Strax grunur um að fólkið ætlaði ekki að virða sóttkví Kjartan Kjartansson skrifar 27. september 2020 13:08 Lögreglumennirnir sem handtóku þrjá ferðamenn sem brutu sóttkví þurftu að búa sig vel. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu Þrír erlendir ferðamenn sem voru handteknir fyrir að brjóta sóttkví í miðborg Reykjavíkur í gærkvöldi voru sektaðir um 250.000 krónur hver. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ítrekar að grafalvarlegt mál sé að brjóta sóttkví og að það geti stefnt lífi fólks og öryggi í hættu. Ferðamennirnir, tveir karlar og ein kona, voru nýkomnir til landsins og bar að vera í sóttkví þegar lögreglumenn höfðu afskipti af þeim á veitingahúsi skömmu fyrir klukkan tíu í gærkvöldi. Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir við Vísi að máli fólksins hafi verið lokið með sektargreiðslu. Fólkið er á leið frá landinu í dag. Grunur kviknaði fyrst um að tveir ferðamannana væru ólíklegir til að halda sóttkví þegar þeir komu til landsins á fimmtudag. Ásgeir segir að ábendingu um það hafi verið fylgt eftir með heimsókn á dvalarstað þeirra þar sem þeir voru minntir á reglurnar um hvað það þýddi að vera í sóttkví. Enginn var á dvalarstað ferðamannanna þegar það var kannað um kvöldmatarleytið í gær. Ásgeir segir að þeir hafi svo fundist með þriðja ferðalangnum við eftirlit með veitingastöðum í miðborginni. „Þetta er búið að vera verkefni sem er búið að standa frá því á fimmtudaginn. Það þótti strax ljóst við komuna að þessir tveir væru ólíklegir til að halda sóttkví,“ segir Ásgeir sem vill ekki skýra nánar í hverju sá grunur fólst. „Við greiningu þegar fólk kemur til landsins er hægt að lesa ýmislegt út úr fasinu og hvað fólk segir,“ segir hann. Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Vilhelm Stórt og tímafrekt verkefni fyrir lögregluna Ekki er þó lokið máli annars erlends ferðamanns sem einnig var nýkominn til landsins og var handtekinn þegar hann reyndi að stofna til slagsmála á Laugavegi að verða átta í gærkvöldi. Hann var einnig handtekinn enda bar honum að vera í sóttkví. Ásgeir telur líklegt að því máli verði einnig lokið með sektargreiðslu. Í Facebook-færslu lögreglunnar er bent á að hún þurfi að hafa mikinn viðbúnað þegar afskipti eru höfð af fólki sem brýtur sóttkví til að tryggja öryggi lögreglumanna. Færslunni fylgdi mynd af þremur lögreglumönnum í hlífðarklæðnaði og grímum sem fóru á vettvang þegar ferðamennirnir þrír voru handteknir. „Það er grafalvarlegt mál að brjóta sóttkví - því með þannig óábyrgri hegðun getur þú stefnt lífi og öryggi annara í hættu. Virðum sóttkví, það er dauðans alvara!“ segir í færslu lögreglunnar. Ásgeir segir að þegar verkefni eins og þau í gærkvöldi berist þurfi lögreglan að taka tvær áhafnir úr umferð og klæða þær frá hvirfli til ylja í búning. „Þannig að þetta er gífurlega stórt og tímafrekt verkefni þegar við fáum svona,“ segir hann. Hann útilokar að fólkið hafi brotið sóttkví vegna tungumálamisskilnings. „Hvað sem fólk segir þá er þetta bara ásetningur. Fólki er algerlega gert skiljanlegt þegar það kemur til landsins hvernig það þarf að haga sér,“ segir Ásgeir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Fjórir erlendir ferðamenn handteknir, grunaðir um brot á sóttkví Erlendur ferðamaður sem var handtekinn í miðborg Reykjavíkur í gærkvöldi er grunaður um brot á sóttkví. Maðurinn er sagður hafa verið afar ölvaður og reynt að efna til slagsmála. Þrír aðrir erlendir ferðamenn voru handteknir fyrir að brjóta sóttkví í gærkvöldi. 27. september 2020 07:37 Einn í öndunarvél með Covid-19 Fjórir liggja nú á Landspítalanum með Covid-19, þar af einn á gjörgæslu. Tveir voru lagðir inn á spítalann í gær samkvæmt upplýsingum Landspítalans. 27. september 2020 10:18 Tuttugu bætast í hóp smitaðra á milli daga Kórónuveirusmituðum fjölgaði um tuttugu manns í gær. Af þeim greindust fimm manns í sóttkví eða við handahófskennda skimun en fimmtán hjá Landspítalanum og Íslenskri erfðagreiningu. Fjórir eru nú á sjúkrahúsi, þar af einn á gjörgæslu. 27. september 2020 11:06 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Sjá meira
Þrír erlendir ferðamenn sem voru handteknir fyrir að brjóta sóttkví í miðborg Reykjavíkur í gærkvöldi voru sektaðir um 250.000 krónur hver. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ítrekar að grafalvarlegt mál sé að brjóta sóttkví og að það geti stefnt lífi fólks og öryggi í hættu. Ferðamennirnir, tveir karlar og ein kona, voru nýkomnir til landsins og bar að vera í sóttkví þegar lögreglumenn höfðu afskipti af þeim á veitingahúsi skömmu fyrir klukkan tíu í gærkvöldi. Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir við Vísi að máli fólksins hafi verið lokið með sektargreiðslu. Fólkið er á leið frá landinu í dag. Grunur kviknaði fyrst um að tveir ferðamannana væru ólíklegir til að halda sóttkví þegar þeir komu til landsins á fimmtudag. Ásgeir segir að ábendingu um það hafi verið fylgt eftir með heimsókn á dvalarstað þeirra þar sem þeir voru minntir á reglurnar um hvað það þýddi að vera í sóttkví. Enginn var á dvalarstað ferðamannanna þegar það var kannað um kvöldmatarleytið í gær. Ásgeir segir að þeir hafi svo fundist með þriðja ferðalangnum við eftirlit með veitingastöðum í miðborginni. „Þetta er búið að vera verkefni sem er búið að standa frá því á fimmtudaginn. Það þótti strax ljóst við komuna að þessir tveir væru ólíklegir til að halda sóttkví,“ segir Ásgeir sem vill ekki skýra nánar í hverju sá grunur fólst. „Við greiningu þegar fólk kemur til landsins er hægt að lesa ýmislegt út úr fasinu og hvað fólk segir,“ segir hann. Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Vilhelm Stórt og tímafrekt verkefni fyrir lögregluna Ekki er þó lokið máli annars erlends ferðamanns sem einnig var nýkominn til landsins og var handtekinn þegar hann reyndi að stofna til slagsmála á Laugavegi að verða átta í gærkvöldi. Hann var einnig handtekinn enda bar honum að vera í sóttkví. Ásgeir telur líklegt að því máli verði einnig lokið með sektargreiðslu. Í Facebook-færslu lögreglunnar er bent á að hún þurfi að hafa mikinn viðbúnað þegar afskipti eru höfð af fólki sem brýtur sóttkví til að tryggja öryggi lögreglumanna. Færslunni fylgdi mynd af þremur lögreglumönnum í hlífðarklæðnaði og grímum sem fóru á vettvang þegar ferðamennirnir þrír voru handteknir. „Það er grafalvarlegt mál að brjóta sóttkví - því með þannig óábyrgri hegðun getur þú stefnt lífi og öryggi annara í hættu. Virðum sóttkví, það er dauðans alvara!“ segir í færslu lögreglunnar. Ásgeir segir að þegar verkefni eins og þau í gærkvöldi berist þurfi lögreglan að taka tvær áhafnir úr umferð og klæða þær frá hvirfli til ylja í búning. „Þannig að þetta er gífurlega stórt og tímafrekt verkefni þegar við fáum svona,“ segir hann. Hann útilokar að fólkið hafi brotið sóttkví vegna tungumálamisskilnings. „Hvað sem fólk segir þá er þetta bara ásetningur. Fólki er algerlega gert skiljanlegt þegar það kemur til landsins hvernig það þarf að haga sér,“ segir Ásgeir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Fjórir erlendir ferðamenn handteknir, grunaðir um brot á sóttkví Erlendur ferðamaður sem var handtekinn í miðborg Reykjavíkur í gærkvöldi er grunaður um brot á sóttkví. Maðurinn er sagður hafa verið afar ölvaður og reynt að efna til slagsmála. Þrír aðrir erlendir ferðamenn voru handteknir fyrir að brjóta sóttkví í gærkvöldi. 27. september 2020 07:37 Einn í öndunarvél með Covid-19 Fjórir liggja nú á Landspítalanum með Covid-19, þar af einn á gjörgæslu. Tveir voru lagðir inn á spítalann í gær samkvæmt upplýsingum Landspítalans. 27. september 2020 10:18 Tuttugu bætast í hóp smitaðra á milli daga Kórónuveirusmituðum fjölgaði um tuttugu manns í gær. Af þeim greindust fimm manns í sóttkví eða við handahófskennda skimun en fimmtán hjá Landspítalanum og Íslenskri erfðagreiningu. Fjórir eru nú á sjúkrahúsi, þar af einn á gjörgæslu. 27. september 2020 11:06 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Sjá meira
Fjórir erlendir ferðamenn handteknir, grunaðir um brot á sóttkví Erlendur ferðamaður sem var handtekinn í miðborg Reykjavíkur í gærkvöldi er grunaður um brot á sóttkví. Maðurinn er sagður hafa verið afar ölvaður og reynt að efna til slagsmála. Þrír aðrir erlendir ferðamenn voru handteknir fyrir að brjóta sóttkví í gærkvöldi. 27. september 2020 07:37
Einn í öndunarvél með Covid-19 Fjórir liggja nú á Landspítalanum með Covid-19, þar af einn á gjörgæslu. Tveir voru lagðir inn á spítalann í gær samkvæmt upplýsingum Landspítalans. 27. september 2020 10:18
Tuttugu bætast í hóp smitaðra á milli daga Kórónuveirusmituðum fjölgaði um tuttugu manns í gær. Af þeim greindust fimm manns í sóttkví eða við handahófskennda skimun en fimmtán hjá Landspítalanum og Íslenskri erfðagreiningu. Fjórir eru nú á sjúkrahúsi, þar af einn á gjörgæslu. 27. september 2020 11:06