Fólk verði að átta sig á því að „við erum öll í sama bátnum“ Kristín Ólafsdóttir og Birgir Olgeirsson skrifa 25. september 2020 14:40 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Vísir/vilhelm Fjármálaráðherra segir að staðan sem upp er komin á vinnumarkaði hafi verið „krampakennd“ síðustu daga. Nú skipti öllu máli að allir taki höndum saman til að koma efnahagnum upp úr lægðinni sem myndast hefur í faraldri kórónuveiru. Forsætisráðherra segir áhyggjuefni ef átök á vinnumarkaði bætist ofan á allt annað. Samtök atvinnulífsins og Alþýðusamband Íslands greinir nú á um hvort að forsendur lífskjarasamninganna séu brostnar eða ekki. SA líta svo á að forsendurnar hafi ekki haldið í ljósi þeirrar kreppu sem kórónuveirufaraldurinn hefur valdið. Því þurfi samningsaðilar að bregðast við. ASÍ telur aftur á móti að forsendurnar hafi haldið. SA mun því boða til allsherjaratkvæðagreiðslu á meðal aðildarfyrirtækja sinna um afstöðu þeirra til uppsagnar kjarasamninganna, sem taki þá gildi þann 1. október. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði í samtali við fréttastofu fyrir utan ráðherrabústaðinn í dag að enn ætti eftir að koma í ljós hvenær hún myndi funda með aðilum vinnumarkaðarins. „Það er ekkert launungamál að í þeirri stöðu sem íslenskt samfélag er í núna, þar sem við erum stödd í miðjum heimsfaraldri og mjög djúpri efnahagslægð, þá er auðvitað mikið áhyggjuefni ef ofan á það bætast átök á vinnumarkaði,“ sagði Katrín. Enn eigi eftir að koma í ljós hverju þessi fundahöld skili. Eðlilegt væri að stjórnvöld fundi með verkalýðshreyfingunni og atvinnurekendum. „Til þess að fara yfir þessa stöðu og hvað er hægt að gera til að koma í veg fyrir átök á vinnumarkaði hér á komandi vetri.“ Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagðist ekki svo viss um að það væri svo augljóst hvað stjórnvöld gætu gert til að höggva á hnútinn sem nú hefur myndast á vinnumarkaði. Sameiginlegt átak allra hlutaðeigandi væri nauðsynlegt. „Það sem skiptir máli hér er að fólk átti sig á því að við erum öll í sama bátnum. Við erum öll að eiga við þessar aðstæður sem hafa skapast hér. Við erum í efnahagslegri lægð og þurfum að finna viðspyrnu til að spyrna okkur upp af botni þessarar lægðar. Þar getur samhent átak skipt mjög miku máli en það byrjar á því að menn lýsi yfir skilningi á aðstæðum og vilja til að taka á stöðunni. Og það er sjálfsagt ýmislegt sem kæmi til greina ef menn eru í einhverju samstilltu átaki, það þurfa allir að leggja eitthvað af mörkum. En mér finnst þetta vera dálítið krampakennt fram á þessa daga,“ sagði Bjarni. Hann sagði jafnframt augljóst að efnahagslegar forsendur væru brostnar. Það væri hins vegar aðila vinnumarkaðarins að finna út úr því hvort einstaka samningsforsendur væru það einnig. Inntur eftir því hvort að frysta þyrfti launahækkanir til að halda uppi atvinnustigi, sem Bjarna er tíðrætt um, sagði hann að það þyrfti að skoða í víðara samhengi. Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Kjaramál Tengdar fréttir Ábyrgð á vinnumarkaði og í lífeyrissjóðum Verkalýðshreyfingin hefur boðið frið á vinnumarkaði sem er það skynsamasta sem hægt er að gera í núverandi ástandi. 25. september 2020 14:31 Forsætisráðherra hyggst funda með aðilum vinnumarkaðarins Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hyggst funda með aðilum vinnumarkaðarins til þess að fara yfir stöðuna. 25. september 2020 08:49 SA telur forsendur kjarasamninga brostnar en ASÍ á öndverðum meiði Samtök atvinnulífsins telja forsendur kjarasamninga vera brostnar. Þetta kemur fram í færslu á vef SA. 24. september 2020 17:43 Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Yfirvöld Mexíkó kæra Google Erlent Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Fleiri fréttir Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Sjá meira
