„Við eigum öll að vara okkur á lakkrís“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. september 2020 22:33 Helga Ágústa Sigurjónsdóttir innkirtlalæknir segir lakkrísát ekki æskilegt. Vísir/Getty Innkirtlasérfræðingur segir að konur á meðgöngu og fólk með háan blóðþrýsting eigi alls ekki að borða lakkrís. Lakkrís geti haft gríðarlega slæm áhrif á líkamann og líkt og fram kom í fréttum í gær lést bandarískur maður nýlega af völdum óhóflegs lakkrísáts. Greint var frá því í gær að 54 ára gamall byggingarverkamaður í Massachusetts í Bandaríkjunum hafi látist af völdum óhóflegs lakkrísáts. Hann hafði borðað einn og hálfan lakkríspoka á dag og ekki sýnt nein sérstök einkenni áður en hann fékk skyndilega hjartastopp á skyndibitastað. „Ákveðinn varnarmekanismi fer af stað sem við eigum alls staðar í líkamanum, sérstaklega í hjarta- og æðakerfinu. Æðar dragast saman, vökvi safnast í líkamann, við förum að skila frá okkur óhóflega mikið af kalíum og svo framvegis,“ segir Helga Ágústa Sigurjónsdóttir, en hún ræddi áhrif lakkrís á líkamann í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Of hár blóðþrýstingur oft vegna lakkrísáts Hún útskýrir að lakkrís hemji ákveðið ensímkerfi í líkamanum sem brýtur niður hormónið kortisól. Þegar það gerist fari varnarviðbrögð af stað, æðar dragist saman og fleira. Ef hormónið er ekki brotið niður lengist helmingunartími þess og vegna þess að kortisólið sé sykursteði geti það farið að virka sem saltsteði eftir ákveðinn tíma. Þá komi fram þessi neikvæðu áhrif. „Á þann hátt veldur það of háum blóðþrýstingi, bjúgsöfnun og kalíumtapi,“ segir Helga. Hún segist hafa fengið til sín fjölda sjúklinga með of háan blóðþrýsting þar sem sökudólgurinn reyndist vera lakkrís. „Þar gat maður látið sjúklinga hætta að taka mörg blóðþrýstingslyf þegar búið var að komast að niðurstöðunni, með einfaldri spurningu í upphafi viðtals,“ segir hún. Hún segir mikilvægt að borða lakkrís ekki á hverjum degi og ekki í of miklu magni. Þá sé ekki bara að ræða svartan lakkrís eins og við þekkjum hann heldur ýmsar vörur með lakkrísbragði. „Það eru ekki lakkrísbragðefni heldur lakkrís, vegna þess að það gefur ekkert annað efni lakkrísbragð. Fennel gefur líkt bragð en ekkert annað efni gefur lakkrísbragð. Þess vegna á mann alltaf að gruna að það sé lakkrís í því sem maður er að setja í munninn á sér ef það er lakkrísbragð af því,“ segir Helga. Tilfelli þar sem talið er að lakkrís hafi átt þátt í fósturláti Helga segir alls ekki ráðlagt að konur á meðgöngu eða fólk með of háan blóðþrýsting borði lakkrís. „Við höfum birt eitt slíkt tilfelli þar sem við teljum að lakkrísinn hafi jafnvel átt þátt í fósturláti. Það er þannig að fylgjan hefur ekki mikið af þessu ensími sem að ver okkur, sem sér um að brjóta niður þetta kortisól og þar með er ástæða til að konur á meðgöngu vari sig á lakkrís,“ segir Helga. „Við eigum auðvitað öll að vara okkur á lakkrís og þótt okkur þyki hann góður á maður aldrei að borða lakkrís reglulega og aldrei í miklu magni. Svo er ég búin að sýna fram á það að þeir sem eru með háan blóðþrýsting þeir hækka enn þá meira í blóðþrýsting heldur en þeir sem ekki eru með háan blóðþrýsting ef þeir borða lakkrís.“ Heilbrigðismál Reykjavík síðdegis Sælgæti Tengdar fréttir Lést af völdum óhóflegs lakkrísáts Læknar í Bandaríkjunum segja að byggingaverkamaður í Massachusetts hafi látist af völdum óhóflegs lakkrísáts. 24. september 2020 12:49 Appolólakkrísbitinn er útilegunammið í ár Glænýja sumarnammið frá Góu, Appolólakkrísbitinn er að gera allt vitlaust. Bitarnir rjúka úr hillum verslana og sælgætisverksmmiðjan hefur varla undan að framleiða. 28. maí 2020 10:29 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
