Járnvilji í bestu dúfu landsins Sunna Sæmundsdóttir skrifar 28. september 2020 20:00 Bréfdúfan Járnfrúin átti stórsigur á mótaröð sumarsins í keppnisflugi og hefur verið valin besta dúfa landsins. Eigandi hennar á yfir eitt hundrað dúfur og segist þekkja þær allar í sundur. „Þetta er bara eins og hjá sauðfjárbónda sem fer inn í rollukofann sinn. Hann þekkir allar kindrunar í sundur þó þær séu allar með horn og hvítar. Þær eru allar gjörólíkar fyrir mér,“ segir Vilhelm Ragnar Sigurjónsson, dúfnaræktandi. Ekki nóg með að Vilhelm þekki allar 135 dúfurnar sínar í sundur heldur kann hann einig deili á forfeðrum þeirra. Enda hefur hann ræktað bréfdúfur til keppnisflugs í tugi ára. Þetta árið er hann með nokkrar hraðfleygustu dúfur landsins. Þar á meðal dúfuna sem var valin sú besta í ár. „Hún var send í tíu keppnir, var átta sinnum á meðal fyrstu fugla og tvisvar var hún í verðlaunasæti,“ segir hann. Hún hefur fengið nafnið Iron Lady, eða Járnfrúin, með vísan til breska forsætisráðherrans fyrrverandi. „Það lýsir hennar járnvilja. Hún flýgur mjög vel í erfiðum mótvindskeppnum og svo er hún með beina- og vöðvabyggingu úr stáli,“ segir Vilhelm. Það kemur sér vel í löngu keppnisfluginu. Í ár flaug hún til dæmis frá Langanesi og til Garðabæjar, þar sem hún á heima. „Við förum bara með þær eins langt og við getum farið með þær hérna á Íslandi. Það eru 400 kílómetrar.“ Vilhelm Ragnar Sigurjónsson hefur ræktað dúfur í tugi ára. Hann segir ekki algengt að dúfurnar týnist og þá er það helst ef þær þreytast eða lenda í ránfugli. Þær rati iðulega heim. „Þær fara eftir segulsviði jarðar, nota það og sólina. Þær fljúga hérna fyrir utan heima hjá sér og staðsetja sig og virðast mynda einhvers konar kort.“ Vilhelm er ásamt tveimur öðrum með ræktunina, sem nefnist Stjörnu-loft, enda felst í þessu mikil vinna. Dúfurnar borða sérstakt fæði og metnaður er lagður í undaneldi. Keppnisskapið er mikið og nú þegar hefur Járnfrúin verið pöruð með besta karlfugli landsins og munu ungar þeirra fá að spreyta sig næsta sumar. „Þessir ungar hafa allt sem góð bréfdúfa þarf að hafa,“ segir Vilhelm spenntur fyrir næsta tímabili. Dýr Fuglar Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Fleiri fréttir „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Sjá meira
Bréfdúfan Járnfrúin átti stórsigur á mótaröð sumarsins í keppnisflugi og hefur verið valin besta dúfa landsins. Eigandi hennar á yfir eitt hundrað dúfur og segist þekkja þær allar í sundur. „Þetta er bara eins og hjá sauðfjárbónda sem fer inn í rollukofann sinn. Hann þekkir allar kindrunar í sundur þó þær séu allar með horn og hvítar. Þær eru allar gjörólíkar fyrir mér,“ segir Vilhelm Ragnar Sigurjónsson, dúfnaræktandi. Ekki nóg með að Vilhelm þekki allar 135 dúfurnar sínar í sundur heldur kann hann einig deili á forfeðrum þeirra. Enda hefur hann ræktað bréfdúfur til keppnisflugs í tugi ára. Þetta árið er hann með nokkrar hraðfleygustu dúfur landsins. Þar á meðal dúfuna sem var valin sú besta í ár. „Hún var send í tíu keppnir, var átta sinnum á meðal fyrstu fugla og tvisvar var hún í verðlaunasæti,“ segir hann. Hún hefur fengið nafnið Iron Lady, eða Járnfrúin, með vísan til breska forsætisráðherrans fyrrverandi. „Það lýsir hennar járnvilja. Hún flýgur mjög vel í erfiðum mótvindskeppnum og svo er hún með beina- og vöðvabyggingu úr stáli,“ segir Vilhelm. Það kemur sér vel í löngu keppnisfluginu. Í ár flaug hún til dæmis frá Langanesi og til Garðabæjar, þar sem hún á heima. „Við förum bara með þær eins langt og við getum farið með þær hérna á Íslandi. Það eru 400 kílómetrar.“ Vilhelm Ragnar Sigurjónsson hefur ræktað dúfur í tugi ára. Hann segir ekki algengt að dúfurnar týnist og þá er það helst ef þær þreytast eða lenda í ránfugli. Þær rati iðulega heim. „Þær fara eftir segulsviði jarðar, nota það og sólina. Þær fljúga hérna fyrir utan heima hjá sér og staðsetja sig og virðast mynda einhvers konar kort.“ Vilhelm er ásamt tveimur öðrum með ræktunina, sem nefnist Stjörnu-loft, enda felst í þessu mikil vinna. Dúfurnar borða sérstakt fæði og metnaður er lagður í undaneldi. Keppnisskapið er mikið og nú þegar hefur Járnfrúin verið pöruð með besta karlfugli landsins og munu ungar þeirra fá að spreyta sig næsta sumar. „Þessir ungar hafa allt sem góð bréfdúfa þarf að hafa,“ segir Vilhelm spenntur fyrir næsta tímabili.
Dýr Fuglar Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Fleiri fréttir „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Sjá meira