Guðmundur Franklín undirbýr sig fyrir hugsanlegt framboð í komandi alþingiskosningum Jakob Bjarnar skrifar 29. september 2020 10:45 Guðmundur Franklín er að máta sig við hugmyndina um að fara fram að fullum krafti í komandi alþingiskosningum sem verða að ári liðnu. visir/vilhelm Guðmundur Franklín, athafnamaður í ferðaþjónustu sem bauð sig fram í síðustu forsetakosningum, segir í samtali við Vísi að ekki sé búið að stofna neitt, en vel megi vera að hann og Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn muni bjóða fram í næstu alþingiskosningum sem verða að ári. „Það er ekki búið að stofna neitt. þetta er nú bara það sem fólk er að ýta manni út í. Núna eru menn bara að horfa á hvað ríkisstjórnin er að fara að gera fyrir atvinnulífið. Nú eru allskonar hræringar með nöfn og annað. Fólk vill ýta mér út í pólitíkina. Það kemur í ljós, en ekkert á þessu ári,“ segir Guðmundur Franklín. Telur sig ekki eiga samleið með Miðflokki Nú er ár í alþingiskosningar og ekki seinna vænna að fara að huga að framboðsmálum, ætli menn fram. „Getur meira en verið að það gerist eitthvað í byrjun næsta árs. Ég ýti því ekkert út af borðinu. Með nýju ári koma nýir og betri tímar.“ En sé litið til þeirra mála sem þú talaðir fyrir í til þess að gera nýafstöðnum forsetakosningum, þá einkum Orkupakkamálum, má ætla að þau eigi sér heimili hjá Miðflokki og Flokki fólksins? Guðmundur Franklín hlær við þeirri spurningu og vísar til mála sem eru tíunduð af honum sjálfum á nýuppfærðri Facebooksíðu Frjálslynda lýðræðisflokksins: a) Beint lýðræði verður ástundað í formi þjóðaratkvæðagreiðslna um mikilvæg málefni. b) Öllum íbúum samfélagsins verða tryggð grundvallar mannréttindi sem felast í öryggi til daglegs lífs, fæðu og húsaskjóls. c) Aðhald verður tryggt í ríkisrekstri og dregið úr álögum á einstaklinga og fyrirtæki. d) Auðlindir í eigu þjóðar og handfæraveiðar frjálsar öllum íslenskum ríkisborgurum. Skjáskot af Facebook-vegg Frjálslynda lýðræðisflokksins hvar Guðmundur Franklín er potturinn og pannan. Enda var hópurinn stofnaður upphaflega til að vinna að forsetaframboði hans.skjáskot „Og svo að berjast gegn spillingu sem er aðalatriðið. Svona flokkur getur verið ágætis viðbót í flóruna,“ segir Guðmundur Franklín sem telur sig ekki eiga samleið með Miðflokknum. Segist hafa fullt leyfi til að breyta um skoðun Guðmundur Franklín segir að margir hafi komið að máli við sig og viljað ýta honum út í pólitíkina. „Það sé kannski það eina rétta og ég hef tekið vel í það. Það er ekkert aðfara að gerast í ferðabransanum þannig að ég hef góðan tíma. Maður verður að verja honum vel. En, ekki er hægt að segja að þú hafir riðið feitum hesti frá forsetakosningunum? „Jújújú, frábærum gæðingi. Ég mældist með meira fylgi en Framsóknarflokkurinn. Þó það hafi verið augljóst að það sem ég var að fara gegn var óyfirstíganlegur hjalli, þá var í rauninni skylda einhvers að koma fram til að hægt væri að hafa lýðræðislega kosningu. Ég tók það að mér. Og það verður að benda á þessi mál, annars er framtíðin ekki björt.“ Í forsetakosningunum varstu spurður um það hvort framboð þitt væri upptaktur að því að þú vildir láta til þín taka í pólitíkinni; landsmálunum. Þú hafnaðir því þá? „Ég var spurður að því þrisvar sinnum. Og sagði nei. En í lýðræðisþjóðfélagi geta menn skipt um skoðun og nú er ég að bræða það með mér – valið er mitt.“ Alþingiskosningar 2021 Alþingi Forsetakosningar 2020 Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Sjá meira
Guðmundur Franklín, athafnamaður í ferðaþjónustu sem bauð sig fram í síðustu forsetakosningum, segir í samtali við Vísi að ekki sé búið að stofna neitt, en vel megi vera að hann og Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn muni bjóða fram í næstu alþingiskosningum sem verða að ári. „Það er ekki búið að stofna neitt. þetta er nú bara það sem fólk er að ýta manni út í. Núna eru menn bara að horfa á hvað ríkisstjórnin er að fara að gera fyrir atvinnulífið. Nú eru allskonar hræringar með nöfn og annað. Fólk vill ýta mér út í pólitíkina. Það kemur í ljós, en ekkert á þessu ári,“ segir Guðmundur Franklín. Telur sig ekki eiga samleið með Miðflokki Nú er ár í alþingiskosningar og ekki seinna vænna að fara að huga að framboðsmálum, ætli menn fram. „Getur meira en verið að það gerist eitthvað í byrjun næsta árs. Ég ýti því ekkert út af borðinu. Með nýju ári koma nýir og betri tímar.“ En sé litið til þeirra mála sem þú talaðir fyrir í til þess að gera nýafstöðnum forsetakosningum, þá einkum Orkupakkamálum, má ætla að þau eigi sér heimili hjá Miðflokki og Flokki fólksins? Guðmundur Franklín hlær við þeirri spurningu og vísar til mála sem eru tíunduð af honum sjálfum á nýuppfærðri Facebooksíðu Frjálslynda lýðræðisflokksins: a) Beint lýðræði verður ástundað í formi þjóðaratkvæðagreiðslna um mikilvæg málefni. b) Öllum íbúum samfélagsins verða tryggð grundvallar mannréttindi sem felast í öryggi til daglegs lífs, fæðu og húsaskjóls. c) Aðhald verður tryggt í ríkisrekstri og dregið úr álögum á einstaklinga og fyrirtæki. d) Auðlindir í eigu þjóðar og handfæraveiðar frjálsar öllum íslenskum ríkisborgurum. Skjáskot af Facebook-vegg Frjálslynda lýðræðisflokksins hvar Guðmundur Franklín er potturinn og pannan. Enda var hópurinn stofnaður upphaflega til að vinna að forsetaframboði hans.skjáskot „Og svo að berjast gegn spillingu sem er aðalatriðið. Svona flokkur getur verið ágætis viðbót í flóruna,“ segir Guðmundur Franklín sem telur sig ekki eiga samleið með Miðflokknum. Segist hafa fullt leyfi til að breyta um skoðun Guðmundur Franklín segir að margir hafi komið að máli við sig og viljað ýta honum út í pólitíkina. „Það sé kannski það eina rétta og ég hef tekið vel í það. Það er ekkert aðfara að gerast í ferðabransanum þannig að ég hef góðan tíma. Maður verður að verja honum vel. En, ekki er hægt að segja að þú hafir riðið feitum hesti frá forsetakosningunum? „Jújújú, frábærum gæðingi. Ég mældist með meira fylgi en Framsóknarflokkurinn. Þó það hafi verið augljóst að það sem ég var að fara gegn var óyfirstíganlegur hjalli, þá var í rauninni skylda einhvers að koma fram til að hægt væri að hafa lýðræðislega kosningu. Ég tók það að mér. Og það verður að benda á þessi mál, annars er framtíðin ekki björt.“ Í forsetakosningunum varstu spurður um það hvort framboð þitt væri upptaktur að því að þú vildir láta til þín taka í pólitíkinni; landsmálunum. Þú hafnaðir því þá? „Ég var spurður að því þrisvar sinnum. Og sagði nei. En í lýðræðisþjóðfélagi geta menn skipt um skoðun og nú er ég að bræða það með mér – valið er mitt.“
Alþingiskosningar 2021 Alþingi Forsetakosningar 2020 Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Sjá meira