Ráðstöfunartekjur tekjulægstu hækka um tíu þúsund á mánuði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. október 2020 11:22 Fjárlagafrumvarp fylgir haustinu eins og svo margt fleira. Þessi mynd var tekin í haustsól í Reykjavík á dögunum. Vísir/Vilhelm Ráðstöfunartekjur þeirra tekjulægstu hækka um rúmlega 120 þúsund krónur á næsta ári, tíu þúsund krónur á mánuði, vegna breytinga á tekjuskatti einstaklinga með þriggja þrepa skattkerfi. Hækkun persónuafsláttar í fyrra skilar heimilunum tæpum tveimur milljörðum á ári. Þetta kemur fram í kynningu fjármálaráðherra með fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 2021. „Skattar verða 34 milljörðum króna lægri á næsta ári en þeir hefðu orðið ef ekki hefðu komið til ákvarðanir ríkisstjórnarinnar um skattbreytingar frá árinu 2017,“ segir í kynningunni. Sérstakar aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins lækki að auki tekjur ríkissjóðs um rúmlega 17 milljarða á næsta ári og verða því skattar á árinu 2021 tæpum 52 milljörðum lægri en þeir hefðu orðið án breytinga frá árinu 2017. Tryggingagjald lækkað „Skattbreytingar síðustu ára hafa falið í sér endurskoðun á skattkerfinu með það fyrir augum að auka ráðstöfunartekjur lægri tekjuhópa, bæta samkeppnishæfni atvinnulífsins og vinna að framgangi umhverfismarkmiða ríkisstjórnarinnar.“ Tryggingagjald hefur einnig verið lækkað á kjörtímabilinu og verður skattbyrði fyrirtækja átta milljörðum króna minni á næsta ári en ella hefði orðið. „Er þá ótalin fyrirhuguð tímabundin lækkun tryggingagjalds til að mæta áhrifum launahækkana samkvæmt Lífskjarasamningnum. Einnig hefur verið tvöfölduð upphæð rannsóknar- og þróunarkostnaðar fyrirtækja sem endurgreidd er af ríkinu.“ Í tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu segir að sú áhersla sem ríkisstjórnin hafi lagt á umhverfisvernd og á að takmarka kolefnislosun endurspeglist í endurskoðun einstakra skatta. Breytingar hjálpi eignaminni dánarbúum „Kolefnisgjald hefur hækkað markvert á kjörtímabilinu og lagður hefur verið skattur á losun flúoraðra gróðurhúsalofttegunda en um leið gefinn eftir virðisaukaskattur af kaupum á vistvænum ökutækjum, hjólum og heimahleðslustöðvum.“ Í fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir að frítekjumark erfðafjárskatts verði hækkað en áætlað er að við það muni álögur minnka um 500 milljónir króna árið 2021 sem gagnist eignaminni dánarbúum best. „Þá er verið að leggja lokahönd á endurskoðun stofns fjármagnstekjuskatts. Að lokum er gert er ráð fyrir að nýir eða auknir skattastyrkir til að styðja við félög sem starfa í þágu almannaheilla í svokölluðum þriðja geira kosti ríkissjóð um 2,1 ma.kr.“ Allt það helsta um fjárlagafrumvarpið 2021 má finna í Vaktinni á Vísi. Skattar og tollar Fjárlagafrumvarp 2021 Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Braust inn og stal bjórkútum Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira
Ráðstöfunartekjur þeirra tekjulægstu hækka um rúmlega 120 þúsund krónur á næsta ári, tíu þúsund krónur á mánuði, vegna breytinga á tekjuskatti einstaklinga með þriggja þrepa skattkerfi. Hækkun persónuafsláttar í fyrra skilar heimilunum tæpum tveimur milljörðum á ári. Þetta kemur fram í kynningu fjármálaráðherra með fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 2021. „Skattar verða 34 milljörðum króna lægri á næsta ári en þeir hefðu orðið ef ekki hefðu komið til ákvarðanir ríkisstjórnarinnar um skattbreytingar frá árinu 2017,“ segir í kynningunni. Sérstakar aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins lækki að auki tekjur ríkissjóðs um rúmlega 17 milljarða á næsta ári og verða því skattar á árinu 2021 tæpum 52 milljörðum lægri en þeir hefðu orðið án breytinga frá árinu 2017. Tryggingagjald lækkað „Skattbreytingar síðustu ára hafa falið í sér endurskoðun á skattkerfinu með það fyrir augum að auka ráðstöfunartekjur lægri tekjuhópa, bæta samkeppnishæfni atvinnulífsins og vinna að framgangi umhverfismarkmiða ríkisstjórnarinnar.“ Tryggingagjald hefur einnig verið lækkað á kjörtímabilinu og verður skattbyrði fyrirtækja átta milljörðum króna minni á næsta ári en ella hefði orðið. „Er þá ótalin fyrirhuguð tímabundin lækkun tryggingagjalds til að mæta áhrifum launahækkana samkvæmt Lífskjarasamningnum. Einnig hefur verið tvöfölduð upphæð rannsóknar- og þróunarkostnaðar fyrirtækja sem endurgreidd er af ríkinu.“ Í tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu segir að sú áhersla sem ríkisstjórnin hafi lagt á umhverfisvernd og á að takmarka kolefnislosun endurspeglist í endurskoðun einstakra skatta. Breytingar hjálpi eignaminni dánarbúum „Kolefnisgjald hefur hækkað markvert á kjörtímabilinu og lagður hefur verið skattur á losun flúoraðra gróðurhúsalofttegunda en um leið gefinn eftir virðisaukaskattur af kaupum á vistvænum ökutækjum, hjólum og heimahleðslustöðvum.“ Í fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir að frítekjumark erfðafjárskatts verði hækkað en áætlað er að við það muni álögur minnka um 500 milljónir króna árið 2021 sem gagnist eignaminni dánarbúum best. „Þá er verið að leggja lokahönd á endurskoðun stofns fjármagnstekjuskatts. Að lokum er gert er ráð fyrir að nýir eða auknir skattastyrkir til að styðja við félög sem starfa í þágu almannaheilla í svokölluðum þriðja geira kosti ríkissjóð um 2,1 ma.kr.“ Allt það helsta um fjárlagafrumvarpið 2021 má finna í Vaktinni á Vísi.
Skattar og tollar Fjárlagafrumvarp 2021 Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Braust inn og stal bjórkútum Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira