Segir SA hafa sett á svið sjónarspil og skrípaleik Vésteinn Örn Pétursson skrifar 29. september 2020 20:24 Sólveig Anna Jónsdóttir er formaður Eflingar. Vísir/Vilhelm Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir Samtök atvinnulífsins hafa sett á svið „sjónarspil“ og „skrípaleik“ þegar til stóð að fara í atkvæðagreiðslu um hvort segja ætti Lífskjarasamningnum upp. Í dag tók SA ákvörðun um að láta samningana standa og hætta við atkvæðagreiðsluna. Sólveig Anna var til viðtals í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni fyrr í dag. Þar sagði hún að sér hafi þótt merkilegt að „verða vitni að því sjónarspili sem gengið hefur á síðustu daga, þessum skrípaleik sem Samtök atvinnulífsins settu á svið.“ Hún hafi sagt, og segi áfram, að það sem hún kallar aðför að kjörum þeirra lægst launuðu á Íslandi hafi verið með ólíkindum. „Ég vona bara að þetta verði lengi í minnum haft, og blekkingarnar sem viðhafðar voru um að forsendur samninganna væru brostnar voru svo óheiðarlegar að það er bara varla hægt að lýsa því,“ sagði Sólveig Anna. Þá segir hún SA löngum hafa vitað að ekki hafi verið þörf á að segja upp samningnum, þrátt fyrir stöðuna sem uppi er á íslenskum vinnumarkaði vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins. „Þess vegna fór af stað þessi leiksýning sem breyttist svo í einhverskonar fjárkúgun á hendur stjórnvöldum,“ segir Sólveig Anna og vísar þar til framlengingar stjórnvalda á lækkun tryggingagjalds sem kynnt var í dag, ásamt öðrum aðgerðum sem ætlað er að styðja við vinnumarkaðinn. SA hafi tekið kjarasamninga í gíslingu Aðspurð hvor hún væri ekki sammála því að íslensk fyrirtæki eigi undir högg að sækja sagði Sólveig að þó svo væri hafi ekki verið þörf á að segja Lífskjarasamningnum upp. Það myndi bitna á lægst launaða fólki landsins. Útspil SA hafi snúist um að hafa launahækkanir af þeim hópi. „Ég hef komið þessu á framfæri við stjórnvöld og ég hef reynt að segja þetta í greinaskrifum. Ef fyrirtæki vill lækka launakostnað hjá sér, þar sem fólk er verulega yfirborgað, þá er það þeim bara í sjálfsvald sett. Það að Samtök atvinnulífsins hafi tekið þessa kjarasamninga í gíslingu, kjarasamninga sem ná yfir 120 þúsund manns um það bil á vinnumarkaði, er ótrúlegt.“ Þá sagði Sólveig að eina orðið sem henni dytti í hug yfir það sem hún hefði orðið vitni að sé „spilling.“ „Það hlýtur bara að vera einhverskonar spilling að stjórnvöld hafi ekki sett Halldóri Benjamín og Samtökum atvinnulífsins stólinn fyrir dyrnar. Ég er stórkostlega undrandi á því að lýðræðislega kjörin stjórnvöld hafi bara látið undan og hafi sjálf ekki virst upplifa að þetta væri aðför að öllu sem kalla mætti einhverskonar eðlilegt ástand í lýðræðislegu samfélagi,“ sagði Sólveig Anna en viðtalið við hana má heyra í heild sinni hér ofar í fréttinni. Kjaramál Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Telur erfiðan vetur framundan þrátt fyrir að stillt hafi verið til friðar Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins telur fullvíst að erfiður vetur sé framundan hjá fyrirtækjum landsins, þrátt fyrir að stillt hafi verið til friðar á vinnumarkaði með aðgerðum ríkistjórnarinnar sem kynntar voru í dag. 29. september 2020 18:58 Hætta við atkvæðagreiðslu og standa við lífskjarasamninginn Framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsins hefur ákveðið að standa áfram við lífskjarasamninginn sem undirritaður var í vor. 29. september 2020 14:50 Segir ákvörðunina fyrirsjáanlega en rökrétta Forseti ASÍ segir ákvörðun stjórnar SA um að láta lífskjarasamningana standa áfram hafa verið fyrirsjáanlega. Það kom henni á óvart að atkvæðagreiðsla um málið hafi verið blásin af. 29. september 2020 19:18 Mest lesið Drengurinn fannst heill á húfi Innlent Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Guðrún hrókerar í þingflokknum Innlent Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Erlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Sjá meira