Innkirtlasérfræðingur segir að konur á meðgöngu og fólk með háan blóðþrýsting eigi alls ekki að borða lakkrís. Lakkrís geti haft gríðarlega slæm áhrif á líkamann og líkt og fram kom í fréttum í gær lést bandarískur maður nýlega af völdum óhóflegs lakkrísáts. Greint var frá því í gær að 54 ára gamall byggingarverkamaður í Massachusetts í Bandaríkjunum hafi látist af völdum óhóflegs lakkrísáts. Hann hafði borðað einn og hálfan lakkríspoka á dag og ekki sýnt nein sérstök einkenni áður en hann fékk skyndilega hjartastopp á skyndibitastað. „Ákveðinn varnarmekanismi fer af stað sem við eigum alls staðar í líkamanum, sérstaklega í hjarta- og æðakerfinu. Æðar dragast saman, vökvi safnast í líkamann, við förum að skila frá okkur óhóflega mikið af kalíum og svo framvegis,“ segir Helga Ágústa Sigurjónsdóttir, en hún ræddi áhrif lakkrís á líkamann í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Of hár blóðþrýstingur oft vegna lakkrísáts Hún útskýrir að lakkrís hemji ákveðið ensímkerfi í líkamanum sem brýtur niður hormónið kortisól. Þegar það gerist fari varnarviðbrögð af stað, æðar dragist saman og fleira. Ef hormónið er ekki brotið niður lengist helmingunartími þess og vegna þess að kortisólið sé sykursteði geti það farið að virka sem saltsteði eftir ákveðinn tíma. Þá komi fram þessi neikvæðu áhrif. „Á þann hátt veldur það of háum blóðþrýstingi, bjúgsöfnun og kalíumtapi,“ segir Helga. Hún segist hafa fengið til sín fjölda sjúklinga með of háan blóðþrýsting þar sem sökudólgurinn reyndist vera lakkrís. „Þar gat maður látið sjúklinga hætta að taka mörg blóðþrýstingslyf þegar búið var að komast að niðurstöðunni, með einfaldri spurningu í upphafi viðtals,“ segir hún. Hún segir mikilvægt að borða lakkrís ekki á hverjum degi og ekki í of miklu magni. Þá sé ekki bara að ræða svartan lakkrís eins og við þekkjum hann heldur ýmsar vörur með lakkrísbragði. „Það eru ekki lakkrísbragðefni heldur lakkrís, vegna þess að það gefur ekkert annað efni lakkrísbragð. Fennel gefur líkt bragð en ekkert annað efni gefur lakkrísbragð. Þess vegna á mann alltaf að gruna að það sé lakkrís í því sem maður er að setja í munninn á sér ef það er lakkrísbragð af því,“ segir Helga. Tilfelli þar sem talið er að lakkrís hafi átt þátt í fósturláti Helga segir alls ekki ráðlagt að konur á meðgöngu eða fólk með of háan blóðþrýsting borði lakkrís. „Við höfum birt eitt slíkt tilfelli þar sem við teljum að lakkrísinn hafi jafnvel átt þátt í fósturláti. Það er þannig að fylgjan hefur ekki mikið af þessu ensími sem að ver okkur, sem sér um að brjóta niður þetta kortisól og þar með er ástæða til að konur á meðgöngu vari sig á lakkrís,“ segir Helga. „Við eigum auðvitað öll að vara okkur á lakkrís og þótt okkur þyki hann góður á maður aldrei að borða lakkrís reglulega og aldrei í miklu magni. Svo er ég búin að sýna fram á það að þeir sem eru með háan blóðþrýsting þeir hækka enn þá meira í blóðþrýsting heldur en þeir sem ekki eru með háan blóðþrýsting ef þeir borða lakkrís.“
Heilbrigðismál Reykjavík síðdegis Sælgæti Tengdar fréttir Lést af völdum óhóflegs lakkrísáts Læknar í Bandaríkjunum segja að byggingaverkamaður í Massachusetts hafi látist af völdum óhóflegs lakkrísáts. 24. september 2020 12:49 Appolólakkrísbitinn er útilegunammið í ár Glænýja sumarnammið frá Góu, Appolólakkrísbitinn er að gera allt vitlaust. Bitarnir rjúka úr hillum verslana og sælgætisverksmmiðjan hefur varla undan að framleiða. 28. maí 2020 10:29 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
Lést af völdum óhóflegs lakkrísáts Læknar í Bandaríkjunum segja að byggingaverkamaður í Massachusetts hafi látist af völdum óhóflegs lakkrísáts. 24. september 2020 12:49
Appolólakkrísbitinn er útilegunammið í ár Glænýja sumarnammið frá Góu, Appolólakkrísbitinn er að gera allt vitlaust. Bitarnir rjúka úr hillum verslana og sælgætisverksmmiðjan hefur varla undan að framleiða. 28. maí 2020 10:29