„Við erum alls ekki öll á sama báti“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. október 2020 20:47 Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður utan flokka, sagði í ræðu sinni á Alþingi í kvöld að mikil vonbrigði væri að sjá lagafrumvarp dómsmálaráðherra um útlendinga á þingmálaskrá. Vísir/Vilhelm Málefni innflytjenda og þeirra sem minna mega sín voru í forgrunni í ræðu Rósu Bjarkar Brynjólfsdóttur, þingmanns utan flokka, í eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld. Hún kallaði eftir meiri mannúð í málaflokkinn, nokkuð sem beðið hafi verið eftir síðastliðin þrjú ár, síðan ríkisstjórnin gaf um það fyrirheit. „Íslenskt samfélag á að vera manneskjulegt samfélag sem lætur ekki 200 manns bíða í röð á fimmtudagseftirmiðdegi eftir matargjöfum. Íslenskt samfélag á ekki að reka börn eða barnafjölskyldur af erlendum upprúna úr landi,“ sagði Rósa Björk. Horfa má á beina útsendingu frá eldhúsdagsumræðunum hér. Rósa sagði sig úr þingflokki Vinstri grænna og hreyfingunni sem slíkri þann 17. september síðastliðinn og var ástæðan að hennar sögn brottvísun egypsku Khedr-fjölskyldunnar sem þá var fyrirhuguð. „Meirihluti almennings vill ekki þessa hörku, eins og nýleg skoðanakönnun sýnir um jákvæðari afstöðu fólks en áður til samborgara okkar af erlendum uppruna,“ sagði Rósa. „Það eru því stór vonbrigði að sjá lagafrumvarp dómsmálaráðherra um útlendinga á þingmálaskránni. Frumvarp sem er harðlega gagnrýnt af mannréttindasamtökum.“ Hún sagði íslenskt samfélag eiga að taka utan um öll þau sem minna mega sín með opnum faðmi og láta sterk, mannúðleg kerfi grípa fólk við erfiðar aðstæður og tryggja jöfn tækifæri fyrir okkur öll. Sama hvaðan við erum og hver við erum. „Kórónuveiran hefur afhjúpað að við erum alls ekki í sama báti eins og fjármálaráðherra lýsti fyrir nokkru. Við erum hins vegar öll í sama storminum, eins og Greta Thunberg minnti okkur á, hvort sem um er að ræða kórónuveirufaraldurinn, áhrif loftslagsbreytinga eða efnahagskreppu.“ Alþingi Hælisleitendur Tengdar fréttir Sagði stefnu ríkisstjórnarinnar vera fáránlega Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, greip orð Katrínar Jakobsdóttur í stefnuræðu hennar um franska rithöfundinn Albert Camus á lofti, í andsvari hans við stefnuræðunni. Sagði hann að stefna ríkisstjórnarinnar væri í anda Camus. 1. október 2020 19:57 Tækifæri fyrir Alþingi að breyta stjórnarskrá „með skynsamlegum hætti“ Kórónuveirufaraldurinn lék lykilhlutverk í stefnuræður Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, í eldhúsdagsumræðum á Alþingi nú í kvöld. 1. október 2020 19:51 Bein útsending: Stefnuræða forsætisráðherra og eldhúsdagsumræður Umræða um stefnuræðu forsætisráðherra fer fram í kvöld klukkan 19:30. 1. október 2020 19:07 Mest lesið Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Málefni innflytjenda og þeirra sem minna mega sín voru í forgrunni í ræðu Rósu Bjarkar Brynjólfsdóttur, þingmanns utan flokka, í eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld. Hún kallaði eftir meiri mannúð í málaflokkinn, nokkuð sem beðið hafi verið eftir síðastliðin þrjú ár, síðan ríkisstjórnin gaf um það fyrirheit. „Íslenskt samfélag á að vera manneskjulegt samfélag sem lætur ekki 200 manns bíða í röð á fimmtudagseftirmiðdegi eftir matargjöfum. Íslenskt samfélag á ekki að reka börn eða barnafjölskyldur af erlendum upprúna úr landi,“ sagði Rósa Björk. Horfa má á beina útsendingu frá eldhúsdagsumræðunum hér. Rósa sagði sig úr þingflokki Vinstri grænna og hreyfingunni sem slíkri þann 17. september síðastliðinn og var ástæðan að hennar sögn brottvísun egypsku Khedr-fjölskyldunnar sem þá var fyrirhuguð. „Meirihluti almennings vill ekki þessa hörku, eins og nýleg skoðanakönnun sýnir um jákvæðari afstöðu fólks en áður til samborgara okkar af erlendum uppruna,“ sagði Rósa. „Það eru því stór vonbrigði að sjá lagafrumvarp dómsmálaráðherra um útlendinga á þingmálaskránni. Frumvarp sem er harðlega gagnrýnt af mannréttindasamtökum.“ Hún sagði íslenskt samfélag eiga að taka utan um öll þau sem minna mega sín með opnum faðmi og láta sterk, mannúðleg kerfi grípa fólk við erfiðar aðstæður og tryggja jöfn tækifæri fyrir okkur öll. Sama hvaðan við erum og hver við erum. „Kórónuveiran hefur afhjúpað að við erum alls ekki í sama báti eins og fjármálaráðherra lýsti fyrir nokkru. Við erum hins vegar öll í sama storminum, eins og Greta Thunberg minnti okkur á, hvort sem um er að ræða kórónuveirufaraldurinn, áhrif loftslagsbreytinga eða efnahagskreppu.“
Alþingi Hælisleitendur Tengdar fréttir Sagði stefnu ríkisstjórnarinnar vera fáránlega Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, greip orð Katrínar Jakobsdóttur í stefnuræðu hennar um franska rithöfundinn Albert Camus á lofti, í andsvari hans við stefnuræðunni. Sagði hann að stefna ríkisstjórnarinnar væri í anda Camus. 1. október 2020 19:57 Tækifæri fyrir Alþingi að breyta stjórnarskrá „með skynsamlegum hætti“ Kórónuveirufaraldurinn lék lykilhlutverk í stefnuræður Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, í eldhúsdagsumræðum á Alþingi nú í kvöld. 1. október 2020 19:51 Bein útsending: Stefnuræða forsætisráðherra og eldhúsdagsumræður Umræða um stefnuræðu forsætisráðherra fer fram í kvöld klukkan 19:30. 1. október 2020 19:07 Mest lesið Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Sagði stefnu ríkisstjórnarinnar vera fáránlega Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, greip orð Katrínar Jakobsdóttur í stefnuræðu hennar um franska rithöfundinn Albert Camus á lofti, í andsvari hans við stefnuræðunni. Sagði hann að stefna ríkisstjórnarinnar væri í anda Camus. 1. október 2020 19:57
Tækifæri fyrir Alþingi að breyta stjórnarskrá „með skynsamlegum hætti“ Kórónuveirufaraldurinn lék lykilhlutverk í stefnuræður Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, í eldhúsdagsumræðum á Alþingi nú í kvöld. 1. október 2020 19:51
Bein útsending: Stefnuræða forsætisráðherra og eldhúsdagsumræður Umræða um stefnuræðu forsætisráðherra fer fram í kvöld klukkan 19:30. 1. október 2020 19:07
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?