Heilbrigðisstarfsmenn mæta áreiti og rasisma Samúel Karl Ólason skrifar 25. september 2020 22:35 Hjúkrunarfræðingur framkvæmir Covid-próf í Salt Lake í Utah. AP/Rick Bowmer Faraldur nýju kórónuveirunnar virðist nú herja á strjálbýl miðríki Bandaríkjanna af miklum krafti. Íbúar þessara ríkja eru margir hverjir andsnúnir sóttvörnum eins og grímum en á sama tíma er álag á sjúkrahús, skóla og aðrar stofnanir að aukast til muna. Víða hefur álagið aldrei verið meira frá því faraldurinn hóst í Bandaríkjunum í mars. Heilbrigðisstarfsmenn við skimunarstörf hafa orðið fyrir rasískum árásum. Undanfarna viku hafa rúmlega tvö þúsund manns greinst á degi hverjum að meðaltali í Wisconsin. Fyrir þremur vikum var meðaltalið 675. Svipað sögu er að segja frá Utah, Suður-Dakóta, Idaho, Iowa, Oklahoma og Missouri, þar sem Mike Parson, yfirlýstur andstæðingur andlitsgríma, smitaðist af Covid-19 í vikunni. Samkvæmt samantekt AP fréttaveitunnar hefur smituðum fjölgað hratt í þessum ríkjum á síðustu vikum. Í Minnesota var ákveðið að hætta skimun þar sem heilbrigðisstarfsmenn fóru í hús og prófuðu fólk fyrir Covid-19. Það var gert eftir að heilbrigðisstarfsmenn urðu fyrir áreiti heimamanna og rasískum árásum. Í einu tilfelli lokuðu þrír menn götu með bílum sínum og hótuðu þeir heilbrigðisstarfsmönnum. Einn mannanna var með byssu. Verkefnið var á vegum Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna, CDC. Yfirmaður þess, Dr. Ruth Lynfield, sagði í samtali við blaðamann Star Tribune að hegðun þessi væri alfarið óásættanleg. Það væri eitt að vera ósáttur við viðbrögð yfirvalda við faraldrinum og allt annað að sýna fólki sem væri að reyna að hjálpa slíka hegðun og hóta þeim. Hafði aldrei orðið fyrir öðrum eins rasisma Hún segir flesta ekki hafa verið dónalega eða ógnandi. Hins vegar hafi tíðni atvika verið gífurlega há. Lynfield segir einn starfsmann af latneskum uppruna hafa sagst hafa orðið fyrir meiri rasisma á einni viku í Minnesota en alla ævi sína. Teymi hvítra heilbrigðisstarfsmanna urðu alls ekki fyrir sambærilegu áreiti og árásum. „Það er ekkert sem réttlætir þetta. Vírusinn er óvinurinn en ekki heilbrigðisstarfsmenn sem eru að reyna að hjálpa.“ Víðsvegar í þessum strjálbýlu ríkjum segja embættismenn frá því að íbúar séu tortryggnir gagnvart sóttvarnaraðgerðum. Þeir séu hættir að hlusta á viðvaranir og leiðbeiningar um félagsforðun og persónulegar smitvarnir. „Ég er orðinn dauðþreyttur á að segja fólki að vera með grímur og ég veit að þau eru dauðþreytt á því að hlusta á mig,“ sagði embættismaðurinn Tony Moehr í Joplin í Missouri. Í Norman í Oklahoma samþykkti borgarráð í vikunni reglur um að fólk þyrfti að vera með grímur innandyra ef 25 eða fleiri koma saman. Norman er svokölluð háskólaborg og þar hefur smituðum fjölgað mjög hratt í haust. Á fundið borgarráðsins þar sem reglurnar voru samþykktar sagði íbúi sem heitir Josh Danforth og sagðist vera uppgjafahermaður, að ráðið gæti sett þær reglur sem það vildi. „Ef þið komið inn á mitt heimili og segið mér að ég þurfi að klæðast þessum heimskulega hlut, þá kemur til skotbardaga,“ sagði hann haldandi á grímu. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir 200 þúsund dánir í Bandaríkjunum Fjöldi látinna í Bandaríkjunum vegna Covid-19 er kominn yfir 200 þúsund. Hvergi hafa fleiri dáið né smitast vegna kórónuveirunnar, svo vitað sé. Sérfræðingar segja þó að líklega sé raunverulegur fjöldi látinna mun hærri. 22. september 2020 19:58 Notar reynslu sína af fyrirmyndarskimun Íslendinga til að gagnrýna ríkisstjórn Trumps Bandaríski rithöfundurinn Roxane Gay segir kórónuveiruskimun Íslendinga við landamærin og aðrar sóttvarnarráðstafanir stjórnvalda til fyrirmyndar í samanburði við það sem viðhaft er í Bandaríkjunum. 25. september 2020 08:36 Hvenær kemur bóluefni við veirunni, hvað mun það kosta og hverjir verða bólusettir fyrst? Miklar vonir eru bundnar við bóluefni gegn Covid-19 og að þegar það komi á markað verði líf okkar líkara því sem það var fyrir faraldurinn. Þúsundir taka þátt í rannsóknum og prófunum á bóluefnum og ferli sem vanalega tekur allt að tíu ár eða meira á aðeins að taka mánuði nú. 24. september 2020 06:31 Segir Englendingum að gyrða sig í brók Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hefur kallað eftir því að Englendingar taki sig á, sýni aga og fylgi nýjum sóttvarnarreglum. 22. september 2020 22:25 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Sjá meira
Faraldur nýju kórónuveirunnar virðist nú herja á strjálbýl miðríki Bandaríkjanna af miklum krafti. Íbúar þessara ríkja eru margir hverjir andsnúnir sóttvörnum eins og grímum en á sama tíma er álag á sjúkrahús, skóla og aðrar stofnanir að aukast til muna. Víða hefur álagið aldrei verið meira frá því faraldurinn hóst í Bandaríkjunum í mars. Heilbrigðisstarfsmenn við skimunarstörf hafa orðið fyrir rasískum árásum. Undanfarna viku hafa rúmlega tvö þúsund manns greinst á degi hverjum að meðaltali í Wisconsin. Fyrir þremur vikum var meðaltalið 675. Svipað sögu er að segja frá Utah, Suður-Dakóta, Idaho, Iowa, Oklahoma og Missouri, þar sem Mike Parson, yfirlýstur andstæðingur andlitsgríma, smitaðist af Covid-19 í vikunni. Samkvæmt samantekt AP fréttaveitunnar hefur smituðum fjölgað hratt í þessum ríkjum á síðustu vikum. Í Minnesota var ákveðið að hætta skimun þar sem heilbrigðisstarfsmenn fóru í hús og prófuðu fólk fyrir Covid-19. Það var gert eftir að heilbrigðisstarfsmenn urðu fyrir áreiti heimamanna og rasískum árásum. Í einu tilfelli lokuðu þrír menn götu með bílum sínum og hótuðu þeir heilbrigðisstarfsmönnum. Einn mannanna var með byssu. Verkefnið var á vegum Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna, CDC. Yfirmaður þess, Dr. Ruth Lynfield, sagði í samtali við blaðamann Star Tribune að hegðun þessi væri alfarið óásættanleg. Það væri eitt að vera ósáttur við viðbrögð yfirvalda við faraldrinum og allt annað að sýna fólki sem væri að reyna að hjálpa slíka hegðun og hóta þeim. Hafði aldrei orðið fyrir öðrum eins rasisma Hún segir flesta ekki hafa verið dónalega eða ógnandi. Hins vegar hafi tíðni atvika verið gífurlega há. Lynfield segir einn starfsmann af latneskum uppruna hafa sagst hafa orðið fyrir meiri rasisma á einni viku í Minnesota en alla ævi sína. Teymi hvítra heilbrigðisstarfsmanna urðu alls ekki fyrir sambærilegu áreiti og árásum. „Það er ekkert sem réttlætir þetta. Vírusinn er óvinurinn en ekki heilbrigðisstarfsmenn sem eru að reyna að hjálpa.“ Víðsvegar í þessum strjálbýlu ríkjum segja embættismenn frá því að íbúar séu tortryggnir gagnvart sóttvarnaraðgerðum. Þeir séu hættir að hlusta á viðvaranir og leiðbeiningar um félagsforðun og persónulegar smitvarnir. „Ég er orðinn dauðþreyttur á að segja fólki að vera með grímur og ég veit að þau eru dauðþreytt á því að hlusta á mig,“ sagði embættismaðurinn Tony Moehr í Joplin í Missouri. Í Norman í Oklahoma samþykkti borgarráð í vikunni reglur um að fólk þyrfti að vera með grímur innandyra ef 25 eða fleiri koma saman. Norman er svokölluð háskólaborg og þar hefur smituðum fjölgað mjög hratt í haust. Á fundið borgarráðsins þar sem reglurnar voru samþykktar sagði íbúi sem heitir Josh Danforth og sagðist vera uppgjafahermaður, að ráðið gæti sett þær reglur sem það vildi. „Ef þið komið inn á mitt heimili og segið mér að ég þurfi að klæðast þessum heimskulega hlut, þá kemur til skotbardaga,“ sagði hann haldandi á grímu.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir 200 þúsund dánir í Bandaríkjunum Fjöldi látinna í Bandaríkjunum vegna Covid-19 er kominn yfir 200 þúsund. Hvergi hafa fleiri dáið né smitast vegna kórónuveirunnar, svo vitað sé. Sérfræðingar segja þó að líklega sé raunverulegur fjöldi látinna mun hærri. 22. september 2020 19:58 Notar reynslu sína af fyrirmyndarskimun Íslendinga til að gagnrýna ríkisstjórn Trumps Bandaríski rithöfundurinn Roxane Gay segir kórónuveiruskimun Íslendinga við landamærin og aðrar sóttvarnarráðstafanir stjórnvalda til fyrirmyndar í samanburði við það sem viðhaft er í Bandaríkjunum. 25. september 2020 08:36 Hvenær kemur bóluefni við veirunni, hvað mun það kosta og hverjir verða bólusettir fyrst? Miklar vonir eru bundnar við bóluefni gegn Covid-19 og að þegar það komi á markað verði líf okkar líkara því sem það var fyrir faraldurinn. Þúsundir taka þátt í rannsóknum og prófunum á bóluefnum og ferli sem vanalega tekur allt að tíu ár eða meira á aðeins að taka mánuði nú. 24. september 2020 06:31 Segir Englendingum að gyrða sig í brók Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hefur kallað eftir því að Englendingar taki sig á, sýni aga og fylgi nýjum sóttvarnarreglum. 22. september 2020 22:25 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Sjá meira
200 þúsund dánir í Bandaríkjunum Fjöldi látinna í Bandaríkjunum vegna Covid-19 er kominn yfir 200 þúsund. Hvergi hafa fleiri dáið né smitast vegna kórónuveirunnar, svo vitað sé. Sérfræðingar segja þó að líklega sé raunverulegur fjöldi látinna mun hærri. 22. september 2020 19:58
Notar reynslu sína af fyrirmyndarskimun Íslendinga til að gagnrýna ríkisstjórn Trumps Bandaríski rithöfundurinn Roxane Gay segir kórónuveiruskimun Íslendinga við landamærin og aðrar sóttvarnarráðstafanir stjórnvalda til fyrirmyndar í samanburði við það sem viðhaft er í Bandaríkjunum. 25. september 2020 08:36
Hvenær kemur bóluefni við veirunni, hvað mun það kosta og hverjir verða bólusettir fyrst? Miklar vonir eru bundnar við bóluefni gegn Covid-19 og að þegar það komi á markað verði líf okkar líkara því sem það var fyrir faraldurinn. Þúsundir taka þátt í rannsóknum og prófunum á bóluefnum og ferli sem vanalega tekur allt að tíu ár eða meira á aðeins að taka mánuði nú. 24. september 2020 06:31
Segir Englendingum að gyrða sig í brók Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hefur kallað eftir því að Englendingar taki sig á, sýni aga og fylgi nýjum sóttvarnarreglum. 22. september 2020 22:25