölmargar fagstéttir svo sem félagsráðgjafar, hjúkrunarfræðingar, iðjuþjálfar, sálfræðingar og síðast en ekki síst þroskaþjálfar, svo fjölmennustu fagstéttirnar séu nefndar. Í dag er einmitt alþjóðadagur þroskaþjálfa og því full ástæða til að minna á hversu mikilvægur hlekkur í velferðarþjónustu þeir eru. Þroskaþjálfar vinna í íbúðakjörnum og sambýlum fyrir fatlað fólk, í hæfingartengdri starfsemi, á skammtímaheimilum fyrir fötluð börn og við ráðgjöf, meðal annars við kennara og foreldra. Ég hef oft furðað mig á því hvað störf þessarar stéttar eru lítið í opinberri umræðu en hún ber uppi afar mikilvæga velferðarþjónustu. Á meðan að á Norðurlöndunum tala ráðamenn alltaf um ,,helse og velferd” í sömu andrá og á Bretlandi ,,health and care” þá hefur hingað til ekki verið hefð fyrir því á Íslandi að tala um heilbrigðis- og velferðarmál sem einn samofinn málaflokk, sem hann svo sannarlega er. Heilsufarsvandamálum fylgir gjarnan félagslegur vandi og viðkvæmir hópar sem búa við skerta færni þurfa á báðum þessum kerfum að halda. Á tímum kórónuveirunnar hefur aldrei sem fyrr reynt á fagfólk sem vinnur við málefni fatlaðs fólks. Þegar hæfingatengd starfsemi var lokuð eða skert í fyrstu bylgju veirunnar í vetur ásamt því að kaffihús, sundlaugar og önnur afþreying var ekki í boði þá kostaði það mikið frumkvæði og seiglu hjá stjórnendum og starfsmönnum á heimilum fyrir fatlað fólk. Auk þess álags sem skapaðist við að íbúar í kjörnunum „misstu“ sín daglegu störf þá þurfti stöðugar endurskipulagningar á vöktum vegna þess hluta starfsmanna sem var í sóttkví auk þeirrar vinnu sem fólst í að viðhalda smitvörnum hjá íbúum. Í yfirstandandi bylgju kórónuveirunnar hefur ungt fólk gjarnan smitast og það er sá hópur sem vinnur meðal annars hlutastörf í íbúðakjörnum fyrir fatlað fólk og þar að leiðandi hefur þessi bylgja bitnað verulega á starfsemi slíkra heimila. Þegar smit kemur upp hjá íbúa þá reynir sem aldrei fyrr á útsjónarsemi og úthald stjórnenda sem í flestum tilvikum eru þroskaþjálfar. Og það er einmitt vegna þessa úthalds, seiglu, fagmennsku og helgun í starfi sem okkur hefur tekist vel sem samfélagi að vernda viðkvæma hópa. Við erum því stolt af þeim fjölmörgu þroskaþjálfum sem starfa á velferðarsviði Reykjavíkurborgar sem hafa staðist með glansi eitt þyngsta álagspróf sem hefur verið lagt á stéttina í tengslum við yfirstandandi kórónuveirufaraldur. Til hamingju með daginn! Höfundur er sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar.
Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun