Hnattræn hlýnun gerir gróðureldana „ótvírætt“ verri Kjartan Kjartansson skrifar 25. september 2020 15:47 Slökkviliðsmaður í Kaliforníu berst við Gaupueldinni svonefnda í síðustu viku. Eldarnir í ár eru enn verri en eldarnir miklu sem geisuðu árið 2018. Vísir/EPA Loftslagsbreytingar af völdum manna hafa ótvíræð áhrif á umfang og áhrif gróðurelda sem hafa valdið hörmungum í Kaliforníu í Bandaríkjunum undanfarin ár. Hlýnun hefur skapað kjöraðstæður fyrir eldana. Fleiri en þrjátíu manns hafa lítið lífið í mestu gróðureldum í Kaliforníu í tæpa tvo áratugi í ágúst og september. Þúsundir manna hafa jafnframt þurft að flýja heimili sín. Eldar hafa einnig brunnið og valdið mannskaða og eignatjóni í nágrannaríkjunum á vesturströndinni, Oregon og Washington. Í nýrri rannsókn þar sem teknar voru saman niðurstöður fleiri en hundrað vísindagreina sem hafa verið gefnar út frá árinu 2013 komast vísindamenn að þeirri ályktun að hnattræn hlýnun af völdum manna hafi aukið eldhættu verulega, bæði tíðni eldhættutímabila og alvarleika þeirra. Sérstök eldhætta er þegar saman fara mikill hiti, þurrkur, lítil úrkoma og sterkur vindur. „Hvað varðar þróunina sem við sjáum, hvað varðar útbreiðslu gróðurelda, sem hafa aukist áttfalt til tífalt á undanförnum fjórum áratugum, þá drífa loftslagsbreytingar þá þróun áfram,“ segir Matthew Jones frá Háskólanum í Austur-Anglíu í Bretlandi sem stýrði samantektinni, við breska ríkisútvarpið BBC. Sömu vísindamenn greindu áhrif loftslagsbreytinga á gróðureldana sem geisuðu í Ástralíu í lok síðasta árs og byrjun þessa. Önnur vandamál sem stuðla að eldum ágerast Hlýnun jarðar af völdum manna þýðir að skógar og gróðurlendi er nú oftar hlýrri og þurrari en þeir voru áður en menn byrjuðu að hafa áhrif á loftslagið með stórfelldri losun á gróðurhúsalofttegundum, fyrst og fremst með bruna á jarðefnaeldsneyti eins og kolum, olíu og gasi. Landnotkun manna hefur einnig áhrif á alvarleika gróðureldanna og valdið því að eldiviður safnast fyrir í þeim. Þeir eldar sem kvikna náttúrulega eru yfirleitt slökktir nær samstundis og þá hafa yfirvöld lítið gert af því að brenna lággróður og dauð tré viljandi til að draga úr mögulegum eldsmat. Eins teygir mannabyggð sig nú langt inn í skóglendi sem eykur bæði hættuna á að eldar kvikni og líkurnar á eignatjóni í þeim. Donald Trump Bandaríkjaforseti, sem afneitar vísindalegri þekkingu á loftslagsbreytingum, hefur viljað kenna landnotkun einni um gróðurelda undanfarinna ára. Vísindamennirnir segja verri umhirðu um skóga ekki skýra versnandi elda. „Þegar þú kveikir stýrða elda getur þú aðeins gert það þegar aðstæður eru ekki of heitir og þurrar vegna þess að þú verður að geta stýrt eldinum. Þegar þú ert kominn umfram þann punkt þar sem aðstæður eru heitar og þurrar stóran hluta ársins missir þú tækifærið til að gera mikið af stýrðum eldum. Það gerir illt verra og torveldar enn umsjón landsins,“ segir Richard Betts frá Veðurstofu Bretlands. Gróðureldar í Kaliforníu Bandaríkin Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Fingraför manna alls staðar á gróðureldunum vestanhafs Loftslagsbreytingar af völdum manna sköpuðu aðstæðurnar sem hafa gert gróðureldana miklu í vestanverðum Bandaríkjunum enn verri en ella. Fleiri mannanna verk hafa þó stuðlað að alvarleika eldanna, þar á meðal umhirða skóga og skipulag byggðar. 19. september 2020 09:00 Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Sjá meira
Loftslagsbreytingar af völdum manna hafa ótvíræð áhrif á umfang og áhrif gróðurelda sem hafa valdið hörmungum í Kaliforníu í Bandaríkjunum undanfarin ár. Hlýnun hefur skapað kjöraðstæður fyrir eldana. Fleiri en þrjátíu manns hafa lítið lífið í mestu gróðureldum í Kaliforníu í tæpa tvo áratugi í ágúst og september. Þúsundir manna hafa jafnframt þurft að flýja heimili sín. Eldar hafa einnig brunnið og valdið mannskaða og eignatjóni í nágrannaríkjunum á vesturströndinni, Oregon og Washington. Í nýrri rannsókn þar sem teknar voru saman niðurstöður fleiri en hundrað vísindagreina sem hafa verið gefnar út frá árinu 2013 komast vísindamenn að þeirri ályktun að hnattræn hlýnun af völdum manna hafi aukið eldhættu verulega, bæði tíðni eldhættutímabila og alvarleika þeirra. Sérstök eldhætta er þegar saman fara mikill hiti, þurrkur, lítil úrkoma og sterkur vindur. „Hvað varðar þróunina sem við sjáum, hvað varðar útbreiðslu gróðurelda, sem hafa aukist áttfalt til tífalt á undanförnum fjórum áratugum, þá drífa loftslagsbreytingar þá þróun áfram,“ segir Matthew Jones frá Háskólanum í Austur-Anglíu í Bretlandi sem stýrði samantektinni, við breska ríkisútvarpið BBC. Sömu vísindamenn greindu áhrif loftslagsbreytinga á gróðureldana sem geisuðu í Ástralíu í lok síðasta árs og byrjun þessa. Önnur vandamál sem stuðla að eldum ágerast Hlýnun jarðar af völdum manna þýðir að skógar og gróðurlendi er nú oftar hlýrri og þurrari en þeir voru áður en menn byrjuðu að hafa áhrif á loftslagið með stórfelldri losun á gróðurhúsalofttegundum, fyrst og fremst með bruna á jarðefnaeldsneyti eins og kolum, olíu og gasi. Landnotkun manna hefur einnig áhrif á alvarleika gróðureldanna og valdið því að eldiviður safnast fyrir í þeim. Þeir eldar sem kvikna náttúrulega eru yfirleitt slökktir nær samstundis og þá hafa yfirvöld lítið gert af því að brenna lággróður og dauð tré viljandi til að draga úr mögulegum eldsmat. Eins teygir mannabyggð sig nú langt inn í skóglendi sem eykur bæði hættuna á að eldar kvikni og líkurnar á eignatjóni í þeim. Donald Trump Bandaríkjaforseti, sem afneitar vísindalegri þekkingu á loftslagsbreytingum, hefur viljað kenna landnotkun einni um gróðurelda undanfarinna ára. Vísindamennirnir segja verri umhirðu um skóga ekki skýra versnandi elda. „Þegar þú kveikir stýrða elda getur þú aðeins gert það þegar aðstæður eru ekki of heitir og þurrar vegna þess að þú verður að geta stýrt eldinum. Þegar þú ert kominn umfram þann punkt þar sem aðstæður eru heitar og þurrar stóran hluta ársins missir þú tækifærið til að gera mikið af stýrðum eldum. Það gerir illt verra og torveldar enn umsjón landsins,“ segir Richard Betts frá Veðurstofu Bretlands.
Gróðureldar í Kaliforníu Bandaríkin Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Fingraför manna alls staðar á gróðureldunum vestanhafs Loftslagsbreytingar af völdum manna sköpuðu aðstæðurnar sem hafa gert gróðureldana miklu í vestanverðum Bandaríkjunum enn verri en ella. Fleiri mannanna verk hafa þó stuðlað að alvarleika eldanna, þar á meðal umhirða skóga og skipulag byggðar. 19. september 2020 09:00 Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Sjá meira
Fingraför manna alls staðar á gróðureldunum vestanhafs Loftslagsbreytingar af völdum manna sköpuðu aðstæðurnar sem hafa gert gróðureldana miklu í vestanverðum Bandaríkjunum enn verri en ella. Fleiri mannanna verk hafa þó stuðlað að alvarleika eldanna, þar á meðal umhirða skóga og skipulag byggðar. 19. september 2020 09:00