Sólveig og Ragnar gefa lítið fyrir orðræðu Gylfa Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. september 2020 10:44 Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar og Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR. Vísir/vilhelm Formenn verkalýðsfélaganna VR og Eflingar gefa lítið fyrir ummæli Gylfa Arnbjörnssonar, fyrrverandi forseta Alþýðusambands Íslands, um að honum hugnist ekki orðræða verkalýðsforystunnar í kjarabaráttunni undanfarin misseri. Þau gagnrýna bæði stefnu ASÍ undir handleiðslu Gylfa í pistlum sem þau birtu á Facebook í morgun. Gylfi sagði í viðtali við Morgunblaðið í morgun að orðræðan úr herbúðum verkalýðshreyfingarinnar og samskipti hennar væru „beinskeyttari“ en áður. Þetta kæmi honum ekki á óvart. Hann hefði ekki gefið kost á sér til endurkjörs á sínum tíma þar sem hann hefði ekki talið sig geta „staðið fyrir svona stefnu og framgöngu“. Þá sagði Gylfi að það valdi sér áhyggjum að svo virðist sem atvinnurekendur og verkalýðshreyfingin ræðist ekki við. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir í færslu á Facebook-síðu sinni í morgun að sér „hugnist ekki orðræða Samtaka atvinnulífsins“. ASÍ hafi, undir forystu Gylfa og stuðningsmanna hans, „skrapað botninn í trausti í íslensku samfélagi“. Það hafi ekki verið fyrr en ný forysta tók við í verkalýðshreyfingunni sem baráttan fyrir bættum lífskjörum hafi byrjað fyrir alvöru. „[…] með nýju og öflugu fólki sem var ekki tilbúið að sættast við gamlar hagfræðikenningar vinnumarkaðarins sem voru orðnar jafn úreltar og innihaldslausar og fjármálakerfisins. Traust almennings til Alþýðusambandsins mælist nú í hæstu hæðum,“ skrifar Ragnar. Þá sé ný forysta Samtaka atvinnulífsins jafnframt einbeittari en áður „að halda kjörum niðri hvað sem það kostar“. „Orðræðan sem ný forysta verkalýðshreyfingarinnar hefur mátt þola af hendi félagasamtaka tengdum atvinnulífinu og leigupennum forréttindastéttarinnar er líklega fordæmalaus.Við höfum verið úthrópuð og kölluð öllum þeim fúk og uppnefnum sem fyrir finnast í íslensku máli. Ekki vælum við yfir því, þó viðsemjendur okkar grenja yfir því á opinberum vettvangi að þessum árásum þeirra sé svarað fullum hálsi,“ skrifar Ragnar. Hann kveðst að endingu vonsvikinn yfir því að fyrrverandi forseti ASÍ skuli tileinka sér „málstað SA“. „En kemur svo sem ekki á óvart þar sem erfitt var að greina á milli SA og ASÍ undir hans stjórn, og stuðningsmanna hans. Viðhorfið til fyrrum umbjóðenda og félaga hefur greinilega lítið breyst,“ skrifar Ragnar. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar tekur í sama streng í færslu sinni á Facebook í morgun. „Allt í lagi, Gylfi, mér hugnast ekki heldur sú samræmda láglaunastefna sem er arfleið þín á íslenskum vinnumarkaði, láglaunastefnan sem gerir það að verkum að verkakonur þurfa að þræla sér út þangað til þær missa heilsuna og enda sem fátækir öryrkjar. Áhugaleysi þitt gagnvart kjörum kven-vinnuaflsins fer í sögubækurnar. Thanks for nothing, Gylfi,“ skrifar Sólveig. Þá vísar Sólveig í ályktun sem Efling sendi frá sér í maí 2018, þegar Gylfi sat enn sem forseti ASÍ. Í ályktuninni er málflutningur ASÍ sagður farinn að „ríma rækilega“ við málflutning „forkólfa fjármagnseigenda og auðkýfinga“. Ályktunina má sjá í heild í færslu Sólveigar hér fyrir neðan. Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Fleiri fréttir Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Sjá meira
