Missti leikmann í sóttkví korteri fyrir leik Atli Freyr Arason skrifar 26. september 2020 19:23 Sterkur sigur Þórs/KA vísir/bára Andri Hjörvar, þjálfari Þór/KA var vissulega mjög ánægður með liðið sitt í dag eftir 1-2 sigur á FH í fallbaráttuslag í Pepsi-Max deild kvenna. „Æðislega ánægður og stoltur af stelpunum sem gáfu allt í þetta. Ekki fallegur fótbolti en þær gerðu það sem þær þurftu að gera og það skilaði okkur þessum þremur stigum. Við erum allar alveg rosalega ánægðar akkúrat núna,“ sagði Andri í viðtali við Stöð2Sport í leikslok. Uppskriftin af sigrinum í dag var að Andra mati ekkert svo flókinn. „Berjast, berjast og hlaupa. Hafa þetta einfalt og hafa boltann eins mikið á þeirra vallarhelming og við gátum. Við þurftum ekkert að einbeita okkur að einhverju fancy spili og einhverju þannig heldur bara fara strax í einfaldleikann, njóta þess að vera á vellinum og hlaupa fyrir hvora aðra,“ sagði Andri Hjörvar. Þór/KA mætti til leiks í dag með einungis 4 varamenn á bekknum og vakti það furðu hjá einhverjum. Aðspurður að því hvers vegna hópurinn hjá Þór/KA var svona þunnskipaður í dag sagði Andri: „Það eru fjölskyldu tengdar aðstæður sem komu upp hjá einum leikmanni sem þurfti að hverfa frá. Svo fengum við þær fregnir fyrir leik að ein okkar þurfti að fara í sóttkví og svo bara koll af kolli. Það er ýmislegt búið að dynja á okkur og við erum búnar að halda bara áfram í gegnum súrt og sætt síðustu vikur. Þetta er búið að vera svolítið eins og upp og niður rússíbani hvað það varðar. Það eru örugglega fleiri lið sem hafa lent í slíku, til dæmis KR-ingar. Þetta er bara staðan í dag og við verðum bara að gjöra svo vel að klára þetta mót með þeim leikmönnum sem við höfum, bara að berjast meira og hlaupa meira.“ Allt KR liðið hefur þrisvar sinnum þurft að fara í sóttkví í sumar vegna covid smita innan liðsins. Ef þessi leikmaður í sóttkví greinist smituð af veirunni, þarf þá ekki allt Þór/KA liðið að fara líka í sóttkví? „Já ég held það, ég veit svo sem ekki alveg forsöguna en mér var bara sagt það að hún væri ekki að fara að spila. Þetta er eitthvað sem er tengt henni og við vildum ekki taka neinar áhættu. Það getur vel verið að hún þurfi ekki einu sinni að vera lengi í sóttkví. Ég fékk bara SMS korter í leik að hún myndi ekki spila í dag,“ sagði Andri Hjörvar um stöðuna sem upp er kominn. Þór/KA var ekki eina liðið sem missti leikmann í sóttkví rétt fyrir leik í dag því lykilmaður í Olís-deildarliði KA, Áki Egilsnes, þurfti einnig frá að hverfa vegna sóttkvíar rétt fyrir leik KA og Gróttu. Pepsi Max-deild kvenna Þór Akureyri KA FH Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: FH - Þór/KA 1-2 | Norðankonur unnu lífsnauðsynlegan sigur í Krikanum Þór/KA vann langþráðan sigur í Pepsi-Max deild kvenna í Kaplakrika í dag. 26. september 2020 19:00 Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Fleiri fréttir Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Sjá meira
Andri Hjörvar, þjálfari Þór/KA var vissulega mjög ánægður með liðið sitt í dag eftir 1-2 sigur á FH í fallbaráttuslag í Pepsi-Max deild kvenna. „Æðislega ánægður og stoltur af stelpunum sem gáfu allt í þetta. Ekki fallegur fótbolti en þær gerðu það sem þær þurftu að gera og það skilaði okkur þessum þremur stigum. Við erum allar alveg rosalega ánægðar akkúrat núna,“ sagði Andri í viðtali við Stöð2Sport í leikslok. Uppskriftin af sigrinum í dag var að Andra mati ekkert svo flókinn. „Berjast, berjast og hlaupa. Hafa þetta einfalt og hafa boltann eins mikið á þeirra vallarhelming og við gátum. Við þurftum ekkert að einbeita okkur að einhverju fancy spili og einhverju þannig heldur bara fara strax í einfaldleikann, njóta þess að vera á vellinum og hlaupa fyrir hvora aðra,“ sagði Andri Hjörvar. Þór/KA mætti til leiks í dag með einungis 4 varamenn á bekknum og vakti það furðu hjá einhverjum. Aðspurður að því hvers vegna hópurinn hjá Þór/KA var svona þunnskipaður í dag sagði Andri: „Það eru fjölskyldu tengdar aðstæður sem komu upp hjá einum leikmanni sem þurfti að hverfa frá. Svo fengum við þær fregnir fyrir leik að ein okkar þurfti að fara í sóttkví og svo bara koll af kolli. Það er ýmislegt búið að dynja á okkur og við erum búnar að halda bara áfram í gegnum súrt og sætt síðustu vikur. Þetta er búið að vera svolítið eins og upp og niður rússíbani hvað það varðar. Það eru örugglega fleiri lið sem hafa lent í slíku, til dæmis KR-ingar. Þetta er bara staðan í dag og við verðum bara að gjöra svo vel að klára þetta mót með þeim leikmönnum sem við höfum, bara að berjast meira og hlaupa meira.“ Allt KR liðið hefur þrisvar sinnum þurft að fara í sóttkví í sumar vegna covid smita innan liðsins. Ef þessi leikmaður í sóttkví greinist smituð af veirunni, þarf þá ekki allt Þór/KA liðið að fara líka í sóttkví? „Já ég held það, ég veit svo sem ekki alveg forsöguna en mér var bara sagt það að hún væri ekki að fara að spila. Þetta er eitthvað sem er tengt henni og við vildum ekki taka neinar áhættu. Það getur vel verið að hún þurfi ekki einu sinni að vera lengi í sóttkví. Ég fékk bara SMS korter í leik að hún myndi ekki spila í dag,“ sagði Andri Hjörvar um stöðuna sem upp er kominn. Þór/KA var ekki eina liðið sem missti leikmann í sóttkví rétt fyrir leik í dag því lykilmaður í Olís-deildarliði KA, Áki Egilsnes, þurfti einnig frá að hverfa vegna sóttkvíar rétt fyrir leik KA og Gróttu.
Pepsi Max-deild kvenna Þór Akureyri KA FH Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: FH - Þór/KA 1-2 | Norðankonur unnu lífsnauðsynlegan sigur í Krikanum Þór/KA vann langþráðan sigur í Pepsi-Max deild kvenna í Kaplakrika í dag. 26. september 2020 19:00 Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Fleiri fréttir Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: FH - Þór/KA 1-2 | Norðankonur unnu lífsnauðsynlegan sigur í Krikanum Þór/KA vann langþráðan sigur í Pepsi-Max deild kvenna í Kaplakrika í dag. 26. september 2020 19:00