Snarpur jarðskjálfti varð í dag klukkan 11:33 um 12 kílómetra norðaustur af Grímsey. Skjálftinn var 3,7 að stærð og hafa nokkrir eftirskjálftar fylgt í kjölfarið. Engar tilkynningar hafa borist Veðurstofu um að skjálftinn hafi fundist.
Almannavarnadeild minnir fólk sem býr á þekktum skjálftasvæðum að kynna sér varnir og viðbúnað vegna jarðskjálfta.