Formenn verkalýðsfélaganna VR og Eflingar gefa lítið fyrir ummæli Gylfa Arnbjörnssonar, fyrrverandi forseta Alþýðusambands Íslands, um að honum hugnist ekki orðræða verkalýðsforystunnar í kjarabaráttunni undanfarin misseri. Þau gagnrýna bæði stefnu ASÍ undir handleiðslu Gylfa í pistlum sem þau birtu á Facebook í morgun. Gylfi sagði í viðtali við Morgunblaðið í morgun að orðræðan úr herbúðum verkalýðshreyfingarinnar og samskipti hennar væru „beinskeyttari“ en áður. Þetta kæmi honum ekki á óvart. Hann hefði ekki gefið kost á sér til endurkjörs á sínum tíma þar sem hann hefði ekki talið sig geta „staðið fyrir svona stefnu og framgöngu“. Þá sagði Gylfi að það valdi sér áhyggjum að svo virðist sem atvinnurekendur og verkalýðshreyfingin ræðist ekki við. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir í færslu á Facebook-síðu sinni í morgun að sér „hugnist ekki orðræða Samtaka atvinnulífsins“. ASÍ hafi, undir forystu Gylfa og stuðningsmanna hans, „skrapað botninn í trausti í íslensku samfélagi“. Það hafi ekki verið fyrr en ný forysta tók við í verkalýðshreyfingunni sem baráttan fyrir bættum lífskjörum hafi byrjað fyrir alvöru. „[…] með nýju og öflugu fólki sem var ekki tilbúið að sættast við gamlar hagfræðikenningar vinnumarkaðarins sem voru orðnar jafn úreltar og innihaldslausar og fjármálakerfisins. Traust almennings til Alþýðusambandsins mælist nú í hæstu hæðum,“ skrifar Ragnar. Þá sé ný forysta Samtaka atvinnulífsins jafnframt einbeittari en áður „að halda kjörum niðri hvað sem það kostar“. „Orðræðan sem ný forysta verkalýðshreyfingarinnar hefur mátt þola af hendi félagasamtaka tengdum atvinnulífinu og leigupennum forréttindastéttarinnar er líklega fordæmalaus.Við höfum verið úthrópuð og kölluð öllum þeim fúk og uppnefnum sem fyrir finnast í íslensku máli. Ekki vælum við yfir því, þó viðsemjendur okkar grenja yfir því á opinberum vettvangi að þessum árásum þeirra sé svarað fullum hálsi,“ skrifar Ragnar. Hann kveðst að endingu vonsvikinn yfir því að fyrrverandi forseti ASÍ skuli tileinka sér „málstað SA“. „En kemur svo sem ekki á óvart þar sem erfitt var að greina á milli SA og ASÍ undir hans stjórn, og stuðningsmanna hans. Viðhorfið til fyrrum umbjóðenda og félaga hefur greinilega lítið breyst,“ skrifar Ragnar. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar tekur í sama streng í færslu sinni á Facebook í morgun. „Allt í lagi, Gylfi, mér hugnast ekki heldur sú samræmda láglaunastefna sem er arfleið þín á íslenskum vinnumarkaði, láglaunastefnan sem gerir það að verkum að verkakonur þurfa að þræla sér út þangað til þær missa heilsuna og enda sem fátækir öryrkjar. Áhugaleysi þitt gagnvart kjörum kven-vinnuaflsins fer í sögubækurnar. Thanks for nothing, Gylfi,“ skrifar Sólveig. Þá vísar Sólveig í ályktun sem Efling sendi frá sér í maí 2018, þegar Gylfi sat enn sem forseti ASÍ. Í ályktuninni er málflutningur ASÍ sagður farinn að „ríma rækilega“ við málflutning „forkólfa fjármagnseigenda og auðkýfinga“. Ályktunina má sjá í heild í færslu Sólveigar hér fyrir neðan.
Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Fleiri fréttir Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Sjá meira