Guðmundur á Núpum játaði skilasvik og peningaþvætti Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. september 2020 10:16 Plaza-byggingin í New York þar sem félag Guðmundur átti stóra hluti í tveimur íbúðum. Getty Guðmundur A. Birgisson, oft kenndur við Núpa í Ölfusi, játaði fyrir héraðsdómi skilasvik og peningaþvætti í tengslum við gjaldþrot hans. Guðmundur var ákærður af héraðssaksóknara fyrir að hafa haldið eftir eignum að verðmæti að minnsta kosti tæpra 293 milljóna króna, þar á meðal fasteignum á Spáni og Bandaríkjunum og málverki sem var metið á milljónir króna. Ríkisútvarpið greinir frá því að Guðmundur hafi játað sök við fyrirtöku málsins í Héraðsdómi Suðurlands. Var málið því flutt sem játningamál. Héraðsdómur á eftir að komast að niðurstöðu í málinu sem reikna má með á allra næstu vikum. Sem umsvifamikill kaupsýslumaður sem var meðal annars skattakóngur á Suðurlandi á sínum tíma viðaði Guðmundur að sér ýmsum eignum. Eftir að hann var úrskurðaður gjaldþrota í desember árið 2013 er hann sagður hafa dulið og haldið frá skiptastjóra þrotabúsins ýmsum eignum. Guðmundur hafi ýmist vanrækt að upplýsa um eignirnar, veitt rangar eða villandi upplýsingar um eignarhald þeirra eða ráðstafað þeim, að því er sagði í ákæru héraðssaksóknara. Við skýrslutökur upplýsti Guðmundur þannig ekki að hann ætti íbúðarhúsnæði í Alicante á Spáni eða að félög í hans eigu ættu fasteignir á Flórída og í New York í Bandaríkjunum. Þá veitti hann rangar eða villandi upplýsingar um eignirnar þegar hann var spurður sérstaklega út í þær. Á meðal eignanna voru hlutir í tveimur íbúðum í svonefndri Plaza-byggingu á Manhattan-eyju í New York. Guðmundur reyndi síðan að koma eignunum undan með því að breyta eignarhaldi á þeim. Þannig hafi félag hans afsalað eigninni á Flórída til annars bandarísks félags í hans eigu. Hann reyndi einnig að breyta nafni félagsins og samþykktum þess á hátt sem héraðssaksóknari telur að hafi átt að koma í veg fyrir að þrotabúið næði til eignanna. Fram kom í ákærunni að þrotabúinu hafi tekist að ná umráðum yfir fasteignunum og selja þær. Af söluandvirði eignanna hefur jafnvirði rúmra 286,6 milljóna króna runnið til þrotabúsins. Dómsmál Mest lesið Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira
Guðmundur A. Birgisson, oft kenndur við Núpa í Ölfusi, játaði fyrir héraðsdómi skilasvik og peningaþvætti í tengslum við gjaldþrot hans. Guðmundur var ákærður af héraðssaksóknara fyrir að hafa haldið eftir eignum að verðmæti að minnsta kosti tæpra 293 milljóna króna, þar á meðal fasteignum á Spáni og Bandaríkjunum og málverki sem var metið á milljónir króna. Ríkisútvarpið greinir frá því að Guðmundur hafi játað sök við fyrirtöku málsins í Héraðsdómi Suðurlands. Var málið því flutt sem játningamál. Héraðsdómur á eftir að komast að niðurstöðu í málinu sem reikna má með á allra næstu vikum. Sem umsvifamikill kaupsýslumaður sem var meðal annars skattakóngur á Suðurlandi á sínum tíma viðaði Guðmundur að sér ýmsum eignum. Eftir að hann var úrskurðaður gjaldþrota í desember árið 2013 er hann sagður hafa dulið og haldið frá skiptastjóra þrotabúsins ýmsum eignum. Guðmundur hafi ýmist vanrækt að upplýsa um eignirnar, veitt rangar eða villandi upplýsingar um eignarhald þeirra eða ráðstafað þeim, að því er sagði í ákæru héraðssaksóknara. Við skýrslutökur upplýsti Guðmundur þannig ekki að hann ætti íbúðarhúsnæði í Alicante á Spáni eða að félög í hans eigu ættu fasteignir á Flórída og í New York í Bandaríkjunum. Þá veitti hann rangar eða villandi upplýsingar um eignirnar þegar hann var spurður sérstaklega út í þær. Á meðal eignanna voru hlutir í tveimur íbúðum í svonefndri Plaza-byggingu á Manhattan-eyju í New York. Guðmundur reyndi síðan að koma eignunum undan með því að breyta eignarhaldi á þeim. Þannig hafi félag hans afsalað eigninni á Flórída til annars bandarísks félags í hans eigu. Hann reyndi einnig að breyta nafni félagsins og samþykktum þess á hátt sem héraðssaksóknari telur að hafi átt að koma í veg fyrir að þrotabúið næði til eignanna. Fram kom í ákærunni að þrotabúinu hafi tekist að ná umráðum yfir fasteignunum og selja þær. Af söluandvirði eignanna hefur jafnvirði rúmra 286,6 milljóna króna runnið til þrotabúsins.
Dómsmál Mest lesið Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira