Átök milli lögreglu og samkomubannsmótmælenda Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. september 2020 18:38 Mótmælendur á Trafalgar torgi í dag. EPA-EFE/ANDY RAIN Til átaka kom á mótmælum í miðborg Lundúnum í dag, þar sem stór hópur fólks mótmælti útgöngubanni. Lögregla var að reyna að dreifa hópnum vegna þess að fjarlægðarmörkum var ekki fylgt. Að sögn lögreglu voru tíu handteknir og fjórir lögreglumenn slösuðust. Tveir þeirra þurftu að leita sér læknisaðstoðar á sjúkrahúsi. „Við hvetjum hópa enn að dreifa úr sér,“ skrifaði lögregla Lundúna á Twitter. Mótmælendur kyrjuðu „Frelsi“ og héldu á skiltum sem á stóð „Við samþykkjum þetta ekki“ og „Covid 1984,“ með vísan í bókina 1984 eftir George Orwell. Þúsundir voru viðstaddir mótmælunum en mótmælendur höfðu komið sér fyrir á Trafalgar torgi til þess að mótmæla samkomutakmörkunum sem settar hafa verið til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. Some crowds have left Trafalgar Square, moving to Hyde ParkWe want to be clear, this protest is no longer exempt from the regulations. Sadly, some officers have been injured while engaging with people— MPS Events (@MetPoliceEvents) September 26, 2020 Margir mótmælenda sögðu í samtali við fréttamenn á svæðinu að þeir teldu faraldurinn vera uppspuna yfirvalda, sem hafi verið búinn til til þess að stjórna almenningi. Lögregla skipaði mótmælendunum að dreifa úr sér þar sem þeir fylgdu ekki fjarlægðarreglum og báru ekki grímur fyrir vitum og fylgdu því ekki sóttvarnareglum, en nú er í gildi sex manna samkomutakmark á Bretlandi. Á myndskeiðum sjást lögreglumenn þá nota kylfur til að stía fólki í sundur. „Við viljum vera alveg skýr, þessi mótmæli eru ekki undanskilin sóttvarnareglum.,“ skrifaði lögregla Lundúna á Twitter. „Við biðjum þá sem eru viðstaddir að dreifa úr sér. Því miður slösuðust nokkrir lögreglumenn eftir að hafa átt í samskiptum við mótmælendur.“ Svipuð mótmæli fóru fram í Lundúnum um síðustu helgi en þá voru 32 handteknir. Voru þeir handteknir meðal annars vegna ofbeldis og fyrir að hafa ráðist á framlínustarfsmann. Tveir lögreglumenn særðust lítillega við þau mótmæli. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, tilkynnti í liðinni viku hertari samkomutakmarkanir og bað hann fólk um að vinna heima ef það gæti það. Þá var veitingastöðum og krám gert að loka fyrr vegna fjölgunar kórónuveirutilfella. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ísland á rauðan lista Breta Frá og með klukkan fjögur að morgni laugardagsins 26. september þurfa ferðamenn frá Íslandi, Danmörku, Slóvakíu og Curacao að fara í fjórtán daga sóttkví. 24. september 2020 16:51 Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Yfirvöld í Bretlandi hafa ákveðið að hækka viðbúnaðarstig í landinu vegna mikillar fjölgunar kórónuveirusmita. 21. september 2020 22:35 Vara við veldisvexti í fjölda smitaðra í Bretlandi Lýðheilsusérfræðingar bresku ríkisstjórnarinnar vöruðu við því að vatnaskil hafi orðið í kórónuveirufaraldurinn á neikvæðan hátt í dag. 21. september 2020 12:16 Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Sjá meira
Til átaka kom á mótmælum í miðborg Lundúnum í dag, þar sem stór hópur fólks mótmælti útgöngubanni. Lögregla var að reyna að dreifa hópnum vegna þess að fjarlægðarmörkum var ekki fylgt. Að sögn lögreglu voru tíu handteknir og fjórir lögreglumenn slösuðust. Tveir þeirra þurftu að leita sér læknisaðstoðar á sjúkrahúsi. „Við hvetjum hópa enn að dreifa úr sér,“ skrifaði lögregla Lundúna á Twitter. Mótmælendur kyrjuðu „Frelsi“ og héldu á skiltum sem á stóð „Við samþykkjum þetta ekki“ og „Covid 1984,“ með vísan í bókina 1984 eftir George Orwell. Þúsundir voru viðstaddir mótmælunum en mótmælendur höfðu komið sér fyrir á Trafalgar torgi til þess að mótmæla samkomutakmörkunum sem settar hafa verið til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. Some crowds have left Trafalgar Square, moving to Hyde ParkWe want to be clear, this protest is no longer exempt from the regulations. Sadly, some officers have been injured while engaging with people— MPS Events (@MetPoliceEvents) September 26, 2020 Margir mótmælenda sögðu í samtali við fréttamenn á svæðinu að þeir teldu faraldurinn vera uppspuna yfirvalda, sem hafi verið búinn til til þess að stjórna almenningi. Lögregla skipaði mótmælendunum að dreifa úr sér þar sem þeir fylgdu ekki fjarlægðarreglum og báru ekki grímur fyrir vitum og fylgdu því ekki sóttvarnareglum, en nú er í gildi sex manna samkomutakmark á Bretlandi. Á myndskeiðum sjást lögreglumenn þá nota kylfur til að stía fólki í sundur. „Við viljum vera alveg skýr, þessi mótmæli eru ekki undanskilin sóttvarnareglum.,“ skrifaði lögregla Lundúna á Twitter. „Við biðjum þá sem eru viðstaddir að dreifa úr sér. Því miður slösuðust nokkrir lögreglumenn eftir að hafa átt í samskiptum við mótmælendur.“ Svipuð mótmæli fóru fram í Lundúnum um síðustu helgi en þá voru 32 handteknir. Voru þeir handteknir meðal annars vegna ofbeldis og fyrir að hafa ráðist á framlínustarfsmann. Tveir lögreglumenn særðust lítillega við þau mótmæli. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, tilkynnti í liðinni viku hertari samkomutakmarkanir og bað hann fólk um að vinna heima ef það gæti það. Þá var veitingastöðum og krám gert að loka fyrr vegna fjölgunar kórónuveirutilfella.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ísland á rauðan lista Breta Frá og með klukkan fjögur að morgni laugardagsins 26. september þurfa ferðamenn frá Íslandi, Danmörku, Slóvakíu og Curacao að fara í fjórtán daga sóttkví. 24. september 2020 16:51 Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Yfirvöld í Bretlandi hafa ákveðið að hækka viðbúnaðarstig í landinu vegna mikillar fjölgunar kórónuveirusmita. 21. september 2020 22:35 Vara við veldisvexti í fjölda smitaðra í Bretlandi Lýðheilsusérfræðingar bresku ríkisstjórnarinnar vöruðu við því að vatnaskil hafi orðið í kórónuveirufaraldurinn á neikvæðan hátt í dag. 21. september 2020 12:16 Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Sjá meira
Ísland á rauðan lista Breta Frá og með klukkan fjögur að morgni laugardagsins 26. september þurfa ferðamenn frá Íslandi, Danmörku, Slóvakíu og Curacao að fara í fjórtán daga sóttkví. 24. september 2020 16:51
Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Yfirvöld í Bretlandi hafa ákveðið að hækka viðbúnaðarstig í landinu vegna mikillar fjölgunar kórónuveirusmita. 21. september 2020 22:35
Vara við veldisvexti í fjölda smitaðra í Bretlandi Lýðheilsusérfræðingar bresku ríkisstjórnarinnar vöruðu við því að vatnaskil hafi orðið í kórónuveirufaraldurinn á neikvæðan hátt í dag. 21. september 2020 12:16