Konur stjórnarformenn í einungis fjórðungi félaga í eigu ríkisins Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 27. september 2020 22:00 Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir þurfa að gera betur í þessum málum. Vísir/Vilhelm Konur gegna stjórnarformennsku í einungis um fjórðungi þeirra félaga sem eru í eigu ríkisins. Fjármálaráðherra hvetur þá sem fara með skipunarvald til að huga að þessu og stefna að því að jafna hlut karla og kvenna. Samkvæmt nýjum tölum um ríkisfélög sem teknar hafa verið saman í því skyni að auka gagnsæi um reksturinn hallar nokkuð á konur á stjórnum þeirra. Ríkið á alfarið eða ráðandi hlut í þrjátíu og sjö félögum. Karlar eru í meirihluta í stjórnum 26 félaga. Í heildina verma karlmenn 55 prósent stjórnarsæta en konur 45%. Í fæstum ríkisfélögum gegna konur stjórnarformennsku, eða einungis í 11 af 37. „Í stjórnarformennskum finnst mér að við þurfum að gera betur og vera með jafnari hlutföll. Heilt yfir varðandi stjórnarsetuna er þetta skárra en þá má enn gera betur þar líka,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. Arfleifð fyrri tíma Bjarni telur að jafna þurfi hlutfallið. „Með því að taka þetta saman á einn stað gefum við öllum þeim sem koma að slíkum skipunum tilefni til að íhuga hvort þeir geti ekki lagt eitthvað af mörkum svo að við náum betur markmiðum okkar,2 segir Bjarni. „Og það verður hins vegar ekki gert nema að hver og einn sem fer með skipunarvaldið taki það til sín hverju sinni.“ Hlutfall kvenna í stjórnarsætum er sambærilegt og það var meðal forstöðumanna ríkisstofnana í fyrra, þá fóru konur fyrir 42 prósentum þeirra. Mun fleiri konur en karlar starfa þó almennt hjá ríkinu, og eru þær um tveir þriðju hlutar alls starfsfólks ríkisins. Hlutur kvenna hefur þó farið vaxandi á síðustu árum. „Ég myndi halda að þetta væri að hluta til einhver arfleifð frá fyrri tíma en ég tel að þetta sé að breytast,“ segir Bjarni Benediktsson. Fyrirsögnin hefur verið uppfærð þar sem upphafleg fyrirsögn um að konur væru stjórnarmenn í fjórðungi félaga í eigu ríkisins var ekki rétt. Hið rétta er að um er að ræða stjórnarformenn. Jafnréttismál Stjórnsýsla Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Fleiri fréttir Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Sjá meira
Konur gegna stjórnarformennsku í einungis um fjórðungi þeirra félaga sem eru í eigu ríkisins. Fjármálaráðherra hvetur þá sem fara með skipunarvald til að huga að þessu og stefna að því að jafna hlut karla og kvenna. Samkvæmt nýjum tölum um ríkisfélög sem teknar hafa verið saman í því skyni að auka gagnsæi um reksturinn hallar nokkuð á konur á stjórnum þeirra. Ríkið á alfarið eða ráðandi hlut í þrjátíu og sjö félögum. Karlar eru í meirihluta í stjórnum 26 félaga. Í heildina verma karlmenn 55 prósent stjórnarsæta en konur 45%. Í fæstum ríkisfélögum gegna konur stjórnarformennsku, eða einungis í 11 af 37. „Í stjórnarformennskum finnst mér að við þurfum að gera betur og vera með jafnari hlutföll. Heilt yfir varðandi stjórnarsetuna er þetta skárra en þá má enn gera betur þar líka,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. Arfleifð fyrri tíma Bjarni telur að jafna þurfi hlutfallið. „Með því að taka þetta saman á einn stað gefum við öllum þeim sem koma að slíkum skipunum tilefni til að íhuga hvort þeir geti ekki lagt eitthvað af mörkum svo að við náum betur markmiðum okkar,2 segir Bjarni. „Og það verður hins vegar ekki gert nema að hver og einn sem fer með skipunarvaldið taki það til sín hverju sinni.“ Hlutfall kvenna í stjórnarsætum er sambærilegt og það var meðal forstöðumanna ríkisstofnana í fyrra, þá fóru konur fyrir 42 prósentum þeirra. Mun fleiri konur en karlar starfa þó almennt hjá ríkinu, og eru þær um tveir þriðju hlutar alls starfsfólks ríkisins. Hlutur kvenna hefur þó farið vaxandi á síðustu árum. „Ég myndi halda að þetta væri að hluta til einhver arfleifð frá fyrri tíma en ég tel að þetta sé að breytast,“ segir Bjarni Benediktsson. Fyrirsögnin hefur verið uppfærð þar sem upphafleg fyrirsögn um að konur væru stjórnarmenn í fjórðungi félaga í eigu ríkisins var ekki rétt. Hið rétta er að um er að ræða stjórnarformenn.
Jafnréttismál Stjórnsýsla Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Fleiri fréttir Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Sjá meira