Fjármálaráðherra segir að staðan sem upp er komin á vinnumarkaði hafi verið „krampakennd“ síðustu daga. Nú skipti öllu máli að allir taki höndum saman til að koma efnahagnum upp úr lægðinni sem myndast hefur í faraldri kórónuveiru. Forsætisráðherra segir áhyggjuefni ef átök á vinnumarkaði bætist ofan á allt annað. Samtök atvinnulífsins og Alþýðusamband Íslands greinir nú á um hvort að forsendur lífskjarasamninganna séu brostnar eða ekki. SA líta svo á að forsendurnar hafi ekki haldið í ljósi þeirrar kreppu sem kórónuveirufaraldurinn hefur valdið. Því þurfi samningsaðilar að bregðast við. ASÍ telur aftur á móti að forsendurnar hafi haldið. SA mun því boða til allsherjaratkvæðagreiðslu á meðal aðildarfyrirtækja sinna um afstöðu þeirra til uppsagnar kjarasamninganna, sem taki þá gildi þann 1. október. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði í samtali við fréttastofu fyrir utan ráðherrabústaðinn í dag að enn ætti eftir að koma í ljós hvenær hún myndi funda með aðilum vinnumarkaðarins. „Það er ekkert launungamál að í þeirri stöðu sem íslenskt samfélag er í núna, þar sem við erum stödd í miðjum heimsfaraldri og mjög djúpri efnahagslægð, þá er auðvitað mikið áhyggjuefni ef ofan á það bætast átök á vinnumarkaði,“ sagði Katrín. Enn eigi eftir að koma í ljós hverju þessi fundahöld skili. Eðlilegt væri að stjórnvöld fundi með verkalýðshreyfingunni og atvinnurekendum. „Til þess að fara yfir þessa stöðu og hvað er hægt að gera til að koma í veg fyrir átök á vinnumarkaði hér á komandi vetri.“ Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagðist ekki svo viss um að það væri svo augljóst hvað stjórnvöld gætu gert til að höggva á hnútinn sem nú hefur myndast á vinnumarkaði. Sameiginlegt átak allra hlutaðeigandi væri nauðsynlegt. „Það sem skiptir máli hér er að fólk átti sig á því að við erum öll í sama bátnum. Við erum öll að eiga við þessar aðstæður sem hafa skapast hér. Við erum í efnahagslegri lægð og þurfum að finna viðspyrnu til að spyrna okkur upp af botni þessarar lægðar. Þar getur samhent átak skipt mjög miku máli en það byrjar á því að menn lýsi yfir skilningi á aðstæðum og vilja til að taka á stöðunni. Og það er sjálfsagt ýmislegt sem kæmi til greina ef menn eru í einhverju samstilltu átaki, það þurfa allir að leggja eitthvað af mörkum. En mér finnst þetta vera dálítið krampakennt fram á þessa daga,“ sagði Bjarni. Hann sagði jafnframt augljóst að efnahagslegar forsendur væru brostnar. Það væri hins vegar aðila vinnumarkaðarins að finna út úr því hvort einstaka samningsforsendur væru það einnig. Inntur eftir því hvort að frysta þyrfti launahækkanir til að halda uppi atvinnustigi, sem Bjarna er tíðrætt um, sagði hann að það þyrfti að skoða í víðara samhengi.
Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Kjaramál Tengdar fréttir Ábyrgð á vinnumarkaði og í lífeyrissjóðum Verkalýðshreyfingin hefur boðið frið á vinnumarkaði sem er það skynsamasta sem hægt er að gera í núverandi ástandi. 25. september 2020 14:31 Forsætisráðherra hyggst funda með aðilum vinnumarkaðarins Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hyggst funda með aðilum vinnumarkaðarins til þess að fara yfir stöðuna. 25. september 2020 08:49 SA telur forsendur kjarasamninga brostnar en ASÍ á öndverðum meiði Samtök atvinnulífsins telja forsendur kjarasamninga vera brostnar. Þetta kemur fram í færslu á vef SA. 24. september 2020 17:43 Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Yfirvöld Mexíkó kæra Google Erlent Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Fleiri fréttir Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Sjá meira
Ábyrgð á vinnumarkaði og í lífeyrissjóðum Verkalýðshreyfingin hefur boðið frið á vinnumarkaði sem er það skynsamasta sem hægt er að gera í núverandi ástandi. 25. september 2020 14:31
Forsætisráðherra hyggst funda með aðilum vinnumarkaðarins Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hyggst funda með aðilum vinnumarkaðarins til þess að fara yfir stöðuna. 25. september 2020 08:49
SA telur forsendur kjarasamninga brostnar en ASÍ á öndverðum meiði Samtök atvinnulífsins telja forsendur kjarasamninga vera brostnar. Þetta kemur fram í færslu á vef SA. 24. september 2020 17:43
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent