Þegar tæpt ár er þangað til að aflraunamennirnir Hafþór Júlíus Björnsson og Eddie Hall ætla að boxa eru þeir báðir að reyna koma sér í svo gott líkamlegt form og hægt er.
Englendingurinn Eddie er duglegur að leyfa þeim fjölda fylgjenda hans á samfélagsmiðlum, að fylgjast með sér á æfingum, og eitt af myndböndunum hans var m.a. úr ræktinni fyrir helgi.
Þar má sjá þennan vöðvamikla Englending taka rosalega á því í ræktinni og það verður ansi fróðlegt að sjá bæði Eddie og Fjallið, Hafþór Júlíus, reyna að boxa hvorn annan eftir tæpt ár í Bandaríkjunum.
Í nýjasta myndbandinu sínu tekur Englendingurinn meðal annars 80 kíló í bekkpressu með handlóðum á hvorri hendi en afraksturinn og aflraunamanninn sem Fjallið ætlar að boxa við á næsta ári má sjá hér að neðan.