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir Samtök atvinnulífsins hafa sett á svið „sjónarspil“ og „skrípaleik“ þegar til stóð að fara í atkvæðagreiðslu um hvort segja ætti Lífskjarasamningnum upp. Í dag tók SA ákvörðun um að láta samningana standa og hætta við atkvæðagreiðsluna. Sólveig Anna var til viðtals í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni fyrr í dag. Þar sagði hún að sér hafi þótt merkilegt að „verða vitni að því sjónarspili sem gengið hefur á síðustu daga, þessum skrípaleik sem Samtök atvinnulífsins settu á svið.“ Hún hafi sagt, og segi áfram, að það sem hún kallar aðför að kjörum þeirra lægst launuðu á Íslandi hafi verið með ólíkindum. „Ég vona bara að þetta verði lengi í minnum haft, og blekkingarnar sem viðhafðar voru um að forsendur samninganna væru brostnar voru svo óheiðarlegar að það er bara varla hægt að lýsa því,“ sagði Sólveig Anna. Þá segir hún SA löngum hafa vitað að ekki hafi verið þörf á að segja upp samningnum, þrátt fyrir stöðuna sem uppi er á íslenskum vinnumarkaði vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins. „Þess vegna fór af stað þessi leiksýning sem breyttist svo í einhverskonar fjárkúgun á hendur stjórnvöldum,“ segir Sólveig Anna og vísar þar til framlengingar stjórnvalda á lækkun tryggingagjalds sem kynnt var í dag, ásamt öðrum aðgerðum sem ætlað er að styðja við vinnumarkaðinn. SA hafi tekið kjarasamninga í gíslingu Aðspurð hvor hún væri ekki sammála því að íslensk fyrirtæki eigi undir högg að sækja sagði Sólveig að þó svo væri hafi ekki verið þörf á að segja Lífskjarasamningnum upp. Það myndi bitna á lægst launaða fólki landsins. Útspil SA hafi snúist um að hafa launahækkanir af þeim hópi. „Ég hef komið þessu á framfæri við stjórnvöld og ég hef reynt að segja þetta í greinaskrifum. Ef fyrirtæki vill lækka launakostnað hjá sér, þar sem fólk er verulega yfirborgað, þá er það þeim bara í sjálfsvald sett. Það að Samtök atvinnulífsins hafi tekið þessa kjarasamninga í gíslingu, kjarasamninga sem ná yfir 120 þúsund manns um það bil á vinnumarkaði, er ótrúlegt.“ Þá sagði Sólveig að eina orðið sem henni dytti í hug yfir það sem hún hefði orðið vitni að sé „spilling.“ „Það hlýtur bara að vera einhverskonar spilling að stjórnvöld hafi ekki sett Halldóri Benjamín og Samtökum atvinnulífsins stólinn fyrir dyrnar. Ég er stórkostlega undrandi á því að lýðræðislega kjörin stjórnvöld hafi bara látið undan og hafi sjálf ekki virst upplifa að þetta væri aðför að öllu sem kalla mætti einhverskonar eðlilegt ástand í lýðræðislegu samfélagi,“ sagði Sólveig Anna en viðtalið við hana má heyra í heild sinni hér ofar í fréttinni.
Kjaramál Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Telur erfiðan vetur framundan þrátt fyrir að stillt hafi verið til friðar Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins telur fullvíst að erfiður vetur sé framundan hjá fyrirtækjum landsins, þrátt fyrir að stillt hafi verið til friðar á vinnumarkaði með aðgerðum ríkistjórnarinnar sem kynntar voru í dag. 29. september 2020 18:58 Hætta við atkvæðagreiðslu og standa við lífskjarasamninginn Framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsins hefur ákveðið að standa áfram við lífskjarasamninginn sem undirritaður var í vor. 29. september 2020 14:50 Segir ákvörðunina fyrirsjáanlega en rökrétta Forseti ASÍ segir ákvörðun stjórnar SA um að láta lífskjarasamningana standa áfram hafa verið fyrirsjáanlega. Það kom henni á óvart að atkvæðagreiðsla um málið hafi verið blásin af. 29. september 2020 19:18 Mest lesið Drengurinn fannst heill á húfi Innlent Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Guðrún hrókerar í þingflokknum Innlent Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Erlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Sjá meira
Telur erfiðan vetur framundan þrátt fyrir að stillt hafi verið til friðar Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins telur fullvíst að erfiður vetur sé framundan hjá fyrirtækjum landsins, þrátt fyrir að stillt hafi verið til friðar á vinnumarkaði með aðgerðum ríkistjórnarinnar sem kynntar voru í dag. 29. september 2020 18:58
Hætta við atkvæðagreiðslu og standa við lífskjarasamninginn Framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsins hefur ákveðið að standa áfram við lífskjarasamninginn sem undirritaður var í vor. 29. september 2020 14:50
Segir ákvörðunina fyrirsjáanlega en rökrétta Forseti ASÍ segir ákvörðun stjórnar SA um að láta lífskjarasamningana standa áfram hafa verið fyrirsjáanlega. Það kom henni á óvart að atkvæðagreiðsla um málið hafi verið blásin af. 29. september 2020 19:18
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent