Fyrrverandi ráðherra hafnar kafbátskenningu Atli Ísleifsson skrifar 29. september 2020 08:01 Ástæða þess að Estonia-slysið er aftur komið í kastljós fjölmiðla eru nýir heimildamyndarþættir þar sem segir frá áður óuppgötvuðu gati, fjögurra metra löngu og 1,2 metrar þar sem það er breiðast, á stjórnborðssíðu skrokks ferjunnar. Getty/Epa Fyrrverandi varnarmálaráðherra Svíþjóðar hefur hafnað þeirri kenningu eistnesks saksóknara og rannsakanda að orsök þess að ferjan Estonia hafi sokkið, óveðursnóttina 1994, hafi verið árekstur við sænskan kafbát. Anders Björck gegndi embætti varnarmálaráðherra Svíþjóðar á þeim tíma er slysið varð. „Hafi þetta verið raunin, hefðum við tafarlaust fengið skýrslu um slíkt. Eftir þessu hefði verið tekið,“ segir Björck í samtali við SVT. Björk bregst þar við orðum Magnusar Kurm sem leiddi rannsókn eistneskra yfirvalda á slysinu sem varð í september 1994. Alls fórust 852 manns þegar ferjan sökk í Eystrasalti, en 137 komust lífs af. Árið 2004 sagði frá því í Uppdrag Granskning, fréttaskýringaþætti sænska ríkissjónvarpsins, að leynilegir flutningar hergagna hafi stundum átt sér stað í ferðum Estonia í Eystrasalti. Magnus Kurm hefur fullyrt að sænski herinn hafi verið við æfingar á svæðinu á þessum tíma, og þá fylgt ferjunni. „Það kann vel að vera að kafbáturinn hafi ekki rekist á Estonia, heldur að Estonia hafi farið of nálægt kafbátnum,“ segir Kurm í samtali við eistneska fjölmiðla. Skjáskot úr þætti DPlay þar sem sjá má gatið á skrokki ferjunnar.EPA Gat á stjórnborðssíðu skrokksins Ástæða þess að Estonia-slysið er aftur komið í kastljós fjölmiðla eru nýir heimildamyndarþættir þar sem segir frá áður óuppgötvuðu gati, fjögurra metra löngu og 1,2 metrar þar sem það er breiðast, á stjórnborðssíðu skrokks ferjunnar. Sú hlið hefur snúið að hafsbotni en eftir því sem skipið hefur verið á hreyfingu á hafsbotninum hefur hún orðið sýnilegri. Eistnesk stjórnvöld hafa farið fram á að ráðist verði í nýja og óháða rannsókn á slysinu. Björck segir að ef um árekstur kafbáts og Estonia hefði verið að ræða hefði séð á kafbátnum. Svíar voru einungis með tólf kafbáta í notkun á þessum tímapunkti. „Þörf hefði verið á gríðarmikilli yfirhylmingaraðgerð ef eitthvað svona hafi átt sér stað og reynt hafi verið að fela það.“ Hafi frekar myndast þegar ferjan sökk SVT ræðir einnig við Olle Rutgersson, prófessor emeritus í skipatækni, og segir vel mögulegt að gatið hafi myndast þegar það sökk niður á hafsbotninn – sér í lagi þar sem gatið hafi verið á þeirri hlið sem sneri niður. „Mér fannst ekki eins og gatið hafi litið út eins og að nef kafbáts hafi farið þar inn. Ég tel frekar að eitthvað hafi gerst þegar skipið sökk.“ Rutgersson segir þó ekki hægt að útiloka að ferjan hafi rekist á annað skip. Hafi lás stafnhurðarinnar verið skaddað þá kunni hún að hafa losnað í árekstri. Illa farin stafnhurð Rannsóknarnefnd sænskra, eistneskra og finnskra yfirvalda komst að þeirri niðurstöðu á sínum tíma að ástæða slyssins hafi verið að illa farin stafnhurð skipsins hafi losnað í óveðrinu sem hafi valdið því að mikið magn sjávar flæddi inn í ferjuna með þeim afleiðingum að hún sökk. Sumir þeirra sem komust lífs af hafa sagt að sú skýring hafi hins vegar ekki komið heim og saman við upplifun þeirra. Svíþjóð Eistland Estonia-slysið Tengdar fréttir Sakar Svía um lygar og telur líklegt að Estonia hafi sokkið eftir árekstur við kafbát Magnus Kurm, fyrrverandi saksóknari í Eistlandi og maðurinn sem leiddi seinni rannsókn eisneskra yfirvalda á Estonia-sjóslysinu sakar Svía um að hafa logið að Eistum við rannsóknina á því hvað orsakaði sjóslysið mannskæða. Hann telur líklegt að árekstur við kafbát hafi orsakað það að Estonia sökk í óveðri aðfaranótt 28. september árið 1994. 28. september 2020 21:01 Segja nýuppgötvað gat á síðu skrokks Estonia varpa nýju ljósi á harmleikinn Sænskir heimildargerðarmenn hafa fundið fjögurra metra langt gat í síðu ferjunnar Estonia sem hvílir nú á hafsbotni í Eystrasalti eftir að hafa sokkið í óveðri aðfaranótt 28. september árið 1994. Alls fórust 852 manns þegar skipið sökk. 28. september 2020 08:42 Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Sjá meira
Fyrrverandi varnarmálaráðherra Svíþjóðar hefur hafnað þeirri kenningu eistnesks saksóknara og rannsakanda að orsök þess að ferjan Estonia hafi sokkið, óveðursnóttina 1994, hafi verið árekstur við sænskan kafbát. Anders Björck gegndi embætti varnarmálaráðherra Svíþjóðar á þeim tíma er slysið varð. „Hafi þetta verið raunin, hefðum við tafarlaust fengið skýrslu um slíkt. Eftir þessu hefði verið tekið,“ segir Björck í samtali við SVT. Björk bregst þar við orðum Magnusar Kurm sem leiddi rannsókn eistneskra yfirvalda á slysinu sem varð í september 1994. Alls fórust 852 manns þegar ferjan sökk í Eystrasalti, en 137 komust lífs af. Árið 2004 sagði frá því í Uppdrag Granskning, fréttaskýringaþætti sænska ríkissjónvarpsins, að leynilegir flutningar hergagna hafi stundum átt sér stað í ferðum Estonia í Eystrasalti. Magnus Kurm hefur fullyrt að sænski herinn hafi verið við æfingar á svæðinu á þessum tíma, og þá fylgt ferjunni. „Það kann vel að vera að kafbáturinn hafi ekki rekist á Estonia, heldur að Estonia hafi farið of nálægt kafbátnum,“ segir Kurm í samtali við eistneska fjölmiðla. Skjáskot úr þætti DPlay þar sem sjá má gatið á skrokki ferjunnar.EPA Gat á stjórnborðssíðu skrokksins Ástæða þess að Estonia-slysið er aftur komið í kastljós fjölmiðla eru nýir heimildamyndarþættir þar sem segir frá áður óuppgötvuðu gati, fjögurra metra löngu og 1,2 metrar þar sem það er breiðast, á stjórnborðssíðu skrokks ferjunnar. Sú hlið hefur snúið að hafsbotni en eftir því sem skipið hefur verið á hreyfingu á hafsbotninum hefur hún orðið sýnilegri. Eistnesk stjórnvöld hafa farið fram á að ráðist verði í nýja og óháða rannsókn á slysinu. Björck segir að ef um árekstur kafbáts og Estonia hefði verið að ræða hefði séð á kafbátnum. Svíar voru einungis með tólf kafbáta í notkun á þessum tímapunkti. „Þörf hefði verið á gríðarmikilli yfirhylmingaraðgerð ef eitthvað svona hafi átt sér stað og reynt hafi verið að fela það.“ Hafi frekar myndast þegar ferjan sökk SVT ræðir einnig við Olle Rutgersson, prófessor emeritus í skipatækni, og segir vel mögulegt að gatið hafi myndast þegar það sökk niður á hafsbotninn – sér í lagi þar sem gatið hafi verið á þeirri hlið sem sneri niður. „Mér fannst ekki eins og gatið hafi litið út eins og að nef kafbáts hafi farið þar inn. Ég tel frekar að eitthvað hafi gerst þegar skipið sökk.“ Rutgersson segir þó ekki hægt að útiloka að ferjan hafi rekist á annað skip. Hafi lás stafnhurðarinnar verið skaddað þá kunni hún að hafa losnað í árekstri. Illa farin stafnhurð Rannsóknarnefnd sænskra, eistneskra og finnskra yfirvalda komst að þeirri niðurstöðu á sínum tíma að ástæða slyssins hafi verið að illa farin stafnhurð skipsins hafi losnað í óveðrinu sem hafi valdið því að mikið magn sjávar flæddi inn í ferjuna með þeim afleiðingum að hún sökk. Sumir þeirra sem komust lífs af hafa sagt að sú skýring hafi hins vegar ekki komið heim og saman við upplifun þeirra.
Svíþjóð Eistland Estonia-slysið Tengdar fréttir Sakar Svía um lygar og telur líklegt að Estonia hafi sokkið eftir árekstur við kafbát Magnus Kurm, fyrrverandi saksóknari í Eistlandi og maðurinn sem leiddi seinni rannsókn eisneskra yfirvalda á Estonia-sjóslysinu sakar Svía um að hafa logið að Eistum við rannsóknina á því hvað orsakaði sjóslysið mannskæða. Hann telur líklegt að árekstur við kafbát hafi orsakað það að Estonia sökk í óveðri aðfaranótt 28. september árið 1994. 28. september 2020 21:01 Segja nýuppgötvað gat á síðu skrokks Estonia varpa nýju ljósi á harmleikinn Sænskir heimildargerðarmenn hafa fundið fjögurra metra langt gat í síðu ferjunnar Estonia sem hvílir nú á hafsbotni í Eystrasalti eftir að hafa sokkið í óveðri aðfaranótt 28. september árið 1994. Alls fórust 852 manns þegar skipið sökk. 28. september 2020 08:42 Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Sjá meira
Sakar Svía um lygar og telur líklegt að Estonia hafi sokkið eftir árekstur við kafbát Magnus Kurm, fyrrverandi saksóknari í Eistlandi og maðurinn sem leiddi seinni rannsókn eisneskra yfirvalda á Estonia-sjóslysinu sakar Svía um að hafa logið að Eistum við rannsóknina á því hvað orsakaði sjóslysið mannskæða. Hann telur líklegt að árekstur við kafbát hafi orsakað það að Estonia sökk í óveðri aðfaranótt 28. september árið 1994. 28. september 2020 21:01
Segja nýuppgötvað gat á síðu skrokks Estonia varpa nýju ljósi á harmleikinn Sænskir heimildargerðarmenn hafa fundið fjögurra metra langt gat í síðu ferjunnar Estonia sem hvílir nú á hafsbotni í Eystrasalti eftir að hafa sokkið í óveðri aðfaranótt 28. september árið 1994. Alls fórust 852 manns þegar skipið sökk. 28. september 2020 08:42